Kjarninn hefur sett í loftið nýjan skoðanavettvang sem nefnist Leslistinn. Hugmyndin er að búa til umræðuvettvang – þar sem ægir saman fólk úr ýmsum áttum – með ólíka nálgun, mismunandi skoðanir, sérfræðiþekkingu og áhugamál.
Von Kjarnans er að á þessum vettvangi myndist farvegur fyrir umræðu sem er dýpri og með hærri gæðastuðli en annars staðar.
Þannig geti þátttakendur á vettvangnum – og aðrir sem vilja svara þeim með því að senda inn svargreinar – gert það með því að takast á með uppbyggilegri rökræðu.
Þannig takist jafnframt líka að rjúfa bergmálshelli samfélagsmiðla með því að halda á lofti fleiri skoðunum og vinklum en aðeins þeim sem algorythmar samfélagsmiðla halda umræðunni í.
Öllum þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í að skrifa á Leslistann er frjálst að hafa samband við ritstjorn@kjarninn.is.