Stríðið gegn uppljóstrurum

Sá fáheyrði atburður hefur nú átt sér stað að ritstjórn dagblaðsins Washington Post hefur hvatt til að heimildarmaður þess verði sóttur til saka. Margir uppljóstrarar hafa verið ákærðir í Bandaríkjunum og aðrir eru í útlegð.

Uppljóstrarar hafa þurft að sæta refsingum fyrir að leka gögnum.
Uppljóstrarar hafa þurft að sæta refsingum fyrir að leka gögnum.
Auglýsing

Aldrei hafa fleiri upp­ljóstr­arar verið ákærðir í Banda­ríkj­un­um en í for­seta­tíð Barack Obama. Stjórn­völd þar í landi hafa not­ast við gömul njósn­a­lög (e. the Espionage Act) til að ákæra upp­ljóstr­ara og fjöl­margir þeirra sitja nú í fang­elsi eða hafa flúið til ann­arra landa. Upp­lýs­ing­arnar sem lekið hefur verið eru margs konar en þær geta verið leyni­leg eða við­kvæm gögn á vegum ríkja eða fyr­ir­tækja. Upp­ljóstr­arar koma þessum gögnum síðan til lög­fræð­inga, fjöl­miðla eða ann­arra stofn­anna sem koma fyrir augu almenn­ings með einum eða öðrum hætti.

Á tímum raf­rænna upp­lýs­inga er hugs­an­lega ennþá auð­veld­ara að safna gögn­um, afrita og deila en nokkurn tím­ann áður. Það gæti skýrt fjölgun upp­ljóstrana og við­brögðin við þeim. Inter­netið hefur líka átt sinn þátt í að auð­velda aðgengi almenn­ings að leka­gögnum og aldrei hefur verið eins auð­velt að fara í gegnum ógrynni skjala á tölvu­tæku formi. Fjöl­mörg nýleg dæmi eru um gagna­leka af ýmsum toga.

Dag­blað krefst ákæru á hendur heim­ild­ar­manni

Dag­blað­ið Was­hington Post komst á spjöld sög­unn­ar á dög­unum fyrir að gefa út yfir­lýs­ingu þar sem hvatt er til að heim­ild­ar­maður þeirra sé sóttur til saka. Blaðið gengur jafn­vel svo langt að hvetja hann að koma aftur til Banda­ríkj­anna til að horfast í augu við eigin afbrot og taka afleið­ing­un­um. Hann eigi að vera til­bú­inn að standa fyrir framan jafn­ingja sína í kvið­dómi og verja sig. Í grein­inni segir að það væri vissu­lega í anda þeirra sem stunda borg­ara­lega óhlýðni, að þeir hafi alltaf verið reiðu­búnir að fara í fang­elsi.

Auglýsing

Í öllu falli leggur rit­stjórn blaðs­ins til að stjórn­völd og Snowden kom­ist að ein­hvers konar nið­ur­stöðu eða mála­miðlun um refs­ingu fyrir brot hans. Segja má með sanni að þessi afstaða sé sér­stök í ljósi þess að blaðið birti og not­að­ist við upp­lýs­ingar sem lekið var.

Þessi afstaða Was­hington Post hlýtur að vekja upp margar spurn­ingar innan fjöl­miðla­geirans og hjá blaða­mönn­um. Þetta er sér­stak­lega áhuga­vert fyrir þær sakir að blað­ið vann til Puliz­er-verð­launa í apríl 2014 fyrir umfjöllun byggða á upp­lýs­ingum frá Snowden

Rit­stjórn gegn blaða­mönnum

Edward SnowdenÞetta er ekki í fyrsta skiptið sem rit­stjórn blaðs­ins lýsir yfir áhyggjum sínum vegna upp­lýs­inga­leka Snowdens. Í júlí 2013, mán­uði eftir lek­ann, birtist rit­stjórn­ar­grein þar sem hug­leitt var hvernig hægt væri að stöðva upp­lýs­inga­lek­ann til þess að hags­munum Banda­ríkj­anna yrði ekki ógnað frek­ar. Og þrátt fyrir að við­ur­kenna að sumar upp­lýs­ing­anna varði almanna­hags­muni, eins og njósnir yfir­valda á almennum borg­ur­um, þá virt­ust áhyggj­urnar bein­ast að hinum gögnum sem Snowden tók.

Hin þrjú blöðin sem birt hafa mikið af þeim gögnum sem Snowden lak hafa komið fram og stutt hann op­in­ber­lega. Þetta eru blöð­in InterceptNew York Times og Guar­dian en þau hafa beðið banda­rísk yfir­völd að leyfa honum að snúa aftur án þess að eiga yfir höfði sér ákæru. 

Ný bíó­mynd um Snowden

Edward Snowden er sá sem um ræðir en hann er einn fræg­asti upp­ljóstr­ari nútím­ans. Hann lak gögnum um viða­mikið eft­ir­lit banda­rískra yfir­valda með þegnum sínum í júní 2013 en hann vann á þeim tíma hjá Þjóðar­ör­ygg­is­stofnun Banda­ríkj­anna, NSA, sem hafði eft­ir­lit með síma- og net­notkun í tæp­lega tvö­hund­ruð lönd­um. Ekki er vitað nákvæm­lega hversu yfir­grips­miklar upp­lýs­ing­arnar voru sem Snowden lak en skjölin hlaupa á tugum þús­unda og hafa að geyma upp­lýs­ingar um bresku, banda­rísku og áströlsku leyni­þjón­ust­una. 

Eftir frum­sýn­ingu kvik­myndar Oli­ver Stone um Edward Snowden, sem nefn­ist ein­fald­lega Snowden, hafa mann­rétt­inda­sam­tök­in, Amnesty International, efnt til netá­kalls. Þau krefj­ast þess að Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, veiti Edward Snowden sak­ar­upp­gjöf en hann heldur nú til í Rúss­land­i. Mega ekki verja sig

Njósn­a­lögin (e. the Espionage Act) eru lög frá árinu 1917 sem notuð eru í dag til að ákæra upp­ljóstr­ara fyrir að deila óop­in­berum gögn­um. Vand­inn sem upp­ljóstr­arar standa frammi fyrir þegar þeir eru ákærðir er að þeir geta ekki borið fyrir sig þeirri vörn að upp­ljóstr­unin hafi verið í almanna­þág­u. 

Jeffrey Sterling, Thomas Drake, Chelsea Manning og Julian Assange.

Jef­frey Alex­and­er Sterl­ing er einn þess­ara upp­ljóstr­ara. Hann er banda­rískur lög­fræð­ingur og fyr­ir­ver­andi starfs­mað­ur CIA, leyni­þjón­ustu Banda­ríkj­anna. Hann var dæmdur fyrir að brjóta títt­nefnd njósn­a­lög með því að leka upp­lýs­ingum um aðgerðir stjórn­valda þar í landi til að grafa undan kjarn­orku­stefnu ann­arra landa. 

Thom­as Drake, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri hjá Þjóðar­ör­ygg­is­stofnun Banda­ríkj­anna (NSA), var ákærður fyrir að brjóta njósn­a­lög­in. Hann hélt því aftur á móti fram að hann væri ofsóttur fyrir að efast um gagn­semi svo­kall­aðar Trail­blaz­er-að­gerð­ar NSA. Hann var þó aðeins dæmdur fyrir smá­vægi­leg brot og hefur hann æ síðan verið aðgerð­ar­sinni sem mót­mælir eft­ir­lits­stefnu stjórn­valda. 

Chel­sea Mann­ing er fyrr­ver­andi her­maður sem heims­byggðin hefur fylgst með síðan hún lak leyni­legum gögnum um stíðið í Íran og Afganistan á síð­una Wiki­Leaks. Hún var dæmd í júlí 2013 fyrir meðal ann­ars að brjóta njósn­a­lögin og situr nú 35 ára dóm­inn af sér. Hún komst nýver­ið í frétt­irnar fyrir að fara í hung­ur­verk­fall til að mót­mæla slæmri með­ferð í fang­elsi.

Julian Paul Assange er ástr­alskur for­rit­ari og blaða­maður sem er frægastur fyrir að stofna leka­síð­una Wiki­Leaks. Hann er einnig eft­ir­lýstur í Banda­ríkj­unum fyrir margs konar brot, meðal ann­ars fyrir að aðstoða Chel­sea Mann­ing, og rann­sókn yfir Assange stendur enn yfir. Hann dvelur nú í sendi­ráði Ekvador í London en hann á yfir höfði sér ákæru fyr­ir nauðgun í Sví­þjóð. Yfir­völd í Sví­þjóð hafa ekki séð sér fært að lofa að fram­selja hann ekki til Banda­ríkj­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None