Fimm hugmyndir um gjaldtöku af ferðamönnum

Ýmislegt hefur verið rætt þegar kemur að því hvernig eigi að láta ferðamenn greiða fyrir dvöl sína hér á landi. Færra hefur verið gert.

Ferðamenn
Auglýsing

Ýmsar hug­myndir hafa verið uppi und­an­farin ár um það með hvaða hætti eigi að haga gjald­töku af ferða­mönnum sem hingað til lands koma, og hvort eigi að gera nokkuð sér­tækt yfir höf­uð.

Kjarn­inn tók saman nokkrar hug­myndir stjórn­mála­manna und­an­far­inna ára, en aðeins ein þeirra er komin til fram­kvæmda þótt talað hafi verið um það í mörg ár að gjald­taka blasi við.

Þær leiðir sem kom­ist hafa til umræðu á opin­berum vett­vangi eru til dæmis vega­toll­ar, gistin­átta­gjald, nátt­úrupassi, komu- og brott­far­ar­gjöld og bíla­stæða­gjöld. Hér að neðan er tæpt á stöðu þess­ara mála og þeim hug­myndum sem búa að baki.

  1. Bíla­stæða­gjöld. Nú er í vinnslu frum­varp sem á að gefa rík­inu og sveit­ar­fé­lögum auknar heim­ildir til þess að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í dreif­býli. Sveit­ar­fé­lög munu þannig geta lagt á bíla­stæða­gjöld á vin­sælum ferða­manna­stöðum og munu fá óskertar tekjur af þeim, en þeim yrði skylt að verja tekj­unum í upp­bygg­ingu á þjón­ustu sem teng­ist við­kom­andi stað. Með þessum hætti gætu sveit­ar­fé­lög inn­heimt tals­verðar tekj­ur. 

  2. Vega­toll­ar. Jón Gunn­ars­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra hefur ljáð máls á þeim mögu­leika að taka upp vega­tolla á helstu sam­göngu­æðum inn og út úr Reykja­vík og á völdum leiðum utan Reykja­vík­ur. Jón hefur meðal ann­ars sagt að fyrst og fremst sé horft til þess að ferða­menn sem koma til Íslands borgi fyrir aðgang að vega­kerf­inu, enda hefur gríð­ar­legur fjöldi þeirra haft sitt að segja um versn­andi ástand vega. Á móti myndu þeir sem nota veg­ina mjög mikið myndu borga mjög lága upp­hæð í hvert skipt­i. 

    Auglýsing
  3. Komu- eða brott­far­ar­gjöld. Komu­gjöld eða brott­far­ar­gjöld væri hægt að leggja á alla sem til lands­ins koma. Mörg nágranna­lönd Íslands hafa ýmist skoðað að fara þá leið eða gert það. Þannig yrði gjald lagt á flug­miða eða aðra far­miða. Icelandair hefur lýst yfir óánægju með þessar hug­myndir og sagt þessi gjöld hafa veru­leg áhrif á eft­ir­spurn. Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar hafa hins vegar verið jákvæð gagn­vart því að koma þessum gjöldum á, að minnsta kosti yfir sum­ar­tím­ann. 

  4. Nátt­úrupassi. Ein fræg­asta til­raunin til að ná í tekjur af auknum straumi ferða­manna var nátt­úrupass­inn. Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra í síð­ustu rík­is­stjórn, lagði fram frum­varp um að ein­stak­lingar yfir 18 ára aldri þyrfti að kaupa sér nátt­úrupassa til að heim­sækja ferða­manna­staði á Íslandi. Pass­inn átti að kosta 1.500 krónur og gilda í þrjú ár. Skemmst er frá því að segja að hug­myndin átti ekki upp á pall­borðið víða, og var mikið gagn­rýnd af aðilum í ferða­þjón­ustu og stjórn­mála­mönnum úr öllum flokk­um. 
  5. Hærra gistin­átta­gjald. Eina málið sem búið er að hrinda í fram­kvæmd, en frá og með fyrsta sept­em­ber næst­kom­andi verður gistin­átta­skattur 300 krónur á hverja selda nótt, í stað 100 króna nú. Sveit­ar­fé­lög hafa óskað eftir því að meiri­hlut­inn af þessu gjaldi fari til þess sveit­ar­fé­lags sem gist­ingin er í, en það hefur ekki hlotið hljóm­grunn hjá stjórn­völd­um. Eftir að lög um opin­ber fjár­mál voru sam­þykkt er stefnt að því að allar skatt­tekjur af þessu tagi fari beint í rík­is­sjóð og engar tekjur séu mark­aðar ákveðnum verk­efn­um. 

Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None