Í umsögn Fjármálaeftirlitsins (FME) um frumvarp dómsmálaráðherra, þar sem meðal annars á að gera á dæmdum brotamönnum mögulegt að taka sæti í stjórn FME tíu árum eftir dóm, segir að það gæti rýt traust á ákvörðunum stjórnar FME, ef sú staða kæmi upp að í henni sætu dæmdir brotamenn.
„Fjármálaeftirlitið vill því velta því upp hvort það gæti rýrt traust á slíkum ákvörðunum stjórnar ef þar sætu menn sem hafa hlotið refsidóm,“ segir í umsögn FME.
Eins og greint var frá á vef Kjarnans á dögunum, þá hefur Alþýðusamband Íslands gagnrýnt þetta, í umsögn sinni um fyrrnefnt frumvarp.
Skýring á því hvers vegna dregið sé úr hæfi mann til að stýra FME er ekki rökstudd í greinargerð.
Í tillögum Sigríðar felst afnám kröfunnar um að stjórnarmenn í FME hafi óflekkað mannorð. Í umsögn Alþýðusambandsins segir hins vegar að auk hennar sé „þeim sem gerst hafa sekir um um alvarleg brot á hegningarlögum, lögum á sviði fjármálamarkaðar eða félaga eða þolað íþyngjandi stjórnvaldsákvarðanir sem einstaklingar eða forsvarsmenn fyrirtækja, veitt sjálfkrafa hæfi að liðum 10 árum eftir hafa verið dæmdir.“
Í umsögn FME um frumvarpið er því velt upp, hvort tilefni sé til þess að gera svo vegamiklar breytingar á lögunum, í ljósi þess að ný heildarlög um eftirlit fjármálamarkaðar komi til með sameiningu FME og Seðlabanka Íslands.