Hvíta húsið þarf að hleypa Jim Acosta aftur inn

Hvíta húsið braut á stjórnarskrárvörðum réttindum fréttamanns CNN þegar það svipti hann aðgangi að Hvíta húsinu eftir hörð orðaskipti við Donald Trump.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Auglýsing

Dóm­stóll í Banda­ríkj­unum hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Hvíta húsið hafi brotið á stjórn­ar­skrár­vörðum rétt­indum Jim Acosta, frétta­manns CNN, þegar hann var sviptur aðgangi að Hvíta hús­inu. Dóm­ar­inn, sem var skip­aður af Don­ald Trump í fyrra, sagði að ákvörð­unin fæli í sér brot á fyrstu og fimmtu grein stjórn­ar­skrár Banda­ríkj­anna. Hvíta húsið þarf því að skila Acosta aðgeng­ispassa hans sem var gerður upp­tækur í síð­ustu viku. CNN greinir frá.

CNN höfð­aði mál gegn Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta og nokkrum starfs­mönnum Hvíta húss­ins vegna ákvörð­un­ar­innar um að svipta Acosta aðgengi. Sú ákvörðun kom í kjöl­far þess að Acosta og Trump áttu í orða­skiptum á blaða­manna­fundi þegar sá fyrr­nefndi spurði for­set­ann út í flótta­manna­mál og hvort hann hafi notað þau sem vopn í nýaf­stöðnum kosn­ingum þar sem hann tal­aði ítrekað um að inn­rás í Banda­ríkin væri yfir­vof­andi. Trump brást fok­illur við og sagði m.a.: „Ég held að þú ætt­­ir að stjórna CNN og leyfa mér að stjórna land­in­u.“ Síðar sagði hann að Acosta væri „dóna­­leg­ur og hræði­leg mann­eskja sem ætti ekki að vinna fyr­ir CNN.“

Auglýsing
Í kjöl­farið var Acosta sviptur aðgeng­ispassa sínum að Hvíta hús­inu og var það rök­stutt með því að hann hann hefði lagt hendur á lær­ling sem reyndi að taka af honum hljóð­nema eftir að Trump hafi gefið til kynna að hann vildi ekki svara spurn­ingum Acosta. Sara Hucka­bee Sand­­ers, upp­­lýs­inga­­full­­trúi Hvíta hús­s­ins, deildi m.a. mynd­bandi á sam­fé­lags­miðlum af atburð­inum sem átti að sýna að Acosta hefði lagt hendur á lær­ling­inn. Síðar kom í ljós að þar  var um að ræða mynd­band sem átt hafði verið við og hafði upp­runa­lega birst á sam­sær­is­kenn­inga­vefnum InfoWars.

Ýmsir fjöl­miðlar studdu mála­rekstur CNN. Þar á meðal var Fox News sem hefur verið mjög hlið­hollt Trump síðan að hann tók við for­seta­emb­ætt­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent