Vilja koma á fót kynjavakt

Nokkrir þingmenn VG leggja til að koma á kynjavakt sem geri úttekt á því hvort og hvernig kyn hefur áhrif á aðkomu að ákvarðanatöku innan þingsins og hvernig ályktunum Alþingis og aðgerðaáætlunum ríkisstjórna í jafnréttismálum hefur verið framfylgt.

Kynjajafnrétti
Auglýsing

Til­laga til þings­á­lykt­unar um kynja­vakt Alþingis er nú til umræðu á þing­in­u. Lagt er til koma á fót kynja­vakt, sem geri úttekt á því hvort og hvernig kyn hefur áhrif á aðkomu að ákvarð­ana­töku innan Alþing­is, hvernig álykt­unum þings­ins og aðgerða­á­ætl­unum rík­is­stjórna í jafn­rétt­is­málum hefur verið fram­fylgt og skoði næmi Alþingis fyrir ólíkri stöðu kynj­anna sam­kvæmt kyn­næmum vísum Alþjóða­þing­manna­sam­bands­ins.

Fyrsti flutn­ings­maður er Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­maður Vinstri grænna, en aðrir flutn­ings­menn eru allir úr VG.

Í til­lög­unni kemur fram að til að tryggja fjöl­breytt sjón­ar­mið skuli þátt­tak­endur í kynja­vakt Alþingis koma úr ólíkum átt­um. „Að vinn­unni komi bæði full­trúar stjórnar og stjórn­ar­and­stöðu, karlar og kon­ur. Full­trúi skrif­stofu Alþingis sitji í hópn­um, sem og full­trúi starfs­manna Alþing­is. Haft verði sam­ráð við jafn­réttis­nefnd skrif­stofu Alþing­is.“

Auglýsing

Segir jafn­framt í til­lög­unni að kynja­vaktin skuli skila for­seta Alþingis skýrslu fyrir 1. apríl ár hvert og for­seti leggja skýrsl­una fyrir Alþingi. Fyrstu skýrsl­unni verði skilað fyrir 1. des­em­ber á næsta ári. Lagt er til að sér­stak­lega verði könnuð vinnu­staða­menn­ing Alþingis með til­liti til sam­skipta kynj­anna.

Ekki bara fjöld­inn sem skiptir máli

Í grein­ar­gerð­inni með til­lög­unni kemur fram að konur séu aðeins 23,4 pró­sent þeirra sem sæti eiga á þjóð­þingum heims­ins. Þótt staðan sé betri hvað þetta varðar á Alþingi sé full þörf á að gera úttekt á kynja­jafn­rétti innan Alþing­is. Enn fremur kemur fram að Alþjóða­þing­manna­sam­bandið hafi gefið út vísa til þjóð­þinga sem gera þeim kleift að meta kynja­jafn­rétti innan þeirra. Þar sé tekið til­lit til fleiri þátta en fjölda kvenna og karla og greint hvort bæði konur og karlar eigi aðild að ákvarð­ana­töku á öllum stigum og séu virkir þátt­tak­end­ur.

„Fjöl­mörg þjóð­þing hafa tekið upp slíka kynja­vakt sem fylgist með jafn­rétti kynj­anna. Í Finn­landi er sér­stök nefnd að störfum á vegum þings­ins í þessum mál­um.

Alþingi hefur á und­an­förnum árum sam­þykkt ýmsar stefnur og aðgerða­á­ætl­anir í jafn­rétt­is­mál­um. Nokkuð hefur þó skort á eft­ir­fylgni. Nefna má að fram­kvæmda­á­ætlun í jafn­rétt­is­málum rann út vorið 2015, en ný var ekki sam­þykkt fyrr en í sept­em­ber 2016. Þá hefur ekki verið gerð heild­stæð aðgerða­á­ætlun gegn kyn­bundnu ofbeldi síðan árið 2011,“ segir í grein­ar­gerð­inn­i. 

Kynja­vakt­inni er ætlað að meta stöð­una í þessum efnum og fylgja eftir þegar með þarf, svo og að greina aðstöðu kynj­anna til að hafa áhrif og gera úttekt á þeim reglum og lögum sem í gildi eru varð­andi jafn­rétti kynj­anna. Í grein­ar­gerð­inni segir að nauð­syn­legt sé að Alþingi fylgist betur með þróun þessa mála­flokks en nú er. Alþingi sendi á síð­asta ári full­trúa á fund kvenna­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna í New York í fyrsta sinn frá hruni. Þar hafi glögg­lega komið fram hve vægi kynja­jafn­réttis er mik­il­vægt á vett­vangi Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Staða starfs­fólks Alþingis önnur en staða þing­manna

„Ís­land stendur sig að mörgu leyti vel á þessum vett­vangi og er á ákveð­inn hátt til fyr­ir­mynd­ar, ásamt því að styðja bar­áttu þeirra kvenna sem eiga í vök að verj­ast vegna fátækt­ar, stríðs­átaka, karl­rembu og ýmis­legs fleira. Ísland hefur því að nokkru tví­þætt hlut­verk, að vera til fyr­ir­myndar og sækja um leið fram, ásamt því að koma öðrum til varnar og aðstoð­ar.

Hvað skrif­stof­una varðar er mik­il­vægt að fylgj­ast með fram­gangi í starfi og kynja­skipt­ingu í ólíkum störfum á vett­vangi þings­ins. Í þeim efnum er mik­il­vægt að byggja á því starfi sem unnið er innan jafn­réttis­nefndar skrif­stofu Alþing­is. Staða starfs­fólks er nokkuð önnur en staða þing­manna og um það gilda önnur lög og reglur sem geta t.d. haft bein áhrif á skyldur skrif­stof­unnar til að gæta jafn­ræðis kynja í ráðn­ingum o.fl. Kyn­næmir vísar Alþjóða­þing­manna­sam­bands­ins (IPU) taka þó til þings­ins alls, bæði til Alþingis sem lýð­ræð­is­vett­vangs og lög­gjaf­ar­sam­kundu sem og til skrif­stofu Alþingis sem vinnu­staðar opin­berra starfs­manna,“ segir í grein­ar­gerð­inn­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Pawel Bartoszek
Fargjaldatekjur sannarlega mælikvarði á hagkvæmni
Kjarninn 30. október 2020
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt
Samgöngustofa segir að þær sóttvarnaráðstafanir sem fylgja ferðalögum á milli landa í dag séu ekki tilefni til að losa Icelandair undan bótaskyldu samkvæmt Evrópureglugerðum ef flugi er aflýst með skömmum fyrirvara. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.
Kjarninn 30. október 2020
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent