Fylgi Framsóknar sveiflast ekki eftir endurkomu Sigmundar Davíðs

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu um að fylgi Framsóknarflokksins hafi hækkað þegar Sigmundur Davíð snéri aftur í stjórnmál.

Gunnar Bragi Sveinsson ráðherra
Auglýsing

 „„Í dag er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn búinn að vera meira og minna í kringum tíu pró­sent­in. Munum það að þegar Sig­mundur vék frá­ og fór í sitt leyfi datt það niður í sex eða sjö pró­sent en er komið aftur upp.“

Er það þá ekki Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra sem hefur byggt það upp aft­ur?

„Eða að Sig­mundur er kom­inn aft­ur.““ 

Þetta hér að ofan voru orða­skipti í föstu­dags­við­tali Frétta­blaðs­ins síð­ast­lið­inn ­föstu­dag, á milli Gunn­ars Braga Sveins­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, og blaða­manns. Kjarn­inn ákvað að kanna hvort sú full­yrð­ing Gunn­ars Braga, að fylg­i Fram­sókn­ar­flokks­ins hafi auk­ist við end­ur­komu Sig­mundar Dav­íðs, á við rök að styðj­ast.

Atburða­rás­in ­sem varð til þess að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son sagði af sér­ ­sem for­sæt­is­ráð­herra náði hámarki í byrjun apr­íl. Sunnu­dags­kvöldið 3. apríl var sýndur sér­stakur Kast­ljóss­þátt­ur um Panama­skjöl­in, þar sem greint var frá eign­ar­haldi Sig­mund­ar Da­víðs og Önnu Sig­ur­laugar Páls­dóttur á félag­inu Wintr­is. ­Stærstu mót­mæli Íslands­sög­unnar fylgdu í kjöl­far þátt­ar­ins og 5. apríl var til­kynnt að Sig­mundur Davíð hefði ákveðið að ­segja af sér for­sæt­is­ráð­herra­emb­ætt­inu. 7. apríl tók síð­an ­rík­is­stjórn Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar við af rík­is­stjórn­ ­Sig­mundar Dav­íðs. Degi síð­ar, föstu­dag­inn 8. apríl hélt ­Sig­mundur Davíð sína síð­ustu ræðu í þing­inu.

Auglýsing

Það var svo þann 25. júlí sem Sig­mundur Davíð sendi bréf á flokks­menn í Fram­sókn­ar­flokknum og til­kynnti um vænt­an­lega end­ur­komu sína í stjórn­mál­in. „Á næst­unni mun ég því aftur hefja fulla þát­töku í stjórn­mála­bar­átt­unni. Það mun vekja við­brögð. Látið það ekki slá ykkur út af lag­in­u.“ 

Fylgi Fram­sóknar frá upp­ljóstr­unum

MMR og Gallup gera flestar skoð­ana­kann­anir á fylgi flokka. Bæði fyr­ir­tæki gerðu kann­anir strax fyrstu dag­ana eftir Pana­ma­upp­ljóstr­an­irn­ar. Sam­kvæmt könn­unum MMR fór fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins úr 12,4% um miðjan mars niður í 8,7% 6.apr­íl. Fylgið hafði hins vegar strax farið upp í 11,5% í lok apríl og var á milli 9,2 og 11,4 pró­sent fram í byrjun júlí. Þá tók fylgið dýfu niður í 6,4 pró­sent, og fór svo upp í 8,3 pró­sent þann 22. júlí. Það var nokkrum dögum áður en Sig­mundur Davíð til­kynnti um end­ur­komu sína. Eina könn­unin sem gerð hefur verið hjá MMR eftir að Sig­mundur Davíð steig aftur inn í stjórn­málin var í lok ágúst, og sýndi 10,6% stuðn­ing við Fram­sókn­ar­flokks­ins. 

Þegar kann­anir Gallup eru skoð­aðar sést að fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins tók dýfu skömmu eftir að Sig­mundur Davíð hafði sagt af sér, og fór niður í 6,9 pró­sent. Það var hins vegar strax komið upp í 10,5 pró­sent í lok apríl og hefur síðan þá ekki farið niður fyrir níu pró­sent. 

­Með því að skoða kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar stærð­fræð­ings fæst ein besta myndin af skoð­ana­könn­un­um, þar sem teknar eru saman skoð­ana­kann­anir og þeim gefið vægi eftir því hversu næmur könn­un­ar­að­il­inn og aðferðir hans eru. Sam­kvæmt kosn­inga­spánni hefur fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins í raun sveifl­ast lítið á tíma­bil­inu, frá því að það lækk­aði úr 12,3 pró­sentum þann 1. apríl niður í 9,3 pró­sent þann 7. apríl og svo 8,8 pró­sent 13. apr­íl. Síðan þá hefur það verið á bil­inu 8,5 til 10,3 pró­sent. 

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar

Sjá má af þessum fylgiskönn­unum að fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins minnk­aði strax í kjöl­far Wintris-­máls­ins en jókst aðeins á nýjan leik eftir að Sig­urður Ingi Jóhanns­son tók við. Það hefur svo verið upp og nið­ur, en hvergi er að finna neinar óvenju­legar sveiflur eftir að Sig­mundur Davíð snéri aftur í stjórn­mál­in. Þaðan af síður að fylgið hafi verið fast í 6-7 pró­sentum en hafi farið upp í 10 pró­sent stöðug eftir að hann kom aft­ur. 

Það er því nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar að Gunnar Bragi fari með fleip­ur. Ertu með ábend­ingu fyrir Stað­reynda­vakt Kjarn­ans? Sendu hana á sta­dreynda­vakt­in@kjarn­inn.­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
Kjarninn 6. október 2022
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
„Íslendingar eiga langt í land“ með jöfnuð atkvæðavægis eftir búsetu
Frumvarp sem formaður Viðreisnar mælti fyrir á þingi í september myndi eyða misvægi atkvæða milli bæði flokka og kjördæma, eins og kostur er. Ólafur Þ. Harðarson telur að þingið ætti að samþykkja breytingarnar.
Kjarninn 6. október 2022
Fóru inn í tölvupósta Sólveigar Önnu og Viðars
Þá starfandi formaður Eflingar hafði aðgang að tölvupósthólfum fyrirrennara síns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðars Þorsteinssonar, frá því í janúar á þessu ári og fram í apríl.
Kjarninn 6. október 2022
Hallarekstur SÁÁ stefnir í 450 milljónir
Færri innlagnir, færri meðferðir við ópíóðafíkn og sumarlokanir verður staðan hjá SÁÁ á næsta ári miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Samtökin áætla að rekstrargrunnur samtakanna verði vanfjármagnaður um 450 milljónir króna á næsta ári.
Kjarninn 6. október 2022
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin
None