Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, á söluhæstu bókina í Pennanum Eymundsson um þessar mundir. Bókin Kaupthinking – Bankinn sem átti sig sjálfur hefur selst betur en allar aðrar bækur en næst á eftir Kaupthinking koma nýjar bækur Arnalds Indriðasonar (Stúlkan hjá brúnni) og Yrsu Sigurðardóttur (Brúðan).
Bók Þórðar Snæs byggir á ítarlegri rannsóknarvinnu yfir margra ára tímabil og eru birtar í bókinni upplýsingar sem ekki hafa verið opinberaðar áður, meðal annars úr rannsóknargögnum, tölvupóstum og símhlerunum.
Metsölulisti vikunnar kom heldur betur á óvart en þar var jólabókarisunum tveimur, Arnaldi og Yrsu, skákað af glænýrri...
Posted by Penninn Eymundsson on Wednesday, November 21, 2018
Þetta er fjórða bókin sem starfsmenn Kjarnans senda frá sér á skömmum tíma og þriðja rannsóknarblaðamennskubókin.
Magnús Halldórsson og Þórður Snær Júlíusson gáfu út bókina Ísland ehf. – auðmenn og áhrif eftir hrun árið 2013 og Bára Huld Beck gaf út Þjáningarfrelsið – Óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla ásamt Auði Jónsdóttur og Steinunni Stefánsdóttur fyrr á árinu.