#ferðaþjónusta#stjórnmál

Fimm hugmyndir um gjaldtöku af ferðamönnum

Ýmislegt hefur verið rætt þegar kemur að því hvernig eigi að láta ferðamenn greiða fyrir dvöl sína hér á landi. Færra hefur verið gert.

Ýmsar hug­myndir hafa verið uppi und­an­farin ár um það með hvaða hætti eigi að haga gjald­töku af ferða­mönnum sem hingað til lands koma, og hvort eigi að gera nokkuð sér­tækt yfir höf­uð.

Kjarn­inn tók saman nokkrar hug­myndir stjórn­mála­manna und­an­far­inna ára, en aðeins ein þeirra er komin til fram­kvæmda þótt talað hafi verið um það í mörg ár að gjald­taka blasi við.

Þær leiðir sem kom­ist hafa til umræðu á opin­berum vett­vangi eru til dæmis vega­toll­ar, gistin­átta­gjald, nátt­úrupassi, komu- og brott­far­ar­gjöld og bíla­stæða­gjöld. Hér að neðan er tæpt á stöðu þess­ara mála og þeim hug­myndum sem búa að baki.

  1. Bíla­stæða­gjöld. Nú er í vinnslu frum­varp sem á að gefa rík­inu og sveit­ar­fé­lögum auknar heim­ildir til þess að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í dreif­býli. Sveit­ar­fé­lög munu þannig geta lagt á bíla­stæða­gjöld á vin­sælum ferða­manna­stöðum og munu fá óskertar tekjur af þeim, en þeim yrði skylt að verja tekj­unum í upp­bygg­ingu á þjón­ustu sem teng­ist við­kom­andi stað. Með þessum hætti gætu sveit­ar­fé­lög inn­heimt tals­verðar tekj­ur. 

  2. Vega­toll­ar. Jón Gunn­ars­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra hefur ljáð máls á þeim mögu­leika að taka upp vega­tolla á helstu sam­göngu­æðum inn og út úr Reykja­vík og á völdum leiðum utan Reykja­vík­ur. Jón hefur meðal ann­ars sagt að fyrst og fremst sé horft til þess að ferða­menn sem koma til Íslands borgi fyrir aðgang að vega­kerf­inu, enda hefur gríð­ar­legur fjöldi þeirra haft sitt að segja um versn­andi ástand vega. Á móti myndu þeir sem nota veg­ina mjög mikið myndu borga mjög lága upp­hæð í hvert skipt­i. 

    Auglýsing
  3. Komu- eða brott­far­ar­gjöld. Komu­gjöld eða brott­far­ar­gjöld væri hægt að leggja á alla sem til lands­ins koma. Mörg nágranna­lönd Íslands hafa ýmist skoðað að fara þá leið eða gert það. Þannig yrði gjald lagt á flug­miða eða aðra far­miða. Icelandair hefur lýst yfir óánægju með þessar hug­myndir og sagt þessi gjöld hafa veru­leg áhrif á eft­ir­spurn. Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar hafa hins vegar verið jákvæð gagn­vart því að koma þessum gjöldum á, að minnsta kosti yfir sum­ar­tím­ann. 

  4. Nátt­úrupassi. Ein fræg­asta til­raunin til að ná í tekjur af auknum straumi ferða­manna var nátt­úrupass­inn. Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra í síð­ustu rík­is­stjórn, lagði fram frum­varp um að ein­stak­lingar yfir 18 ára aldri þyrfti að kaupa sér nátt­úrupassa til að heim­sækja ferða­manna­staði á Íslandi. Pass­inn átti að kosta 1.500 krónur og gilda í þrjú ár. Skemmst er frá því að segja að hug­myndin átti ekki upp á pall­borðið víða, og var mikið gagn­rýnd af aðilum í ferða­þjón­ustu og stjórn­mála­mönnum úr öllum flokk­um. 
  5. Hærra gistin­átta­gjald. Eina málið sem búið er að hrinda í fram­kvæmd, en frá og með fyrsta sept­em­ber næst­kom­andi verður gistin­átta­skattur 300 krónur á hverja selda nótt, í stað 100 króna nú. Sveit­ar­fé­lög hafa óskað eftir því að meiri­hlut­inn af þessu gjaldi fari til þess sveit­ar­fé­lags sem gist­ingin er í, en það hefur ekki hlotið hljóm­grunn hjá stjórn­völd­um. Eftir að lög um opin­ber fjár­mál voru sam­þykkt er stefnt að því að allar skatt­tekjur af þessu tagi fari beint í rík­is­sjóð og engar tekjur séu mark­aðar ákveðnum verk­efn­um. 

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Siri talar ekki enn íslensku.
Viltu vinna við íslensku hjá Amazon?
Amazon leitar að íslenskufræðingi með forritunarkunnáttu til að búa til íslenskt raddstýringarkerfi.
30. mars 2017 kl. 11:30
Margrét Erla Maack
Haltu kjafti, vertu sæt og skemmtu okkur
30. mars 2017 kl. 10:00
Látum hann hafa boltann
Gylfi Þór Sigurðsson, 27 ára gamall Hafnfirðingur, er kominn í hóp allra bestu leikmanna sem Ísland hefur átt. Líklega hefur enginn leikmaður í sögunni spilað jafn vel með landsliðinu.
30. mars 2017 kl. 9:00
Segja að mistök hafi átt sér stað við mengunarmælingar í Helguvík
Orkurannsóknir ehf. sem annast umhverfisvöktun við verksmiðju United Silicon í Helguvík segja að fyrri mælingar sem gefnar hafa verið út um innihald efna í ryksýnum í nágrenni við verksmiðjuna sé úr öllu samhengi við raunverulega losun frá United Silicon.
30. mars 2017 kl. 8:06
Höfuðstöðvar Arion Banka í Borgartúni í Reykjavík.
Hlutur í Arion banka sagður seldur á undirverði
Verðmat sem unnið var fyrir lífeyrissjóði sýnir að Arion banki gæti staði undir hærra verði.
30. mars 2017 kl. 8:00
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, undirritar bréf sitt til Donalds Tusk, forseta Evrópuráðsins, í Downingstræti 10 á þriðjudag.
May sótti um skilnað fyrir hönd Breta
„Takk fyrir og bless,“ sagði Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, þegar hann tók við bréfi frá forsætisráðherra Bretlands í Brussel. Frá og með deginum í dag eru tvö ár þar til Bretland yfirgefur Evrópusambandið.
29. mars 2017 kl. 21:00
Ágúst og Lýður nefndir í drögunum
Viðskiptaflétturnar sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur nú svipt hulunni af teygðu anga sína til aflandseyja.
29. mars 2017 kl. 19:43
Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson: Hvorki ríkissjóður né almenningur verr settir
ÓIafur Ólafsson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu rannsóknarnefndar um blekkingar við kaup á Búnaðarbankanum. Hann hafnar því að hagnaður hans hafi verið vegna blekkinga.
29. mars 2017 kl. 17:11
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar