Undirbúa ákæru á hendur stofnanda Wikileaks

Bandarískir saksóknarar hafa undirbúið ákæru gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Upplýsingar um ákæruna birtust óvart í ótengdum dómsskjölum en leynd er yfir ákærunni svo Bandaríkin geti reynt að fá hann framseldan frá London.

Julian Paul Assange
Julian Paul Assange
Auglýsing

Banda­ríska dóms­mála­ráðu­neytið vinnur að ákæru gegn Juli­an Assange, stofn­anda Wiki­Leaks. ­Mögu­legt er að hann hafi þegar verið ákærður en leynd hvílir yfir ákærunni ef og þar til hann verður hand­tek­inn, svo Banda­ríkin geti reynt að fá hann fram­seldan frá London. New York Ti­mes ­greinir frá þessu í dag. 

Nafn Assange birt­ist í ótengdum dóm­skjölum frá því í ágúst, sem upp­götv­uð­ust í gær, þar sem sak­sókn­ari var að reyna að fá dóm­ara til að inn­sigla dóms­skjöl í máli ann­ars manns. Sak­sókn­ar­inn í mál­inu er sá sami og hefur verið með­ Assange til rann­sókn­ar. Jos­hu­a Stu­eve tals­maður alrík­is­sak­sókn­ara í Virgínu, sem hefur verið að rann­saka Assange segir að um mis­tök hafi verið að ræða og að nafn Assange hefði ekki átt að birt­ast í skjöl­un­um.  

Seamus Hug­hes, hryðju­verka­sér­fræð­ing­ur, sem fylgist vel með dóm­skjöl­um, fann nafn Assange í skjöl­unum og birti á Twitt­er-­síðu sinni.Þyrfti að vera fram­seldur

Julian Paul Assange hefur verið þyrnir í augum banda­rískra sak­sókn­ara í árarað­ir en hann er eft­ir­lýstur þar í landi fyrir margs konar brot. Hann er ástr­alskur for­rit­ari og ­blaða­mað­ur­ ­sem er frægastur fyrir að stofna leka­síð­una Wiki­leaks. Hann til dæmis aðstoð­að­i Chel­sea ­Mannig, fyrr­ver­andi banda­rískan her­mann, að leka leyni­legum gögnum um stríðið í Íran og Afganistan á síð­unn­i Wiki­leaks. Chel­sea Mannig var dæmd í júlí 2013 fyrir meðal ann­­ars að brjóta njósn­­a­lögin og situr nú 35 ára dóm­inn af sér.

Í dóm­skjöl­unum kom fram að vegna aðstæðn­a Assange og hver hann væri þyrftu skjölin að vera inn­sigl­uð þar til­ Assange verður hand­tek­inn í tengslum við ákær­urnar og hann gæti þar af leið­andi ekki lengur forð­ast hand­töku og fram­sal. Assange hefur búið í sendi­ráði Ekvador í London í rúm sex ár en og hann flúði þangað vegna ákæru um nauðgun í Sví­þjóð. Það mál hefur verið fellt niður en hann á þó enn hand­töku yfir höfði sér í Bret­landi fyrir að hafa ekki mætt fyrir dóm­ara. Assange ­þyrfti því að vera hand­tek­inn í London og fram­seldur úr landi ef hann verður kærður fyr­ir­ al­rík­is­dóms­stóli ­banda­ríkj­anna.  

Jeff ­Sessions, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, sagði í fyrra að Banda­ríkin ætl­uðu sér að hand­sama Assange og þar að auki hef­ur Ro­bert Mu­ell­er verið að rann­saka Assange ­vegna Rússa­rann­sókn­ar­innar svokölluðu. 

Auglýsing

Rússa­rann­sóknin

Sam­kvæmt New York Times hefur dóms­mála­ráðu­neytið í Banda­ríkj­unum lengi reynt að finna hvernig og hvort þeir geti dregið Assange ­fyrir dóm frá því að fyrstu skjölin voru birt á Wiki­leaks ­síð­unni. En jafn­vel í for­seta­tíð Barack Obama þegar mesti fjöldi upp­ljóstr­ara var ákærðir í Banda­ríkjum þá var Assange ekki kærð­ur.

Það sem hefur staðið í vegi fyrir sak­sóknur­unum er spurn­ingin um hvort að það sé laga­legur munur á því sem Wiki­leaks ­gerði og það sem aðrir fjöl­miðlar gerðu með því að fjalla um upp­lýs­ing­arnar sem komu fram á Wiki­leaks-­síð­unni. Sam­kvæmt ­New York Ti­mes hef­ur Assange ekki verið kærður hingað til vegna ótta um að slík kæra myndi senda þau skila­boð að ólög­legt sé að birta upp­lýs­ingar er varða þjóðar­ör­yggi og það gæti leitt til kuln­unar í rann­sókn­ar­blaða­mennsku.

Það við­horf breytt­ist síðan eftir að Wiki­leaks birti þús­und­ir­ ­tölvu­pósta frá demókrötum sem stolnir voru frá rúss­neskum ­tölvu­hökk­urum árið 2016 en talið er að sá gagna­leki hafi skaðað fram­boð Hill­ar­y Clint­on í ­for­seta­kosn­ing­un­um. F­BI ­stað­festi að óyggj­andi sann­anir voru fyrir því að tölvu­árásir í að­drag­ana ­for­seta­kosn­ing­anna í Banda­ríkj­unum árið 2016 hafi verið tengdar Rúss­um. ­Mi­ke Pompeo, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, sagði að með þessum aðgerðum væri Assange að standa með ein­ræð­is­herr­um. Sam­kvæmt ­New York Times þykir grund­vall­ar­munur á tölvu­pósta­lek­anum og fyrri lekum Assange vegna þess fyrr­nefndir tölvu­póstar demókrata voru ekki rík­is­skjöl eða þjóðar­ör­ygg­is­leynd­ar­mál. 

Í umfjöll­un ­New York Ti­mes kemur fram að ákæran er afger­andi yfir­lýs­ing af hálfu banda­rískra stjórn­valda, þar sem ákæra af þessu tagi getur skapað laga­legt for­dæmi með djúp­stæðum afleið­ingum fyrir frelsi fjöl­miðla. 

Íslend­ingur nú rit­stjóri Wiki­leaks

Krist­inn Hrafns­­son var skip­aður rit­­stjóri Wiki­Leaks í sept­em­ber á þessu ári. Ju­li­an Assange steig þá til hliðar sem rit­stjóri en hélt áfram sem útgef­andi vegna. Krist­inn er marg­­reyndur blaða­­maður sem starf­aði meðal ann­­ars hjá Stöð 2, við frétta­­skýr­inga­þátt­inn Kompás og hjá RÚV. Árið 2010 tók hann þátt í vinnslu frétta sem byggðu á gögnum frá­ Wiki­Leaks ­sem köll­uð­ust „Colla­ter­al M­urder“.

Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent