Ratcliffe eignast hlut í fleiri jörðum í Vopnafirði

Jim Ratcliffe breski auðkýfingurinn á nú nærri 90 prósent hlut í veiðifélaginu Streng ehf. sem er með Selá og Hofsá í Vopnafirði á leigu. Auk þess á Strengur sex jarðir í Vopnafirði en Ratcliffe á nú þegar hlut í þrjátíu jörðum í Vopnafirði.

Jim Ratcliffe
Auglýsing

Breski auð­jöf­ur­inn Jim Ratcliffe hefur keypt eign­ar­halds­fé­lagið Græna­þing af Jóhann­esi Krist­ins­syni, fjár­festi. Með þessum kaupum á Ratcliffe 86,7 pró­sent hlut í veiði­fé­lag­inu Streng ehf. sem er með Selá og Hofsá í Vopna­firði á leig­u. ­Strengur ehf. á sex jarðir í Vopna­firði að hluta eða öllu leyti auk nýlegs veiði­hót­els við Sel­á. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.  

Á nú hlut í yfir þrjá­tíu jörðum í Vopna­firði

Ratclif­fe er einn stærsti land­eig­and­inn á Íslandi en hann hefur fest kaup á jörðum í Vopna­firði og Þistil­firði undir því yfir­skini að hann vilji vernda villta laxa­stofna við Atl­ants­haf. Við Kaup Ratclif­fes á öllum eign­ar­hlut Jóhann­esar í Græna­þingi eign­ast hann hlut í enn fleiri jörðum en hann hefur áður átt í Vopna­firði en þær voru um 30 fyr­ir. Græna­þing á helm­ing­inn í jörð­inni Fremri-Nýp, fimmt­ung í Hauks­stöðum og 42,86 pró­senta hlut í jörð­inni Þor­valds­stöð­um.

Sam­kvæmt Frétta­blað­inu var til­kynnt um kaupin á fundi í veiði­fé­lag­inu í síð­ustu viku. Gísli Stef­áns­son, fram­kvæmda­stjóri Strengs, stað­festi að þetta hefði átt sér stað en vildi að öðru leyti ekki ræða þessi við­skipti.

Auglýsing

Rík­asti maður Bret­lands

Jim Ratcliffe er rík­­­asti maður Bret­lands árið 2018 ­sam­­kvæmt úttekt The Sunday Times. Alls eru eignir hans metnar á 21,1 millj­­arð punda eða tæpa þrjú þús­und millj­­arða króna. Ratcliffe hefur verið umsvifa­­mik­ill á Íslandi en hann keypti til að mynda stóran eign­­ar­hlut í Gríms­­stöðum á fjöllum í lok árs 2016 auk þess sem hann hefur keypt upp jarðir í Vopna­­firði í grennd við gjöf­ular lax­ár, meðal ann­­ars Selá og Hofs­á. Þegar Ratcliffe keypti Gríms­­staði á sínum tíma sendi hann frá sér yfir­­lýs­ingu sem í stóð að á Gríms­­­stöðum væri vatna­­­svið mik­il­vægra lax­veiðiáa á Norð­aust­­­ur­landi og að kaupin á land­inu væru þáttur í því að venda villta laxa­­­stofna við Atl­ants­haf. 

Annar stór jarða­kaup­andi í Vopna­firði hefur verið fjár­festir­inn Jóhannes Krist­ins­son. Jóhannes átti einka­hluta­fé­lagið Græna­þing sem átti rúm­lega helm­ing­inn, 52,67 pró­sent, í veiði­fé­lag­inu Streng. Jóhannes selur allt hluta­féð til Rat­clif­fes. Ratcliffe átti fyrir 34 pró­sent í veiði­fé­lag­inu Streng í gegnum félagið Fálka­þing. Hagn­aður Strengs í fyrra nam einni milljón króna sam­kvæmt árs­reikn­ingi. Þar kemur einnig fram að eignir félags­ins séu um 955 millj­ónir króna og eigið fé um 400 millj­ón­ir.

Í umfjöllun Frétta­blaðs­ins kemur fram að ekki náð­ist í Jóhannes Krist­ins­son við vinnslu frétt­ar­innar og því er ekki vitað nákvæm­lega hversu margar jarðir hafi skipt um hendur milli hans og Ratclif­fes. Ekki er heldur vitað hver verð­mið­inn á Græna­þingi ehf. var í þess­ari sölu.

Áhyggjur vegna jarða­kaupa erlendra aðila hér á landi

Í umfjöllun Frétta­blaðs­ins kemur fram að heima­menn eystra hafa áður lýst því hvernig til­raunir breska auð­kýf­ings­ins til að kaupa jarðir á svæð­inu hafi fram­kallað deilur innan fjöl­skyldna um hvort selja eigi jarð­irnar eða ekki. Oftar en ekki hafi lög­fræði­skrif­stofur eða fast­eigna­sölur sent eig­endum jarða kauptil­boð frá ónefndum erlendum aðila.

Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra í sam­tali við Morg­un­blaðið í júlí á þessu ári.að full ástæða væri til að bregð­ast við áhyggjum fólks af jarða­kaupum erlendra aðila hér á landi. „Ég veit að margir, þar á með­­al­ er­­lendir aðil­­ar, hafa keypt jarðir í gegnum félög eða með því að kaupa hluti í félögum sem eiga jarð­­ir. Lög­­in heim­ila það. Það væri mög­u­­legt að kveða á um það í lögum að það yrð­i að liggja fyrir hvaða ein­stak­l­ing­ar eiga félög­in, telji menn að það skipt­i ­máli í sjálfu sér. Fyrir því eru for­­dæmi eins og varð­andi eign­­ar­hald á flug­­­fé­lög­um, en það er mjög sér­­stakt ­for­­dæmi,“ sagði Sig­ríð­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent