Olíuverð hefur hríðfallið í dag, og nemur lækkunin tæplega 8 prósentum, þegar horft er til verðs á tunnunni af hráolíu. Það er nú 50,3 Bandaríkjadalir, en fyrir rúmum sex vikum fór það yfir 80 Bandaríkjadali.
Á vef Wall Street Journal segir að aukin framleiðsla í Sádí-Arabíu, og liðkun fyrir olíuviðskiptum Íran, hafi leitt til þess framboð hafi aukist umtalsvert, og því hafi heimsmarkaðsverðið lækkað skarpt að undanförnu.
Hlutabréfaverð hefur einnig fallið nokkuð í Bandaríkjunum að undanförnu, og hélt sú þróun áfram í dag. S&P 500 vísitalan er nú neikvæð um rúmlega 6 prósent fyrir síðustu tólf mánuði, en vísitalan lækkaði um 0,66 prósent í dag.
Brent crude #oil price plunges below $60 per barrel for 1st time in more than a year - down 30% in just 7 weeks... https://t.co/ZvFtLkyQsT @chris1reuters pic.twitter.com/G5ppIjQUHw
— Mike Dolan (@reutersMikeD) November 23, 2018
Í umfjöllun Wall Street Journal kemur fram að horfur í heimsbúskapnum hafi versnað, og útlit fyrir minni hagvöxt en áður var talið.
Lækkun olíuverðsins hefur sínar góðu hliðar, og er ein þeirra sú að Ísland nýtur góðs af lágu olíuverði. Lækkunin að undanförnu ætti að draga úr verðbólguþrýstingi og flugiðnaðurinn nýtur einnig góðs af lágu olíuverði.