Undirbúa ákæru á hendur stofnanda Wikileaks

Bandarískir saksóknarar hafa undirbúið ákæru gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Upplýsingar um ákæruna birtust óvart í ótengdum dómsskjölum en leynd er yfir ákærunni svo Bandaríkin geti reynt að fá hann framseldan frá London.

Julian Paul Assange
Julian Paul Assange
Auglýsing

Banda­ríska dóms­mála­ráðu­neytið vinnur að ákæru gegn Juli­an Assange, stofn­anda Wiki­Leaks. ­Mögu­legt er að hann hafi þegar verið ákærður en leynd hvílir yfir ákærunni ef og þar til hann verður hand­tek­inn, svo Banda­ríkin geti reynt að fá hann fram­seldan frá London. New York Ti­mes ­greinir frá þessu í dag. 

Nafn Assange birt­ist í ótengdum dóm­skjölum frá því í ágúst, sem upp­götv­uð­ust í gær, þar sem sak­sókn­ari var að reyna að fá dóm­ara til að inn­sigla dóms­skjöl í máli ann­ars manns. Sak­sókn­ar­inn í mál­inu er sá sami og hefur verið með­ Assange til rann­sókn­ar. Jos­hu­a Stu­eve tals­maður alrík­is­sak­sókn­ara í Virgínu, sem hefur verið að rann­saka Assange segir að um mis­tök hafi verið að ræða og að nafn Assange hefði ekki átt að birt­ast í skjöl­un­um.  

Seamus Hug­hes, hryðju­verka­sér­fræð­ing­ur, sem fylgist vel með dóm­skjöl­um, fann nafn Assange í skjöl­unum og birti á Twitt­er-­síðu sinni.Þyrfti að vera fram­seldur

Julian Paul Assange hefur verið þyrnir í augum banda­rískra sak­sókn­ara í árarað­ir en hann er eft­ir­lýstur þar í landi fyrir margs konar brot. Hann er ástr­alskur for­rit­ari og ­blaða­mað­ur­ ­sem er frægastur fyrir að stofna leka­síð­una Wiki­leaks. Hann til dæmis aðstoð­að­i Chel­sea ­Mannig, fyrr­ver­andi banda­rískan her­mann, að leka leyni­legum gögnum um stríðið í Íran og Afganistan á síð­unn­i Wiki­leaks. Chel­sea Mannig var dæmd í júlí 2013 fyrir meðal ann­­ars að brjóta njósn­­a­lögin og situr nú 35 ára dóm­inn af sér.

Í dóm­skjöl­unum kom fram að vegna aðstæðn­a Assange og hver hann væri þyrftu skjölin að vera inn­sigl­uð þar til­ Assange verður hand­tek­inn í tengslum við ákær­urnar og hann gæti þar af leið­andi ekki lengur forð­ast hand­töku og fram­sal. Assange hefur búið í sendi­ráði Ekvador í London í rúm sex ár en og hann flúði þangað vegna ákæru um nauðgun í Sví­þjóð. Það mál hefur verið fellt niður en hann á þó enn hand­töku yfir höfði sér í Bret­landi fyrir að hafa ekki mætt fyrir dóm­ara. Assange ­þyrfti því að vera hand­tek­inn í London og fram­seldur úr landi ef hann verður kærður fyr­ir­ al­rík­is­dóms­stóli ­banda­ríkj­anna.  

Jeff ­Sessions, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, sagði í fyrra að Banda­ríkin ætl­uðu sér að hand­sama Assange og þar að auki hef­ur Ro­bert Mu­ell­er verið að rann­saka Assange ­vegna Rússa­rann­sókn­ar­innar svokölluðu. 

Auglýsing

Rússa­rann­sóknin

Sam­kvæmt New York Times hefur dóms­mála­ráðu­neytið í Banda­ríkj­unum lengi reynt að finna hvernig og hvort þeir geti dregið Assange ­fyrir dóm frá því að fyrstu skjölin voru birt á Wiki­leaks ­síð­unni. En jafn­vel í for­seta­tíð Barack Obama þegar mesti fjöldi upp­ljóstr­ara var ákærðir í Banda­ríkjum þá var Assange ekki kærð­ur.

Það sem hefur staðið í vegi fyrir sak­sóknur­unum er spurn­ingin um hvort að það sé laga­legur munur á því sem Wiki­leaks ­gerði og það sem aðrir fjöl­miðlar gerðu með því að fjalla um upp­lýs­ing­arnar sem komu fram á Wiki­leaks-­síð­unni. Sam­kvæmt ­New York Ti­mes hef­ur Assange ekki verið kærður hingað til vegna ótta um að slík kæra myndi senda þau skila­boð að ólög­legt sé að birta upp­lýs­ingar er varða þjóðar­ör­yggi og það gæti leitt til kuln­unar í rann­sókn­ar­blaða­mennsku.

Það við­horf breytt­ist síðan eftir að Wiki­leaks birti þús­und­ir­ ­tölvu­pósta frá demókrötum sem stolnir voru frá rúss­neskum ­tölvu­hökk­urum árið 2016 en talið er að sá gagna­leki hafi skaðað fram­boð Hill­ar­y Clint­on í ­for­seta­kosn­ing­un­um. F­BI ­stað­festi að óyggj­andi sann­anir voru fyrir því að tölvu­árásir í að­drag­ana ­for­seta­kosn­ing­anna í Banda­ríkj­unum árið 2016 hafi verið tengdar Rúss­um. ­Mi­ke Pompeo, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, sagði að með þessum aðgerðum væri Assange að standa með ein­ræð­is­herr­um. Sam­kvæmt ­New York Times þykir grund­vall­ar­munur á tölvu­pósta­lek­anum og fyrri lekum Assange vegna þess fyrr­nefndir tölvu­póstar demókrata voru ekki rík­is­skjöl eða þjóðar­ör­ygg­is­leynd­ar­mál. 

Í umfjöll­un ­New York Ti­mes kemur fram að ákæran er afger­andi yfir­lýs­ing af hálfu banda­rískra stjórn­valda, þar sem ákæra af þessu tagi getur skapað laga­legt for­dæmi með djúp­stæðum afleið­ingum fyrir frelsi fjöl­miðla. 

Íslend­ingur nú rit­stjóri Wiki­leaks

Krist­inn Hrafns­­son var skip­aður rit­­stjóri Wiki­Leaks í sept­em­ber á þessu ári. Ju­li­an Assange steig þá til hliðar sem rit­stjóri en hélt áfram sem útgef­andi vegna. Krist­inn er marg­­reyndur blaða­­maður sem starf­aði meðal ann­­ars hjá Stöð 2, við frétta­­skýr­inga­þátt­inn Kompás og hjá RÚV. Árið 2010 tók hann þátt í vinnslu frétta sem byggðu á gögnum frá­ Wiki­Leaks ­sem köll­uð­ust „Colla­ter­al M­urder“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent