FBI staðfesti mat CIA á því að Rússar hafi haft áhrif á kosningarnar

Rússneskir tölvuhakkarar eru sagðir hafa haft bein áhrif á gang mála í aðdraganda kosninganna í Bandaríkjunum 8. nóvember. Markmiðið hafi verið að styrkja stöðu Donalds Trump.

CIA
Auglýsing

Alríkislögreglan í Bandaríkjunum, FBI, hefur staðfest mat leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, á því að rússneskir tölvuhakkarar hafi haft áhrif á gang kosninganna í Bandaríkjunum með tölvuárásunum og leka á gögnum sem þeir komust yfir. 

Þetta stafesti FBI í dag, en CIA birti yfirlýsingu um málið í síðustu viku þar sem óyggjandi sannanir voru sagðar vera til fyrir því að tölvuárásir, meðal annars í aðdraganda ársfunds Repúblikana og einnig á tölvupóst John Pedista, sem stýrði framboði Hillary Clinton. Gögnum frá honum var lekið til Wikileaks sem birti töluvpósta sem sköðuðu framboð Hillary.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, lét hafa eftir sér í viðtali við NPR í gær, að Bandaríkin muni rannsaka málin í þaula og bregðast við. Tímasetning verði ákveðin af Bandaríkjunum og líka til hvaða ráðstafana verði gripið. 

Auglýsing

Donald J. Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur sagt hann telji upplýsingarnar sem CIA vísar til, vera „dellu“ og að hann trúi þeim ekki. Hann hefur slegið þær útaf borðinu og sagt að ekkert hafi gerst sem hafi skipti máli fyrir kosningarnar. 


Samkvæmt frétt Washington Post í dag, kemur fram John Brennan, sem stýrir CIA, hafi hitt Jim Comey, forstjóra FBI, og að þeir hafi verið sammála um að upplýsingarnar um að Rússar hafi verið með puttann í tölvuárásum í aðdraganda kosninganna, væru bæði réttar og alvarlegar. Hafa upplýsingarnar ennfremur bent til þess að Vladímir Pútín, forseti Rússlands, og nánustu bandamenn hans, hafi búið yfir vitneskju um árásirnar og heimilað þær sérstaklega. 

Markmiðið með árásunum hafi verið að styrkja stöðu Trumps gagnvart Hillary, og ýta undir möguleika hans á sigri.

Brennan sagði að teymi starfsmanna stofnanna Bandaríkjanna myndi nú halda áfram rannsóknum sínum, til að draga fram enn betur hvað hefði raunverulega gengið á. Í kjölfarið yrði síðan skýrsla sent til æðstu ráðamanna, sem tækju ákvarðanir um viðbrögð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None