Ásmundur endurgreiddi þinginu 178 þúsund krónur vegna ferða með tökufólki ÍNN

Þingmaður Sjálfstæðisflokks endurgreiddi kostnað sem hann hafði fengið endurgreiddan vegna ferða sem hann fór um kjördæmi sitt með tökufólki frá sjónvarpsstöðinni ÍNN, sem gerðu sjónvarpsþátt um ferðirnar.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Auglýsing

Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, end­ur­greiddi skrif­stofu Alþingis 178 þús­und krónur vegna ferða sem honum hafði verið end­ur­greiddar á síð­asta ári. Þetta gerði hann vegna þess að honum hafi orðið það ljóst „að það gæti orkað tví­mælis að blanda saman ferðum mínum um kjör­dæmið og ferðum á sama tíma með töku­fólki ÍNN“.

Ás­mundur segir að hann hafi gert þetta að eigin frum­kvæði „til þess að eng­inn vafi léki á því að rétt væri að stað­ið, enda vil ég alltaf koma rétt og heið­ar­lega fram“.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi Ásmundar til for­sætis­nefndar sem sent var 23. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn.

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í dag að for­sætis­nefnd Alþingis telur ekki skil­yrði til staðar fyrir því að fram fari almenn rann­sókn á end­ur­greiddum akst­urs­kostn­aði þing­manna. Þá hefur for­sætis­nefnd kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að sú athugum þegar hefur farið fram á end­ur­greiddum akst­urs­kostn­aði Ásmundar ásamt skýr­ingum Ásmundar á akstr­in­um, „leiði til þess að ekk­ert hafi komi fram sem gefi til kynna að hátt­erni hans hafi verið and­stætt siða­reglum fyrir alþing­is­menn“.

Auglýsing
Nefndin telur einnig að ekki hafi komið fram neinar upp­lýs­ingar eða gögn sem sýni að til staðar sé grunur um að refsi­verð hátt­semi hafi átt sér stað við fram settar kröfur um end­ur­greiðslur vegna akst­urs­kostn­aðar sem kæra beri sem meint brot til lög­reglu. Þetta kemur fram í svari for­sætis­nefndar við erindi Björns Levís Gunn­ars­son­ar, þing­manns Pírata. Undir það skrifar Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is.

Taldi sig vera að slá tvær flugur í einu höggi

Í byrjun febr­­úar 2018 svar­aði for­­seti Alþing­is fyr­ir­­­spurn Björns Leví Gunn­­­ar­s­­­sonar, þing­­­manns Pírat­­­ar, um akst­­­ur­s­­­kostn­að. Í svari for­­­seta var greint frá því hversu háar greiðslur þeir tíu þing­­­menn sem fengu hæstu skatt­­lausu end­­­ur­greiðsl­­­urnar þáðu á síð­­­­­ustu fimm árum. Ekki var hins vegar greint frá nafni þeirra. Í töl­unum mátti þó sjá að fjórir þing­­menn sem þáðu hæstu end­­ur­greiðsl­­urnar fengu sam­tals 14 millj­­ónir króna, eða tæp­­lega helm­ing allra end­­ur­greiðslna vegna akst­­urs.

Skömmu síðar opin­ber­aði Ásmundur í við­tali að hann væri sá sem hefði þegið hæstu greiðsl­­urn­­ar. Upp­gef­inn akstur hans var 47.644 kíló­metrar á einu ári. Hann fékk alls 4,6 millj­ónir króna end­ur­greidd­ar, eða 385 þús­und krónur að með­al­tali á mán­uði, vegna keyrslu sinn­ar. Á meðal þess sem kom í ljós var að Ásmundur hafði fengið end­ur­greiðslur vegna ferða sem hann fór með töku­fólki af sjón­varps­stöð­inni ÍNN, sem var að taka upp sjón­varps­þætti um ferðir hans.

Auglýsing
Í bréfi Ásmundar segir að hann vilji upp­lýsa að eftir Kast­ljós­þátt á RÚV þann 14. febr­úar 2018 hafi honum orðið ljóst að það gæti orkað tví­mælis að blanda saman ferðum sínum um kjör­dæmið og ferðum á sama tíma með töku­fólki ÍNN. „Það er rétt að benda á að ég sem þing­maður þáði ekki laun sem þátta­stjórn­andi hjá ÍNN. Var ég þar í sömu stöðu og þing­menn allra flokka sem tóku að sér þátta­gerð hjá ÍNN á þessum tíma og þáðu ekki laun fyr­ir. Ákveðið var að þættir mínir væru teknir víða í kjör­dæmi mínu og ræddi ég við áhuga­verða við­mæl­end­ur, kynnti þá og kjör­dæmið í leið­inni. Ég leit þanngi á að ég væri að slá tvær flugur í einu höggi; nýta ferð í þágu þing­starfa til að vinna að þátta­gerð­inni sam­hliða.

Slíkt orkar tví­mæl­is. Vegna þess og að eigin frum­kvæði, greiddi ég því skrif­stofu Alþingis til baka þann 19. febr­úar sl. 178.000 kr. vegna ferða sem mér höfðu verið end­ur­greiddar til þess að eng­inn vafi léki á því að rétt væri að stað­ið, enda vil ég alltaf koma rétt og heið­ar­lega fram.“

Í nið­ur­lagi bréfs­ins segir Ásmundur að það sé rangt að halda því fram að hann fylgi ekki eða hafi ekki fylgt settum reglum þegar kæmi að ferða­kostn­aði vegna þing­starfa. „Það er sárt að sitja undir inni­halds­lausum ásök­unum um óheið­ar­leika. Síend­ur­teknar dylgjur af þv´itagi munu ekki koma í veg fyrir að ég haldi áfram að sinna starfi mínu sem þing­maður og halda trúnað við íbúa Suð­ur­kjör­dæm­is, eins og lands­ins alls.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent