Fleiri ferðamenn á næstu þremur árum en komu á 59 ára tímabili

Ferðamenn á Íslandi árið 2019 verða milljón fleiri en þeir voru í ár. Mikil þörf er á fjárfestingu í innviðum og á sátt um gjaldtöku. Og fjórar af hverjum tíu gistinóttum hérlendis eru óskráðar.

í hvaða átt ætlum við með ferðaþjónustuna okkar? Á Ísland að verða Djöflaeyja eða Draumaland ferðamannsins? Þessu veltir Greiningardeild Arion banka fyrir sér í nýrri skýrslu.
í hvaða átt ætlum við með ferðaþjónustuna okkar? Á Ísland að verða Djöflaeyja eða Draumaland ferðamannsins? Þessu veltir Greiningardeild Arion banka fyrir sér í nýrri skýrslu.
Auglýsing

Það munu fleiri ferða­menn koma til Íslands á níu ára tíma­bili - frá byrjun árs 2008 og til loka þess sem nú stendur yfir - en gerðu það frá byrjun árs 1949 og út árið 2007. Auk þess er búist við því að jafn­margir ferða­menn komi til Íslands á næstu þremur árum - frá næstu ára­mótum og til loka 2019 - og gerðu það á síð­ustu níu árum. Í ár munu ferða­menn verða um 1,7 millj­ónir tals­ins, á því næsta um 2,2 millj­ón­ir, um 2,5 millj­ónir árið 2018 og 2,75 millj­ónir árið 2019. Þetta kemur fram í árlegri ferða­þjón­ustu­út­tekt Grein­ing­ar­deild­ar­ ­Arion banka sem birt var í dag.

Því má búast við að ferða­menn­irnir sem heim­sæki landið okkar verði rúm­lega einni milljón fleiri árið 2019 en þeir voru í ár. Fyrir þá sem efast um þessa spá má benda á að fyrri spár Grein­ing­ar­deildar Arion banka um fjölgun ferða­manna hafa nær alltaf verið van­á­ætl­að­ar. Haustið 2014 spáði hún til að mynda að ferða­menn hér­lendis yrðu 1,2 millj­ónir í ár. Þeir verða, að öllum lík­ind­um, hálfri milljón fleiri.

En sem komið er hefur Íslandi gengið ágæt­lega að takast á við þessa miklu fjölg­un. Þar skiptir eðli­lega máli að aukin ferða­þjón­usta hefur leyst flest efna­hags­leg vanda­mál sem þjóðin glímdi við eftir hrun­ið. Atvinnu­leysi er horf­ið, hag­vöxtur er mik­ill, fjár­fest­ing hefur stór­auk­ist og er komin nær hlut­falls­legu með­al­tali síð­ustu ára­tuga og óskuld­settur gjald­eyr­is­forði þjóð­ar­innar hefur stór­auk­ist. Í ár er búist við því að ferða­þjón­usta skili svip­uðu í útflutn­ings­tekjur og ál og sjáv­ar­af­urðir sam­an­lagt. Hún mun lík­ast til verða um tíu pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu. Til sam­an­burðar var hún 4,5 pró­sent af henni árið 2010.

Auglýsing

Þótt ferða­menn­irn­ir, og flestir Íslend­ing­ar, séu enn sem komið er ánægðir með þessa þróun þá er ljóst að margar áskor­anir eru fram undan til að skera úr hvort Ísland verði „Drauma­land“ eða „Djöfla­eyja“ ferða­manna, eins og Grein­ing­ar­deild Arion banka stillir málum upp. Mjög brýnt er að ráð­ast í víð­tækar fjár­fest­ingar í innviðum og nauð­syn­legt að ná sam­stöðu um gjald­töku. Sem allra fyrst.

Fjöl­margir áhættu­þættir

Það er ekki sjálf­sagt eða nátt­úru­legt að ferða­mönnum haldi bara áfram að fjölga. Nokkrir skýrir áhættu­þættir eru til staðar sem geta haft skyndi­leg áhrif á fjölda þeirra. Sá aug­ljós­asti er sam­dráttur í flug­fram­boði. Í skýrslu Arion banka er bent á að árið 2005 hafi tvö flug­fé­lög flogið reglu­lega til og frá Íslandi, Icelandair og hið sál­uga Iceland Express. Fimm árum síðar voru þau tvo enn alls­ráð­andi á mark­aðnum og SAS hafði bæst í hóp­inn. Í ár fljúga hins vegar fjórtán flug­fé­lög reglu­lega til og frá Íslandi. Sú gríð­ar­lega aukn­ing á fram­boði er megin ástæða þess að ferða­mönnum hefur fjölgað hér­lendis jafn mikið og raun ber vitni.

Eldgos, líkt og það sem varð í Holuhrauni, geta verið prýðileg auglýsing fyrir Ísland. En stærri náttúruhamfarir gætu haft neikvæð áhrif á vilja ferðamanna til að koma hingað.Í skýrsl­unni er bent á að nátt­úru­ham­farir - sem Íslend­ingar þekkja vel - geti haft skyndi­leg nei­kvæð áhrif á ferða­þjón­ustu og er bent á borg­ina Christc­urch á Nýja-­Sjá­landi, sem er með svip­aðan íbúa­fjölda og Ísland, sem dæmi. Hún var mjög stór ferða­manna­borð en nokkrir stórir jarð­skjálftar riðu yfir hana á árunum 2010 til 2012. Síðan þá hefur ferða­mönnum til borg­ar­innar fækkað mik­ið.

Þar er þó einnig tekið saman að flest lönd sem hafa upp­lifað mik­inn og skyndi­legan sam­drátt í tekjum af ferða­mönnum eru lönd sem eru stríðs­hrjáð, glíma við versn­andi örygg­is­á­stand og óstöð­ug­leika. Í því sam­hengi má nefna lönd eins og Sýr­land, Úkra­ínu, Tún­is, Egypta­land og Venes­ú­ela sem dæmi. Ísland glímir auð­vitað ekki við neinn slíkan vanda.

Þá er bent á að það sé þol­mörk á ágangi á nátt­úru, að heima­menn hafi sín þol­mörk gagn­vart fjölda ferða­manna og auð­vitað þol­mörk inn­viða.

Ferða­manna­straum­ur­inn skapar nefni­lega veru­lega aukið álag á vega­kerfið og á ýmsa þjón­ustu á borð við lög­gæslu og heil­brigð­is­kerf­ið. Þótt fjár­fest­ing hér­lendis hafi náð lang­tíma­með­al­tali sínu aftur eftir að hafa verið undir því frá árinu 2008 þá er það fyrst og síð­ast vegna atvinnu­vega­fjár­fest­inga. Fjár­fest­ing hins opin­bera og fjár­fest­ing í íbúð­ar­hús­næði er enn langt frá sínu lang­tíma­með­al­tali. Sem dæmi má nefna að árið 2015 var fjár­fest­ing í vegum og brúm helm­ingi minni en hún var árið 1995.

Grein­ing­ar­deild Arion banka áætlar að upp­söfnuð þörf á fjár­fest­ingum í vega­kerf­inu, miðað við fjölgun bif­reiða sem nota það, sé yfir 23 millj­arðar króna á tíma­bil­inu 2011-2015.  

Grein­inga­deildin bendir einnig á að sam­hliða aukn­ingu ferða­manna sem koma til Íslands sé að eiga sér sam­dráttur í inn­an­lands­flugi. Hún veltir upp þeirri spurn­ingu hvort ekki ætti að efla inn­an­lands­flug frá Kefla­vík­ur­flug­velli til að dreifa ferða­mönnum betur um land­ið.

Styrk­ing krónu ekki orðin vanda­mál

Þeir þættir sem geta einnig haft áhrif á fjölda þeirra ferða­manna sem koma hingað til lands eru til að mynda breyttar efna­hags­að­stæður í heima­löndum þeirra. Þannig er til að mynda Brexit - útganga Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu - áhyggju­efni ef sú aðgerð leiðir til sam­dráttar í Bret­landi líkt og spáð er. Ástæða er sú að 19 pró­sent ferða­manna sem koma til Íslands koma frá Bret­landi og hlutur lands­ins í íslenskum þjón­ustu­út­flutn­ingi í fyrra var ell­efu pró­sent.

Aukið inn­flæði gjald­eyris vegna ferða­manna hefur styrkt íslensku krón­una veru­lega að und­an­förnum og hafa margir lýst áhyggjum af því að hún sé að verða of sterk. Aðstæður útflutn­ings­fyr­ir­tækja muni versna of mikið vegna þessa auk þess sem Ísland verði ein­fald­lega of dýrt fyrir ferða­menn.

Grein­ing­ar­deildin segir hins vegar að engin merki séu sjá­an­leg, að minnsta kost enn sem komið er, um að sterk króna hafi áhrif á komur og útgjöld ferða­manna. Aðrir þættir virð­ast hafa mun meiri áhrif á fjölda þeirra en gjald­mið­il­inn, líkt og greint var frá hér að ofan.

42 pró­sent gistinótta óskráðar

Það er oft haft á orði í almennri umræðu að hér sé hættu­leg áhersla lögð á allt of hraða upp­bygg­ingu hót­ela. Varla megi sjást gras­bali í námunda við mið­borg­ina þá sé byrjað að reisa þar nýtt hót­el. 

Hröð uppbygging hótela í miðbörg Reykjavíkur er mörgum áhyggjuefni. Engin merki útlánabólu sjást hins vegar.Sam­kvæmt skýrslu Arion banka fer því þó fjarri að um offjár­fest­ingu sé að ræða. Þvert á móti séu lítil merki um útlána­bólu í ferða­þjón­ustu og vöxtur skulda í geir­anum er lít­ill miðað við vöxt umsvifa hans. Eigið fé og rekstr­ar­hagn­aður ferða­þjón­ustu hefur enda vaxið mjög hratt á síð­ustu árum og því nýt­ist það til fjár­fest­inga. Enn er þó mikil þörf á að fjölga hót­el­her­bergjum og áætl­anir eru uppi um að byggja um 2.500 ný slík á allra næstu árum. Þau duga varla til að mæta ætl­aðri fjölgun ferða­manna.

Í skýrsl­unni er bent á að lang­flest hót­el­her­bergi - og besta nýt­ing þeirra - sé á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þar kemur einnig fram að með­al­verð á gist­ingu í Reykja­vík hefur hækkað um tæp 40 pró­sent á þremur árum. Þrátt fyrir það er með­al­verð á gist­ingu enn í með­al­lagi miðað við evr­ópskar stór­borg­ir.

Athygli vekur að 42 pró­sent gistinótta voru óskráðar á árinu 2015. Þar er fyrst og síð­ast um að ræða gist­ingu í deili­hag­kerf­inu og þá sér­stak­lega í gegnum Air­bnb. Fjöldi þeirra gisti­rýma sem eru í boði í gegnum þá þjón­ustu hefur líka vaxið mjög hratt á und­an­förnum árum. Í júlí 2016 voru 3.079 slík skráð, sem er 726 fleiri en voru skráð ell­efu mán­uðum áður.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None