FBI staðfesti mat CIA á því að Rússar hafi haft áhrif á kosningarnar

Rússneskir tölvuhakkarar eru sagðir hafa haft bein áhrif á gang mála í aðdraganda kosninganna í Bandaríkjunum 8. nóvember. Markmiðið hafi verið að styrkja stöðu Donalds Trump.

CIA
Auglýsing

Alrík­is­lög­reglan í Banda­ríkj­un­um, FBI, hefur stað­fest mat leyni­þjón­ustu Banda­ríkj­anna, CIA, á því að rúss­neskir tölvu­hakk­arar hafi haft áhrif á gang kosn­ing­anna í Banda­ríkj­unum með tölvu­árás­unum og leka á gögnum sem þeir komust yfir. 

Þetta sta­festi FBI í dag, en CIA birti yfir­lýs­ingu um málið í síð­ustu viku þar sem óyggj­andi sann­anir voru sagðar vera til fyrir því að tölvu­árás­ir, meðal ann­ars í aðdrag­anda árs­funds Repúblik­ana og einnig á tölvu­póst John Pedista, sem stýrði fram­boði Hill­ary Clint­on. Gögnum frá honum var lekið til Wiki­leaks sem birti tölu­vpósta sem sköð­uðu fram­boð Hill­ary.

Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, lét hafa eftir sér í við­tali við NPR í gær, að Banda­ríkin muni rann­saka málin í þaula og bregð­ast við. Tíma­setn­ing verði ákveðin af Banda­ríkj­unum og líka til hvaða ráð­staf­ana verði grip­ið. 

Auglýsing

Don­ald J. Trump, nýkjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna, hefur sagt hann telji upp­lýs­ing­arnar sem CIA vísar til, vera „dellu“ og að hann trúi þeim ekki. Hann hefur slegið þær útaf borð­inu og sagt að ekk­ert hafi gerst sem hafi skipti máli fyrir kosn­ing­arn­ar. Sam­kvæmt frétt Was­hington Post í dag, kemur fram John Brenn­an, sem stýrir CIA, hafi hitt Jim Comey, for­stjóra FBI, og að þeir hafi verið sam­mála um að upp­lýs­ing­arnar um að Rússar hafi verið með putt­ann í tölvu­árásum í aðdrag­anda kosn­ing­anna, væru bæði réttar og alvar­leg­ar. Hafa upp­lýs­ing­arnar enn­fremur bent til þess að Vladímir Pútín, for­seti Rúss­lands, og nán­ustu banda­menn hans, hafi búið yfir vit­neskju um árás­irnar og heim­ilað þær sér­stak­lega. 

Mark­miðið með árás­unum hafi verið að styrkja stöðu Trumps gagn­vart Hill­ary, og ýta undir mögu­leika hans á sigri.

Brennan sagði að teymi starfs­manna stofn­anna Banda­ríkj­anna myndi nú halda áfram rann­sóknum sín­um, til að draga fram enn betur hvað hefði raun­veru­lega gengið á. Í kjöl­farið yrði síðan skýrsla sent til æðstu ráða­manna, sem tækju ákvarð­anir um við­brögð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None