Borgin greiddi yfir 300 milljónir í afturvirkar húsaleigubætur

Af þeim sem áttu rétt á húsaleigubótum aftur í tímann eru 80 látnir. Unnið er að því að gera upp við dánarbú þeirra eða lögerfingja.

7DM_2269_raw_0587.JPG
Auglýsing

Vel­ferð­ar­svið Reykja­vík­ur­borgar greiddi í dag  323,4 mkr. til 423 ein­stak­linga sem áttu rétt á aft­ur­virkum húsa­leigu­bót­um. Auk greiðslu á sér­stökum húsa­leigu­bótum sem námu 203,7 mkr. voru greiddir drátt­ar­vextir að upp­hæð 119, 7 mkr.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg. 

„Borg­ar­ráð sam­þykkti þann 3. maí síð­ast­lið­inn að fela vel­ferð­ar­sviði Reykja­vík­ur­borgar að afgreiða kröfur um greiðslu sér­stakra húsa­leigu­bóta fyrir tíma­bilið 1. júní 2012 til 31. des­em­ber 2016 frá leigj­endum Brynju – Hús­sjóði Öryrkja­banda­lags Íslands, á grund­velli dóms Hæsta­réttar í máli nr. 728/2015, án til­lits til þess hvort umsókn hafi legið fyr­ir. Auk þess var lagt til að drátt­ar­vextir yrðu greiddir til þeirra sem ættu rétt á greiðslum sér­stakra húsa­leigu­bóta aftur í tím­ann án þess að gerð væri sér­stök krafa um það,“ segir í til­kynn­ingu borg­ar­inn­ar.

Auglýsing

Vel­ferð­ar­svið Reykja­vík­ur­borgar sendi öllum þeim leigj­endum sem gætu hafa átt rétt á bótum bréf í byrjun nóv­em­ber.  

Ann­ars vegar var ein­stak­lingum til­kynnt að þeir ættu rétt á greiðslu sér­stakra húsa­leigu­bóta og drátt­ar­vaxta aftur í tím­ann ásamt útreikn­ingi auk til­kynn­ingu um greiðslu­dag. Hins vegar var ein­stak­lingum til­kynnt að þeir ættu ekki rétt og þeim kynntur réttur sinn til rök­stuðn­ings og heim­ild til að áfrýja ákvörðun til áfrýj­un­ar­nefndar vel­ferð­ar­ráðs.

„Þess má að lokum geta að af þeim  rúm­lega 500 ein­stak­ling­um, sem áttu rétt á greiðslu sér­stakra húsa­leigu­bóta aftur í tím­ann, eru  80 ein­stak­lingar látn­ir. Unnið er að því að fá upp­lýs­ingar varð­andi umsjón­ar­menn dán­ar­búa eða lög­erf­ingja og von­ast vel­ferð­ar­svið borg­ar­innar til þess að hægt verði að ljúka þeim greiðslum sem allra fyrst,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Þann 25. októ­ber 2018 sam­þykkti borg­ar­ráð hækkun á fjár­hags­á­ætlun vel­ferð­ar­sviðs vegna aft­ur­virkra greiðslna sér­stakra húsa­leigu­bóta ásamt drátt­ar­vöxt­um. Talið er að heild­ar­greiðslur til ein­stak­linga auk stað­greiðslu af drátt­ar­vöxtum geti numið allt að 400 mkr.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Hækkanir á fasteignagjöldum áhyggjuefni
Forseti ASÍ segir að hækkanir á fasteignagjöldum muni hafa áhrif á lífskjarasamningana ef ekkert annað verði gert á móti.
Kjarninn 17. janúar 2020
Heiða María Sigurðardóttir
Einlæg bón um að endurskoða skerðingu leikskóla
Kjarninn 17. janúar 2020
Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Það svæði er innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.
Telja stórframkvæmdir ekki rúmast innan þjóðgarða
Nýjar virkjanir falla illa eða alls ekki að markmiðum hálendisþjóðgarðs. Stórframkvæmdir þjóna ekki verndarmarkmiðum, yrðu „stórslys“ og myndu ganga að þjóðgarðshugtakinu dauðu.
Kjarninn 17. janúar 2020
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn hætta við sameiningu
Tvö stór sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík, sem saman halda á 8,4 prósent af öllum úthlutuðum fiskveiðikvóta, eru hætt við að sameinast. Þess í stað ætla þau að halda góðu samstarfi áfram.
Kjarninn 17. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm
Forsætisráðherra mun í samráði við dómsmálaráðherra fela sérfræðingi að ráðast í endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð annars vegar og lögum um Landsdóm hins vegar. Vonir standa til þess að vinnunni verði lokið á haustmánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2020
Seðlabankinn unir niðurstöðunni og er búinn að hafa samband við Gunnhildi Örnu
Seðlabanki Íslands segir að verkferlar hans í ráðningarmálum hafi verið styrktir í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið jafnréttislög með ráðningu upplýsingafulltrúa í fyrrasumar.
Kjarninn 17. janúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Samherji ætlar að þróa kerfi til að hindra spillingu og peningaþvætti
Samherji ætlar að klára að innleiða kerfi sem byggist á áhættuskipulagi fyrirtækisins, meðal annars með áherslu á spillingu, efnahagslegar refsiaðgerðir og peningaþvætti, á þessu ári. Ástæðan er „reynsla af starfsemi fyrirtækisins í Namibíu.“
Kjarninn 17. janúar 2020
Hagnaður VÍS verður um hálfum milljarði króna meiri en áður var gert ráð fyrir
Hlutabréf í VÍS hækkuðu skarpt í fyrstu viðskiptum í morgun í kjölfar tilkynningar um allt að 22 prósent meiri hagnað á síðasta ári en áður var búist við.
Kjarninn 17. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent