Allar breytingartillögur stjórnarandstöðunnar felldar

Allar breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar voru samþykktar í 2. umræðu fjárlaga í gær en öllum tillögum stjórnarandstöðuflokkanna var hafnað. Samfylkingin og Píratar hafa gagnrýnt niðurstöðu umræðunnar.

Alþingi - Janúar 2018
Auglýsing

Allar breyt­ing­ar­til­lögur að fjár­lögum sem lagðar voru fram af stjórn­ar­and­stöðu­flokkum voru felldar í annarri umræðu um fjár­lög á Alþingi í gær. Þing­flokk­ar ­Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Pírata, Mið­flokks­ins og flokki fólks­ins lögðu allir fram sínar breyt­ing­ar­til­lögur við fjár­laga­frum­varpið en allar þær til­lögur voru felldar í atkvæða­greiðslu Alþingis í gær. All­ar breyt­ing­­ar­til­lög­ur meiri­hluta fjár­­laga­­nefnd­ar við fjár­­laga­frum­varpið voru hins vegar sam­þykktar og fer frum­varpið því til fjár­laga­nefndar en þriðja umræða fer fram á Al­þingi í dag. 

Breyt­ing­ar­til­lögur meiri­hlut­ans gagn­rýndar

Nokkuð hef­ur verið deilt um fjár­­laga­frum­varpið að und­an­­förnu og breyt­ing­­ar­til­lög­ur meiri­hlut­ans en gagn­rýni hefur meðal ann­ars komið frá Alþýðu­sam­bandi Íslands en mið­stjórn Alþýðu­sam­­bands Íslands sak­aði meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar Al­þing­is um að reka „óá­­­byrga rík­­is­fjár­­­mála­­stefn­u,“ á fjöl­miðla­fundi í síð­ustu viku. Gagn­rýn­is­raddir varð­andi breyt­ing­ar­til­lög­urnar hafa einnig borist frá­ ­Ör­yrkja­banda­lag­inu, SÁÁ og stjórn­ar­and­stöðu­flokk­un­um.

Meðal þeirra breyt­ing­ar­til­laga sem felldar voru í gær má nefna til­lögu Mið­flokks­ins um að veita Krabba­meins­fé­lagi Íslands fimm­tíu millj­ónir króna. Allar sautján til­lögur Sam­fylk­ing­ar­innar voru felldar þar á meðal til­lögur um hækkun á barna­bótum og vaxta­bótum um tvo millj­arða til hvors mála­flokks ásamt öllum til­lögum Pírata sem m.a. sneru að afnámi krónu á móti krónu skerð­ingu og leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs í 12 mán­uð­i.  

Auglýsing

Gagn­rýna að rík­is­stjórnin hafn­aði öllum breyt­ing­ar­til­lögum nema sínum eigin

Sam­fylk­ingin hefur gagn­rýnt stefnu rík­is­stjórn­ar­innar er við kemur fjár­lög­unum og í til­kynn­ingu frá flokknum segir að fjár­laga­frum­varpið tryggir hvorki félags­legan né efna­hags­legan stöð­ug­leika og van­rækir félags­lega inn­viði. „Stefna rík­is­stjórn­ar­innar er óábyrg og ósjálf­bær og lætur byrð­arnar á þá sem minnst hafa á milli hand­anna þegar kreppir að og hlífir breiðu bök­un­um. Ekk­ert er gert til að mæta kröfum verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og tryggja rétt­læti“ segir jafn­framt í til­kynn­ingu frá flokkn­um. Logi Einarsson„Það var slá­andi að sjá rík­is­stjórn­ina fella hverja góða til­lög­una á eftir annarri. Aukin fram­lög í barna- og vaxta­bætur líka, hærri stofn­fram­lög, aukn­ing til öryrkja og aldr­aðra, hækkun til SÁÁ var felld, hóf­legar við­bætur til hjúkr­un­ar­heim­ila, skóla, þró­un­ar­sam­vinn­u o.s.frv. Rík­is­stjórnin kaus frekar lækkun til öryrkja og aldr­aðra, lægri hús­næð­is­stuðn­ing, lægri fram­lög til fram­halds­skól­anna og auð­vitað lægri veiði­gjöld“ segir Logi Ein­ars­son 

Þing­flokkur Pírata gagn­rýndi einnig nið­ur­stöðu umræð­unnar í gær­kvöldi og segir nið­ur­stöð­una hafa verið fyr­ir­sjá­an­lega, í Face­book-­færslu þing­flokks­ins í gær­kvöldi. Í færsl­unni gagn­rýna þeir jafn­framt að allar breyt­ing­ar­til­lög­ur ­stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ana voru felldar án skoð­un­ar, „Það er greini­legt að rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri grænna ætlar engu að breyta til að efla traust til stjórn­mál­anna.“ 

Allar breyt­inga­til­lögur Pírata við fjár­lögin voru felldar í dag. Rétt í þessu lauk atkvæða­greiðslu um fjár­lög næsta árs...

Posted by Þing­flokkur Pírata on Wed­nes­day, Novem­ber 21, 2018Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent