Ísland í 60. sæti í stafvæðingu hins opinbera

Viðskiptaráð Íslands segir frumvarp fjármálaráðherra um rafræna birtingu á álagningu skatta og gjalda vera skref átt til starfrænnar stjórnsýslu en ráðið telur að meginreglan ætti að vera sú að bjóða alla þjónustu hins opinbera stafrænt.

Tölvur
Auglýsing

Efna­hags og við­skipta­nefnd hefur lagt fram breyt­ing­ar­til­lögu við frum­varp fjár­mála­ráð­herra um raf­ræna birt­ingu á álagn­ingu skatta og gjalda. Í breyt­ing­ar­til­lög­unni er lagt til að gengið sé lengri í frum­varp­inu og að stjórn­sýslu­lög sæti heild­rænni end­ur­skoðun með það að mark­miði að skýrt verði að raf­ræn birt­ing sé meg­in­reglan en ekki und­an­tekn­ing þegar kemur að álagn­ingu skatta og gjalda. Í til­lög­unni segir að íslensk stjórn­sýsla hafi sætt gagn­rýni fyrir hversu stutt á veg hún er komin hvað varðar efl­ingu raf­rænnar stjórn­sýslu í sam­an­burði við önnur Norð­ur­lönd.

Við­skipta­ráð telur að ekki sé eftir neinu að bíða

Nefnd­inni barst umsögn frá Við­skipta­ráði Íslands þar sem greint var frá því að ráð­inu þætti frum­varpið vera skref í átt til starfrænnar stjórn­sýslu en að það telji að mögu­legt sé að fara aðra og betri leið í staf­væð­ingu (e. digitalisation) íslenskrar stjórn­sýslu. Við­skipta­ráðið leggur til að breytt verði stjórn­sýslu­lögum að því leyti að stjórn­völdum verði skylt að bjóða ávallt upp á staf­ræna miðlun upp­lýs­inga og þjón­ustu þegar þess er kostur í stað þess að slíkt sé val­kvætt líkt og nú er í lög­um. Meg­in­reglan ætti að vera sú að öll þjón­ustu hins opin­bera ætti að vera boðin staf­rænt nema sér­stak­lega sé kveðið á um annað og það rök­studd sér­stak­lega, segir í umsögn­inni. Við­skipta­ráð hvetur til þess að frum­varpið verði sam­þykkt en kall­ar ­jafn­fram­t  eftir því að farið verði í heild­stæða vinnu við staf­væð­ingu íslenskrar stjórn­sýslu.

Ísland í 60. sæti

Í umsögn Við­skipta­ráðs­ins er fjallað um hversu illa Ísland kemur út í alþjóð­legum sam­an­burði í inn­leið­ingu tækni í opin­berri þjón­ust­u. Í skýrslu WIPO um alþjóð­lega nýsköp­un­ar­getu landa  „Global Innovation Index Report 2018“ er löndum raðað á hverju ári eftir nýsköp­un­ar­getu þeirra og árangri. Í skýrsl­unni er meðal ann­ars skoðað hversu langt lönd eru komin í staf­væð­ingu þjón­ustu hins opin­bera en á þeim lista er Ísland í 60. sæti af 126 sæt­um, í sæti á milli Perú og Bangla­desh. Í umsögn Við­skipta­ráðs segir að lakur árangur hins opin­bera í þessum efnum stingi í stúf við stöðu Íslands þega að það kemur að almennri inn­leið­ingu og notkun á tækni í sam­fé­lag­inu en þar er Ísland í 5.sæti á meðal 125 ríkja.

Mynd: Viðskiptaráð Íslands

Við­skipta­ráð seg­ist fagna því að stjórn­völd hafa lýst því yfir að mark­mið þeirra sé að árið 2020 verði staf­ræn sam­skipti meg­in­sam­skipta­leið borg­ar­ans við hið opin­bera en Við­skipta­ráð telur að til þess að ná mark­mið­inu þurfi stjórn­völd að nálg­ast við­fangs­efnið með heild­stæð­ari hætti en gert er í frum­varpi fjármálaráðherra.

Auglýsing

Kalla eftir heild­rænni skoðun á stjórn­sýslu­lögum

Efna­hags- og við­skipta­nefnd barst einnig umsögn um málið frá Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga en sam­bandið seg­ist styðja frum­varpið en leggur til að for­sæt­is­ráðu­neytið hefji end­ur­skoðun á stjórn­sýslu­lögum svo skýrt sé að allar stjórn­valds­á­kvarð­anir megi birta raf­rænt og að ekki þurfi að til­greina slíkt sér­stak­lega í öðrum lög­um. Í breyt­ing­ar­til­lögu nefnd­ar­innar kemur fram að nefndin taki undir þessar umsagnir Sam­bands­ins og Við­skipta­ráðs og nið­ur­staða nefnd­ar­innar er að betur megi ef duga skuli í þessum mál­um. Nefndin leggur því til að stjórn­sýslu­lög sæti heild­rænni end­ur­skoðun með það að mark­miði að skýrt verði að raf­ræn meg­in­regla en ekki und­an­tekn­ing þegar kemur að álagn­ingu skatta og gjalda.

Rík­is­út­gjöld lækka um 120 millj­ónir á ári.

Í grein­ar­gerð frum­varp­is­ins um raf­ræna birt­ingu kemur fram að kostir raf­væð­ing­ar­innar eru minni rík­is­út­gjöld og aukin hag­ræð­ing. Í frum­varp­inu segir að raf­­rænar til­­kynn­ingar hafi jákvæð fjár­­hags­­leg áhrif í för með sér fyrir ríki og sveit­­ar­­fé­lög. En með því að falla frá skrif­­legum til­­kynn­ingum um álagn­ingu skatta og gjalda þá er talið að útgjöld rík­­is­ins drag­ist saman um 120 millj­­ónir króna á ári. Sú upp­­hæð er sam­an­lagður kostn­aður rík­­is­að­ila af póst­­­burð­­ar­­gjöld­­um. 

Óbein áhrif af breyt­ing­unum eru einnig jákvæð fjár­­hags­­lega, svo sem minna umstang við umsýslu skjala, betra aðgengi að gögnum og hag­­kvæm­­ari vistun af hálfu álagn­ing­­ar­að­ila, ein­stak­l­inga og lög­­að­ila, segir í frum­varp­inu. Einnig er raf­­ræn birt­ing almennt mun ein­fald­­ari í fram­­kvæmd en bréfa­­send­ing­­ar. Sam­­kvæmt því sem segir í frum­varp­inu þá hafa allir skatt­greið­endur hags­muni af þessum breyt­ing­­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra óskaði eftir flýtimeðferð á boðuðu dómsmáli
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur óskað eftir flýtimeðferð á dómsmáli sínu gegn skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá hnekkt úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent