Ísland í 60. sæti í stafvæðingu hins opinbera

Viðskiptaráð Íslands segir frumvarp fjármálaráðherra um rafræna birtingu á álagningu skatta og gjalda vera skref átt til starfrænnar stjórnsýslu en ráðið telur að meginreglan ætti að vera sú að bjóða alla þjónustu hins opinbera stafrænt.

Tölvur
Auglýsing

Efna­hags og við­skipta­nefnd hefur lagt fram breyt­ing­ar­til­lögu við frum­varp fjár­mála­ráð­herra um raf­ræna birt­ingu á álagn­ingu skatta og gjalda. Í breyt­ing­ar­til­lög­unni er lagt til að gengið sé lengri í frum­varp­inu og að stjórn­sýslu­lög sæti heild­rænni end­ur­skoðun með það að mark­miði að skýrt verði að raf­ræn birt­ing sé meg­in­reglan en ekki und­an­tekn­ing þegar kemur að álagn­ingu skatta og gjalda. Í til­lög­unni segir að íslensk stjórn­sýsla hafi sætt gagn­rýni fyrir hversu stutt á veg hún er komin hvað varðar efl­ingu raf­rænnar stjórn­sýslu í sam­an­burði við önnur Norð­ur­lönd.

Við­skipta­ráð telur að ekki sé eftir neinu að bíða

Nefnd­inni barst umsögn frá Við­skipta­ráði Íslands þar sem greint var frá því að ráð­inu þætti frum­varpið vera skref í átt til starfrænnar stjórn­sýslu en að það telji að mögu­legt sé að fara aðra og betri leið í staf­væð­ingu (e. digitalisation) íslenskrar stjórn­sýslu. Við­skipta­ráðið leggur til að breytt verði stjórn­sýslu­lögum að því leyti að stjórn­völdum verði skylt að bjóða ávallt upp á staf­ræna miðlun upp­lýs­inga og þjón­ustu þegar þess er kostur í stað þess að slíkt sé val­kvætt líkt og nú er í lög­um. Meg­in­reglan ætti að vera sú að öll þjón­ustu hins opin­bera ætti að vera boðin staf­rænt nema sér­stak­lega sé kveðið á um annað og það rök­studd sér­stak­lega, segir í umsögn­inni. Við­skipta­ráð hvetur til þess að frum­varpið verði sam­þykkt en kall­ar ­jafn­fram­t  eftir því að farið verði í heild­stæða vinnu við staf­væð­ingu íslenskrar stjórn­sýslu.

Ísland í 60. sæti

Í umsögn Við­skipta­ráðs­ins er fjallað um hversu illa Ísland kemur út í alþjóð­legum sam­an­burði í inn­leið­ingu tækni í opin­berri þjón­ust­u. Í skýrslu WIPO um alþjóð­lega nýsköp­un­ar­getu landa  „Global Innovation Index Report 2018“ er löndum raðað á hverju ári eftir nýsköp­un­ar­getu þeirra og árangri. Í skýrsl­unni er meðal ann­ars skoðað hversu langt lönd eru komin í staf­væð­ingu þjón­ustu hins opin­bera en á þeim lista er Ísland í 60. sæti af 126 sæt­um, í sæti á milli Perú og Bangla­desh. Í umsögn Við­skipta­ráðs segir að lakur árangur hins opin­bera í þessum efnum stingi í stúf við stöðu Íslands þega að það kemur að almennri inn­leið­ingu og notkun á tækni í sam­fé­lag­inu en þar er Ísland í 5.sæti á meðal 125 ríkja.

Mynd: Viðskiptaráð Íslands

Við­skipta­ráð seg­ist fagna því að stjórn­völd hafa lýst því yfir að mark­mið þeirra sé að árið 2020 verði staf­ræn sam­skipti meg­in­sam­skipta­leið borg­ar­ans við hið opin­bera en Við­skipta­ráð telur að til þess að ná mark­mið­inu þurfi stjórn­völd að nálg­ast við­fangs­efnið með heild­stæð­ari hætti en gert er í frum­varpi fjármálaráðherra.

Auglýsing

Kalla eftir heild­rænni skoðun á stjórn­sýslu­lögum

Efna­hags- og við­skipta­nefnd barst einnig umsögn um málið frá Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga en sam­bandið seg­ist styðja frum­varpið en leggur til að for­sæt­is­ráðu­neytið hefji end­ur­skoðun á stjórn­sýslu­lögum svo skýrt sé að allar stjórn­valds­á­kvarð­anir megi birta raf­rænt og að ekki þurfi að til­greina slíkt sér­stak­lega í öðrum lög­um. Í breyt­ing­ar­til­lögu nefnd­ar­innar kemur fram að nefndin taki undir þessar umsagnir Sam­bands­ins og Við­skipta­ráðs og nið­ur­staða nefnd­ar­innar er að betur megi ef duga skuli í þessum mál­um. Nefndin leggur því til að stjórn­sýslu­lög sæti heild­rænni end­ur­skoðun með það að mark­miði að skýrt verði að raf­ræn meg­in­regla en ekki und­an­tekn­ing þegar kemur að álagn­ingu skatta og gjalda.

Rík­is­út­gjöld lækka um 120 millj­ónir á ári.

Í grein­ar­gerð frum­varp­is­ins um raf­ræna birt­ingu kemur fram að kostir raf­væð­ing­ar­innar eru minni rík­is­út­gjöld og aukin hag­ræð­ing. Í frum­varp­inu segir að raf­­rænar til­­kynn­ingar hafi jákvæð fjár­­hags­­leg áhrif í för með sér fyrir ríki og sveit­­ar­­fé­lög. En með því að falla frá skrif­­legum til­­kynn­ingum um álagn­ingu skatta og gjalda þá er talið að útgjöld rík­­is­ins drag­ist saman um 120 millj­­ónir króna á ári. Sú upp­­hæð er sam­an­lagður kostn­aður rík­­is­að­ila af póst­­­burð­­ar­­gjöld­­um. 

Óbein áhrif af breyt­ing­unum eru einnig jákvæð fjár­­hags­­lega, svo sem minna umstang við umsýslu skjala, betra aðgengi að gögnum og hag­­kvæm­­ari vistun af hálfu álagn­ing­­ar­að­ila, ein­stak­l­inga og lög­­að­ila, segir í frum­varp­inu. Einnig er raf­­ræn birt­ing almennt mun ein­fald­­ari í fram­­kvæmd en bréfa­­send­ing­­ar. Sam­­kvæmt því sem segir í frum­varp­inu þá hafa allir skatt­greið­endur hags­muni af þessum breyt­ing­­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Aramco með verðmiðann 205.700.000.000.000
Olíufyrirtæki Aramco verður langsamlega verðmætasta skráða hlutafélag í heiminum. Um 1,5 prósent hlutafjár í félaginu var selt, miðað við verðmiða upp á 1.700 milljarða Bandaríkjadala.
Kjarninn 6. desember 2019
Fyrirmæli gefin um ákæru á hendur Trump
Öll spjót beinast nú að Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Demókratar telja hann hafa brotið svo alvarlega af sér að hann eigi að missa réttinn til að vera forseti.
Kjarninn 5. desember 2019
Icelandair gengur frá 4,3 milljarða króna fjármögnun
Eigið fé Icelandair nam um 60 milljörðum í lok þriðja ársfjórðungs.
Kjarninn 5. desember 2019
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent