Tekur fimmtíu fleiri mánuði að borga íbúð í dag en fyrir fjórum árum

Íbúðaverð hefur hækkað umfram ráðstöfunartekjur á síðustu árum og því tekur það íbúa á aldrinum 30 til 34 ára ríflega tvöfalt fleiri mánuði að greiða fyrir íbúð í fjölbýli í dag en það gerði árið 1997 eða um 192 mánuði samkvæmt greiningu Capacent.

23670701724_06b553290d_o.jpg
Auglýsing

Íbúða­verð hefur hækkað umtals­vert umfram ráð­­stöf­un­­ar­­tekjur á síð­­­ustu árum og því tekur það íbúa á aldr­inum 30 til 34 ára ríf­­lega tvö­­falt fleiri mán­uði að greiða með­­al­verð fyrir 90 fer­­metra íbúð í fjöl­býli í dag en það gerði árið 1997. Eig­in­fjár­­hlut­­fall almenn­ings hefur þó hækkað frá því það náði lág­­marki árið 2010 og er nú hærra en það hefur verið í yfir tvo ára­tug­i. ­­Sterk­­ari eig­in­fjár­­­staða hefur bæði verið sótt í hærri ráð­stöf­un­ar­tekj­ur en ekki síður í hækk­un fast­eigna­verðs ­sem hefur hækkað mikið umfram verð­lag. Frá þessu er greint í nýrri grein­ing­u Capacent um stöðu og horfur á fast­­eigna­­mark­aði sem kynnt var í Ráð­hús­inu í morg­un.­Tekur íbúa 192 mán­uði að greiða fyrir íbúð 

Hvað tekur það íbúa á aldrinum 30-34 ára margar mánaðarlegar ráðstöfunartekjur að greiða íbúð? Mynd: Könnun Gallup 2018 og CapacentÍbúða­verð hefur hækkað umtals­vert umfram ráð­stöf­un­ar­tekjur og því tekur það íbúa á aldr­inum 30 til 34 ára ríf­lega tvö­falt fleiri mán­uði að greiða með­al­verð fyrir 90 fer­metra íbúð í fjöl­býli í dag en það gerði árið 1997, sam­kvæmt grein­ingu Capacent. Árið 1997 tók það 7 ár að borga íbúð en árið 2017 ­tekur það íbúa 16 ár eða 192 mán­uði að greiða fyrir íbúð. Frá árinu 2014 hefur talan hækkað um 52 mán­uði en það tók rúm 11 ár að greiða íbúð árið 2014.Auglýsing

Þörf á 4.000 íbúðum í borg­inni

Sam­­kvæmt grein­ing­unni vant­ar um 3.200 til 4.000 íbúðir á næstu árum til að full­nægja þörf fyr­ir nýj­ar íbúðir í borg­inni. Eins og staðan er í dag verða hins veg­ar aðeins byggðar um 1.350 íbúðir í borg­inni á næstu tveim­ur árum. Nið­ur­­­stöð­ur­n­ar eru meðal ann­­ars byggðar á sam­an­b­­urði á því hversu marg­ar íbúðir þarf til að hýsa íbúa 25 ára og eldri og því hversu marg­ar íbúðir eru nú í bygg­ing­u.  

Það ætti að vera nokkur hvati til að byggja fjöl­býl­is­hús í Reykja­vík, þar sem kostn­aður við bygg­ingu þeirra er að jafn­aði lægri en kaup­verð þeirra, bygg­ing­ar­kostn­aður sér­býla heldur á hinn bóg­inn áfram að vera hærri en kaup­verð þeirra. Sam­kvæmt skýrsl­unni munu þó ný hótel og aukið eft­ir­lit með Air­bnb lík­lega draga úr þörf fyrir nýbygg­ing­ar.

Mið­bæj­ar­á­lagið minnkar

Mið­bæj­ar­á­lagið hefur minnkað á und­an­förnum tveimur árum. Kaup­verð í miðbæ Reykja­víkur hefur hækkað hlut­falls­lega minna en kaup­verð í öðrum hverf­um. Stærstur hluti leigj­enda er stað­settur í póst­núm­eri 101 og 105 Reykja­vík en þar eru líka flestar smærri íbúð­irnar stað­sett­ar. 

Mynd: Könnun Gallup 2018 og Capacent

Eig­in­fjár­staða Íslend­inga styrk­ist

Eig­in­fjár­staða Íslend­inga hefur aldrei verið sterk­ari síðan mæl­ingar Hag­stof­unnar hófust. Sterk­ari eig­in­fjár­staða hefur bæði verið sótt í hærri ráð­stöf­un­ar­tekjur en ekki síður í hækkun fast­eigna­verðs sem hefur hækkað mikið umfram verð­lag sam­kvæmt grein­ingu Capacent. Eig­in­fjár­staða 25 til 29 ára hefur breyst mest í gegnum tíð­ina en eig­in­fjár­staða Íslend­inga yngri en 40 ára heldur aldrei verið betri. Engu að síður er um þriðj­ungur þeirra sem eru með tekjur lægri en 559 þús­und krónur í leigu­hús­næði.

Mynd: Könnun Gallup 2018 og Capacent

Þá kemur fram í grein­ing­unni að tæp­lega 80 pró­sent Reyk­vík­inga 25 ára og eldri búa í eigin hús­næði, rúm­lega 16 pró­sent í leigu­hús­næði og um 4 pró­sent búa í for­eldra­hús­um. Ef hins vegar er litið á búsetu­fyr­ir­komu­lag ein­stak­linga á aldr­inum 25 til 34 ára búa 56 pró­sent í eigin hús­næði, 29 pró­sent í leigu­hús­næði og 16 pró­sent í for­eldra­hús­um.

Fyrstu kaup­endum íbúða fer fjölg­andi og voru þeir 26 pró­sent þeirra sem keyptu íbúðir í borg­inni á fyrri hluta árs 2018. Hlut­fall fyrstu kaup­enda hefur verið nán­ast stöðugt hækk­andi frá árinu 2009 þegar 6 pró­sent íbúða voru keyptar af fyrstu kaup­endum en árið 2014 var þetta hlut­fall komið í 17 pró­sent.

Meira úr sama flokkiInnlent