Tekur fimmtíu fleiri mánuði að borga íbúð í dag en fyrir fjórum árum

Íbúðaverð hefur hækkað umfram ráðstöfunartekjur á síðustu árum og því tekur það íbúa á aldrinum 30 til 34 ára ríflega tvöfalt fleiri mánuði að greiða fyrir íbúð í fjölbýli í dag en það gerði árið 1997 eða um 192 mánuði samkvæmt greiningu Capacent.

23670701724_06b553290d_o.jpg
Auglýsing

Íbúða­verð hefur hækkað umtals­vert umfram ráð­­stöf­un­­ar­­tekjur á síð­­­ustu árum og því tekur það íbúa á aldr­inum 30 til 34 ára ríf­­lega tvö­­falt fleiri mán­uði að greiða með­­al­verð fyrir 90 fer­­metra íbúð í fjöl­býli í dag en það gerði árið 1997. Eig­in­fjár­­hlut­­fall almenn­ings hefur þó hækkað frá því það náði lág­­marki árið 2010 og er nú hærra en það hefur verið í yfir tvo ára­tug­i. ­­Sterk­­ari eig­in­fjár­­­staða hefur bæði verið sótt í hærri ráð­stöf­un­ar­tekj­ur en ekki síður í hækk­un fast­eigna­verðs ­sem hefur hækkað mikið umfram verð­lag. Frá þessu er greint í nýrri grein­ing­u Capacent um stöðu og horfur á fast­­eigna­­mark­aði sem kynnt var í Ráð­hús­inu í morg­un.­Tekur íbúa 192 mán­uði að greiða fyrir íbúð 

Hvað tekur það íbúa á aldrinum 30-34 ára margar mánaðarlegar ráðstöfunartekjur að greiða íbúð? Mynd: Könnun Gallup 2018 og CapacentÍbúða­verð hefur hækkað umtals­vert umfram ráð­stöf­un­ar­tekjur og því tekur það íbúa á aldr­inum 30 til 34 ára ríf­lega tvö­falt fleiri mán­uði að greiða með­al­verð fyrir 90 fer­metra íbúð í fjöl­býli í dag en það gerði árið 1997, sam­kvæmt grein­ingu Capacent. Árið 1997 tók það 7 ár að borga íbúð en árið 2017 ­tekur það íbúa 16 ár eða 192 mán­uði að greiða fyrir íbúð. Frá árinu 2014 hefur talan hækkað um 52 mán­uði en það tók rúm 11 ár að greiða íbúð árið 2014.Auglýsing

Þörf á 4.000 íbúðum í borg­inni

Sam­­kvæmt grein­ing­unni vant­ar um 3.200 til 4.000 íbúðir á næstu árum til að full­nægja þörf fyr­ir nýj­ar íbúðir í borg­inni. Eins og staðan er í dag verða hins veg­ar aðeins byggðar um 1.350 íbúðir í borg­inni á næstu tveim­ur árum. Nið­ur­­­stöð­ur­n­ar eru meðal ann­­ars byggðar á sam­an­b­­urði á því hversu marg­ar íbúðir þarf til að hýsa íbúa 25 ára og eldri og því hversu marg­ar íbúðir eru nú í bygg­ing­u.  

Það ætti að vera nokkur hvati til að byggja fjöl­býl­is­hús í Reykja­vík, þar sem kostn­aður við bygg­ingu þeirra er að jafn­aði lægri en kaup­verð þeirra, bygg­ing­ar­kostn­aður sér­býla heldur á hinn bóg­inn áfram að vera hærri en kaup­verð þeirra. Sam­kvæmt skýrsl­unni munu þó ný hótel og aukið eft­ir­lit með Air­bnb lík­lega draga úr þörf fyrir nýbygg­ing­ar.

Mið­bæj­ar­á­lagið minnkar

Mið­bæj­ar­á­lagið hefur minnkað á und­an­förnum tveimur árum. Kaup­verð í miðbæ Reykja­víkur hefur hækkað hlut­falls­lega minna en kaup­verð í öðrum hverf­um. Stærstur hluti leigj­enda er stað­settur í póst­núm­eri 101 og 105 Reykja­vík en þar eru líka flestar smærri íbúð­irnar stað­sett­ar. 

Mynd: Könnun Gallup 2018 og Capacent

Eig­in­fjár­staða Íslend­inga styrk­ist

Eig­in­fjár­staða Íslend­inga hefur aldrei verið sterk­ari síðan mæl­ingar Hag­stof­unnar hófust. Sterk­ari eig­in­fjár­staða hefur bæði verið sótt í hærri ráð­stöf­un­ar­tekjur en ekki síður í hækkun fast­eigna­verðs sem hefur hækkað mikið umfram verð­lag sam­kvæmt grein­ingu Capacent. Eig­in­fjár­staða 25 til 29 ára hefur breyst mest í gegnum tíð­ina en eig­in­fjár­staða Íslend­inga yngri en 40 ára heldur aldrei verið betri. Engu að síður er um þriðj­ungur þeirra sem eru með tekjur lægri en 559 þús­und krónur í leigu­hús­næði.

Mynd: Könnun Gallup 2018 og Capacent

Þá kemur fram í grein­ing­unni að tæp­lega 80 pró­sent Reyk­vík­inga 25 ára og eldri búa í eigin hús­næði, rúm­lega 16 pró­sent í leigu­hús­næði og um 4 pró­sent búa í for­eldra­hús­um. Ef hins vegar er litið á búsetu­fyr­ir­komu­lag ein­stak­linga á aldr­inum 25 til 34 ára búa 56 pró­sent í eigin hús­næði, 29 pró­sent í leigu­hús­næði og 16 pró­sent í for­eldra­hús­um.

Fyrstu kaup­endum íbúða fer fjölg­andi og voru þeir 26 pró­sent þeirra sem keyptu íbúðir í borg­inni á fyrri hluta árs 2018. Hlut­fall fyrstu kaup­enda hefur verið nán­ast stöðugt hækk­andi frá árinu 2009 þegar 6 pró­sent íbúða voru keyptar af fyrstu kaup­endum en árið 2014 var þetta hlut­fall komið í 17 pró­sent.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins
Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.
Kjarninn 12. desember 2019
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu
Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.
Kjarninn 12. desember 2019
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu
Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent