Tekur fimmtíu fleiri mánuði að borga íbúð í dag en fyrir fjórum árum

Íbúðaverð hefur hækkað umfram ráðstöfunartekjur á síðustu árum og því tekur það íbúa á aldrinum 30 til 34 ára ríflega tvöfalt fleiri mánuði að greiða fyrir íbúð í fjölbýli í dag en það gerði árið 1997 eða um 192 mánuði samkvæmt greiningu Capacent.

23670701724_06b553290d_o.jpg
Auglýsing

Íbúða­verð hefur hækkað umtals­vert umfram ráð­­stöf­un­­ar­­tekjur á síð­­­ustu árum og því tekur það íbúa á aldr­inum 30 til 34 ára ríf­­lega tvö­­falt fleiri mán­uði að greiða með­­al­verð fyrir 90 fer­­metra íbúð í fjöl­býli í dag en það gerði árið 1997. Eig­in­fjár­­hlut­­fall almenn­ings hefur þó hækkað frá því það náði lág­­marki árið 2010 og er nú hærra en það hefur verið í yfir tvo ára­tug­i. ­­Sterk­­ari eig­in­fjár­­­staða hefur bæði verið sótt í hærri ráð­stöf­un­ar­tekj­ur en ekki síður í hækk­un fast­eigna­verðs ­sem hefur hækkað mikið umfram verð­lag. Frá þessu er greint í nýrri grein­ing­u Capacent um stöðu og horfur á fast­­eigna­­mark­aði sem kynnt var í Ráð­hús­inu í morg­un.­Tekur íbúa 192 mán­uði að greiða fyrir íbúð 

Hvað tekur það íbúa á aldrinum 30-34 ára margar mánaðarlegar ráðstöfunartekjur að greiða íbúð? Mynd: Könnun Gallup 2018 og CapacentÍbúða­verð hefur hækkað umtals­vert umfram ráð­stöf­un­ar­tekjur og því tekur það íbúa á aldr­inum 30 til 34 ára ríf­lega tvö­falt fleiri mán­uði að greiða með­al­verð fyrir 90 fer­metra íbúð í fjöl­býli í dag en það gerði árið 1997, sam­kvæmt grein­ingu Capacent. Árið 1997 tók það 7 ár að borga íbúð en árið 2017 ­tekur það íbúa 16 ár eða 192 mán­uði að greiða fyrir íbúð. Frá árinu 2014 hefur talan hækkað um 52 mán­uði en það tók rúm 11 ár að greiða íbúð árið 2014.Auglýsing

Þörf á 4.000 íbúðum í borg­inni

Sam­­kvæmt grein­ing­unni vant­ar um 3.200 til 4.000 íbúðir á næstu árum til að full­nægja þörf fyr­ir nýj­ar íbúðir í borg­inni. Eins og staðan er í dag verða hins veg­ar aðeins byggðar um 1.350 íbúðir í borg­inni á næstu tveim­ur árum. Nið­ur­­­stöð­ur­n­ar eru meðal ann­­ars byggðar á sam­an­b­­urði á því hversu marg­ar íbúðir þarf til að hýsa íbúa 25 ára og eldri og því hversu marg­ar íbúðir eru nú í bygg­ing­u.  

Það ætti að vera nokkur hvati til að byggja fjöl­býl­is­hús í Reykja­vík, þar sem kostn­aður við bygg­ingu þeirra er að jafn­aði lægri en kaup­verð þeirra, bygg­ing­ar­kostn­aður sér­býla heldur á hinn bóg­inn áfram að vera hærri en kaup­verð þeirra. Sam­kvæmt skýrsl­unni munu þó ný hótel og aukið eft­ir­lit með Air­bnb lík­lega draga úr þörf fyrir nýbygg­ing­ar.

Mið­bæj­ar­á­lagið minnkar

Mið­bæj­ar­á­lagið hefur minnkað á und­an­förnum tveimur árum. Kaup­verð í miðbæ Reykja­víkur hefur hækkað hlut­falls­lega minna en kaup­verð í öðrum hverf­um. Stærstur hluti leigj­enda er stað­settur í póst­núm­eri 101 og 105 Reykja­vík en þar eru líka flestar smærri íbúð­irnar stað­sett­ar. 

Mynd: Könnun Gallup 2018 og Capacent

Eig­in­fjár­staða Íslend­inga styrk­ist

Eig­in­fjár­staða Íslend­inga hefur aldrei verið sterk­ari síðan mæl­ingar Hag­stof­unnar hófust. Sterk­ari eig­in­fjár­staða hefur bæði verið sótt í hærri ráð­stöf­un­ar­tekjur en ekki síður í hækkun fast­eigna­verðs sem hefur hækkað mikið umfram verð­lag sam­kvæmt grein­ingu Capacent. Eig­in­fjár­staða 25 til 29 ára hefur breyst mest í gegnum tíð­ina en eig­in­fjár­staða Íslend­inga yngri en 40 ára heldur aldrei verið betri. Engu að síður er um þriðj­ungur þeirra sem eru með tekjur lægri en 559 þús­und krónur í leigu­hús­næði.

Mynd: Könnun Gallup 2018 og Capacent

Þá kemur fram í grein­ing­unni að tæp­lega 80 pró­sent Reyk­vík­inga 25 ára og eldri búa í eigin hús­næði, rúm­lega 16 pró­sent í leigu­hús­næði og um 4 pró­sent búa í for­eldra­hús­um. Ef hins vegar er litið á búsetu­fyr­ir­komu­lag ein­stak­linga á aldr­inum 25 til 34 ára búa 56 pró­sent í eigin hús­næði, 29 pró­sent í leigu­hús­næði og 16 pró­sent í for­eldra­hús­um.

Fyrstu kaup­endum íbúða fer fjölg­andi og voru þeir 26 pró­sent þeirra sem keyptu íbúðir í borg­inni á fyrri hluta árs 2018. Hlut­fall fyrstu kaup­enda hefur verið nán­ast stöðugt hækk­andi frá árinu 2009 þegar 6 pró­sent íbúða voru keyptar af fyrstu kaup­endum en árið 2014 var þetta hlut­fall komið í 17 pró­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent