Ásmundur endurgreiddi þinginu 178 þúsund krónur vegna ferða með tökufólki ÍNN

Þingmaður Sjálfstæðisflokks endurgreiddi kostnað sem hann hafði fengið endurgreiddan vegna ferða sem hann fór um kjördæmi sitt með tökufólki frá sjónvarpsstöðinni ÍNN, sem gerðu sjónvarpsþátt um ferðirnar.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Auglýsing

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, endurgreiddi skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur vegna ferða sem honum hafði verið endurgreiddar á síðasta ári. Þetta gerði hann vegna þess að honum hafi orðið það ljóst „að það gæti orkað tvímælis að blanda saman ferðum mínum um kjördæmið og ferðum á sama tíma með tökufólki ÍNN“.

Ásmundur segir að hann hafi gert þetta að eigin frumkvæði „til þess að enginn vafi léki á því að rétt væri að staðið, enda vil ég alltaf koma rétt og heiðarlega fram“.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi Ásmundar til forsætisnefndar sem sent var 23. nóvember síðastliðinn.

Kjarninn greindi frá því fyrr í dag að forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði til staðar fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiddum aksturskostnaði þingmanna. Þá hefur forsætisnefnd komist að þeirri niðurstöðu að sú athugum þegar hefur farið fram á endurgreiddum aksturskostnaði Ásmundar ásamt skýringum Ásmundar á akstrinum, „leiði til þess að ekkert hafi komi fram sem gefi til kynna að hátterni hans hafi verið andstætt siðareglum fyrir alþingismenn“.

Auglýsing
Nefndin telur einnig að ekki hafi komið fram neinar upplýsingar eða gögn sem sýni að til staðar sé grunur um að refsiverð háttsemi hafi átt sér stað við fram settar kröfur um endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar sem kæra beri sem meint brot til lögreglu. Þetta kemur fram í svari forsætisnefndar við erindi Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Undir það skrifar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.

Taldi sig vera að slá tvær flugur í einu höggi

Í byrjun febr­úar 2018 svar­aði for­seti Alþingis fyr­ir­­spurn Björns Leví Gunn­­ar­s­­sonar, þing­­manns Pírat­­ar, um akst­­ur­s­­kostn­að. Í svari for­­seta var greint frá því hversu háar greiðslur þeir tíu þing­­menn sem fengu hæstu skatt­lausu end­­ur­greiðsl­­urnar þáðu á síð­­­ustu fimm árum. Ekki var hins vegar greint frá nafni þeirra. Í töl­unum mátti þó sjá að fjórir þing­menn sem þáðu hæstu end­ur­greiðsl­urnar fengu sam­tals 14 millj­ónir króna, eða tæp­lega helm­ing allra end­ur­greiðslna vegna akst­urs.

Skömmu síðar opin­ber­aði Ásmundur í við­tali að hann væri sá sem hefði þegið hæstu greiðsl­urn­ar. Uppgefinn akstur hans var 47.644 kílómetrar á einu ári. Hann fékk alls 4,6 milljónir króna endurgreiddar, eða 385 þúsund krónur að meðaltali á mánuði, vegna keyrslu sinnar. Á meðal þess sem kom í ljós var að Ásmundur hafði fengið endurgreiðslur vegna ferða sem hann fór með tökufólki af sjónvarpsstöðinni ÍNN, sem var að taka upp sjónvarpsþætti um ferðir hans.

Auglýsing
Í bréfi Ásmundar segir að hann vilji upplýsa að eftir Kastljósþátt á RÚV þann 14. febrúar 2018 hafi honum orðið ljóst að það gæti orkað tvímælis að blanda saman ferðum sínum um kjördæmið og ferðum á sama tíma með tökufólki ÍNN. „Það er rétt að benda á að ég sem þingmaður þáði ekki laun sem þáttastjórnandi hjá ÍNN. Var ég þar í sömu stöðu og þingmenn allra flokka sem tóku að sér þáttagerð hjá ÍNN á þessum tíma og þáðu ekki laun fyrir. Ákveðið var að þættir mínir væru teknir víða í kjördæmi mínu og ræddi ég við áhugaverða viðmælendur, kynnti þá og kjördæmið í leiðinni. Ég leit þanngi á að ég væri að slá tvær flugur í einu höggi; nýta ferð í þágu þingstarfa til að vinna að þáttagerðinni samhliða.

Slíkt orkar tvímælis. Vegna þess og að eigin frumkvæði, greiddi ég því skrifstofu Alþingis til baka þann 19. febrúar sl. 178.000 kr. vegna ferða sem mér höfðu verið endurgreiddar til þess að enginn vafi léki á því að rétt væri að staðið, enda vil ég alltaf koma rétt og heiðarlega fram.“

Í niðurlagi bréfsins segir Ásmundur að það sé rangt að halda því fram að hann fylgi ekki eða hafi ekki fylgt settum reglum þegar kæmi að ferðakostnaði vegna þingstarfa. „Það er sárt að sitja undir innihaldslausum ásökunum um óheiðarleika. Síendurteknar dylgjur af þv´itagi munu ekki koma í veg fyrir að ég haldi áfram að sinna starfi mínu sem þingmaður og halda trúnað við íbúa Suðurkjördæmis, eins og landsins alls.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent