FBI staðfesti mat CIA á því að Rússar hafi haft áhrif á kosningarnar

Rússneskir tölvuhakkarar eru sagðir hafa haft bein áhrif á gang mála í aðdraganda kosninganna í Bandaríkjunum 8. nóvember. Markmiðið hafi verið að styrkja stöðu Donalds Trump.

CIA
Auglýsing

Alrík­is­lög­reglan í Banda­ríkj­un­um, FBI, hefur stað­fest mat leyni­þjón­ustu Banda­ríkj­anna, CIA, á því að rúss­neskir tölvu­hakk­arar hafi haft áhrif á gang kosn­ing­anna í Banda­ríkj­unum með tölvu­árás­unum og leka á gögnum sem þeir komust yfir. 

Þetta sta­festi FBI í dag, en CIA birti yfir­lýs­ingu um málið í síð­ustu viku þar sem óyggj­andi sann­anir voru sagðar vera til fyrir því að tölvu­árás­ir, meðal ann­ars í aðdrag­anda árs­funds Repúblik­ana og einnig á tölvu­póst John Pedista, sem stýrði fram­boði Hill­ary Clint­on. Gögnum frá honum var lekið til Wiki­leaks sem birti tölu­vpósta sem sköð­uðu fram­boð Hill­ary.

Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, lét hafa eftir sér í við­tali við NPR í gær, að Banda­ríkin muni rann­saka málin í þaula og bregð­ast við. Tíma­setn­ing verði ákveðin af Banda­ríkj­unum og líka til hvaða ráð­staf­ana verði grip­ið. 

Auglýsing

Don­ald J. Trump, nýkjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna, hefur sagt hann telji upp­lýs­ing­arnar sem CIA vísar til, vera „dellu“ og að hann trúi þeim ekki. Hann hefur slegið þær útaf borð­inu og sagt að ekk­ert hafi gerst sem hafi skipti máli fyrir kosn­ing­arn­ar. Sam­kvæmt frétt Was­hington Post í dag, kemur fram John Brenn­an, sem stýrir CIA, hafi hitt Jim Comey, for­stjóra FBI, og að þeir hafi verið sam­mála um að upp­lýs­ing­arnar um að Rússar hafi verið með putt­ann í tölvu­árásum í aðdrag­anda kosn­ing­anna, væru bæði réttar og alvar­leg­ar. Hafa upp­lýs­ing­arnar enn­fremur bent til þess að Vladímir Pútín, for­seti Rúss­lands, og nán­ustu banda­menn hans, hafi búið yfir vit­neskju um árás­irnar og heim­ilað þær sér­stak­lega. 

Mark­miðið með árás­unum hafi verið að styrkja stöðu Trumps gagn­vart Hill­ary, og ýta undir mögu­leika hans á sigri.

Brennan sagði að teymi starfs­manna stofn­anna Banda­ríkj­anna myndi nú halda áfram rann­sóknum sín­um, til að draga fram enn betur hvað hefði raun­veru­lega gengið á. Í kjöl­farið yrði síðan skýrsla sent til æðstu ráða­manna, sem tækju ákvarð­anir um við­brögð.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None