Forsætisnefnd segir Ásmund ekki hafa brotið reglur með akstri sínum

Endurgreiðslur vegna aksturs þingmanna verður ekki rannsakaður og engar upplýsingar né gögn eru til staðar sem sýni að refsiverð háttsemi, sem eigi að kæra til lögreglu, hafi átt sé stað.

Björn Leví Ásmundur Friðriksson
Auglýsing

Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði til staðar fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiddum aksturskostnaði þingmanna. Þá hefur forsætisnefnd komist að þeirri niðurstöðu að sú athugun sem þegar hefur farið fram á endurgreiddum aksturskostnaði Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, ásamt skýringum Ásmundar á akstrinum, „leiði til þess að ekkert hafi komi fram sem gefi til kynna að hátterni hans hafi verið andstætt siðareglum fyrir alþingismenn“.

Nefndin telur einnig að ekki hafi komið fram neinar upplýsingar eða gögn sem sýni að til staðar sé grunur um að refsiverð háttsemi hafi átt sér stað við fram settar kröfur um endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar sem kæra beri sem meint brot til lögreglu. Þetta kemur fram í svari forsætisnefndar við erindi Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Undir það skrifar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.

Björn Leví skilaði inn end­ur­teknu erindi til for­sætis­nefndar í lok október þar sem kom fram að teldi að rann­saka þurfi allar end­ur­greiðslu­færslur á akst­urs­kostn­aði þing­manna. Í þetta skipt­ið bað hann sér­stak­lega um að end­ur­greiðslur á akst­urs­kostn­aði Ásmundar Frið­riks­son­ar, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, verði rann­sak­að­ar.

Auglýsing
Tölu­verð umræða var um málið fyrr á árinu í fjöl­miðlum en Ás­mundur fékk 4,6 millj­­ónir króna end­­ur­greiddar vegna akst­­­ur­s­­­kostn­aðar í fyrra. Það þýðir að hann fékk um 385 þús­und krónur á mán­uði í end­­­ur­greiðslu úr rík­­­is­­­sjóði vegna keyrslu sinn­­­ar. Alls keyrði Ásmundur 47.644 kíló­­metra í fyrra, og fékk end­­ur­greitt frá rík­­inu vegna kostn­aðar fyrir þann akst­­ur.

Forsætisnefnd sendi Ásmundi Friðrikssyni bréf vegna málsins sem hann svaraði 23. nóvember síðastliðinn. Þar hafnar hann því sem hann kallar aðdróttanir Björns Levís. Ásmundur hafnar því einnig með öllu að hann hafi misnotað aðstöðu sína með því að leggja fram misvísandi reikninga eða reikninga vegna persónulegs aksturs. „Ásakanir um fjársvik eru rangar. Ég hef gert grein fyrir ferðum mínum í hvert sinn eins og fylgt þar í einu og öllu reglum um þingfararkostnað, vinnureglum skrifstofu Alþingis og leiðbeiningum um endurgreiðslu ferðakostnaðar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent