Tvö fjölmiðlafyrirtæki fá þriðjung af auglýsingafé ríkisins

Kostnaður hins opinbera vegna auglýsingabirtinga var tæpar 190 milljónir fyrstu tíu mánuði ársins. Þar af fengu útgáfufélag Fréttablaðsins og Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, samanlagt þriðjung allra auglýsingakaupa hins opinbera.

newspapers.jpg
Auglýsing

Ráðuneyti, ríkisstofnanir og fyrirtæki á vegum hins opinbera borguðu tæpar 190 milljónir króna fyrir birtingu auglýsinga fyrstu tíu mánuði ársins. Tvö fjölmiðlafyrirtæki, útgáfufélag Fréttablaðsins og Árvakur útgefandi Morgunblaðsins, fengju samtals tæplega þriðjung fjárins sem hið opinbera eyddi í auglýsingabirtingar það sem af er ári. Frá þessu er greint á fréttavef Rúv í dag en upplýsingarnar má finna á vefnum Opnir reikningar.

Fréttablaðið og Morgunblaðið fá þriðjung

Kostnaður hins opinbera vegna auglýsingabirtinga var 188 milljónir fyrstu tíu mánuði ársins, þá er ekki talin með vinna við gerð og hönnun auglýsinga. Þar af fékk útgáfufélag Fréttablaðsins 37 milljónir króna greitt fyrir auglýsingabirtingar og Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins og mbl.is, 21 milljón króna. Samanlagt er það rétt tæplega þriðjungur allra auglýsingakaupa ráðuneyta, ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja á tímabilinu.

Ríkisútvarpið fékk greiddar rúmar tólf milljónir og Sýn, sem á Stöð 2, ýmsar útvarpsstöðvar og vefinn Vísi, fékk fimm milljónir greiddar fyrir auglýsingabirtingar ríkisins.

Auglýsingastofan Pipar er í þriðja sæti yfir þau fyrirtæki sem fá mest greitt fyrir auglýsingabirtingar, með átján milljónir. Það er vegna birtingarþjónustu fyrirtækisins við ríkisstofnanir, einkum Háskóla Íslands. Pipar sér um auglýsingakaup fyrir viðskiptavini og greiðslurnar dreifast því áfram á önnur fyrirtæki. Frá þessu er greint í umfjöllun Rúv. 

Auglýsing

Prentmiðlar fá enn mestu auglýsingatekjurnar

Í júlí fjallaði Kjarninn um hvernig prentmiðlar fá enn stærstu hlutdeild auglýsingatekna af öllum innlendum fjölmiðlum hér á landi, þrátt fyrir að hlutdeild þeirra hafi lækkað allnokkuð á síðustu fjórum árum. Prent­miðlar fengu mest aug­lýs­ingafé allra fjöl­miðla á Íslandi í fyrra, sam­kvæmt ráð­stöfun fimm stærstu birt­ing­ar­húsa lands­ins en þeir ná 28 prósent af öllum keyptum aug­lýs­ing­um. Hlut­deild prent­miðl­anna hefur þó minnkað sam­hliða auknu vægi inn­lendra vef­miðla, en í Evr­ópu eru vefmiðlar orðnir verð­mæt­ari aug­lýsendum en prent­miðl­ar. Þetta kemur fram í tölum Fjöl­miðla­nefndar.

Ríkið kaupir auglýsingar af sjálfu sér

Í umfjöllun Rúv er greint frá því að það eru fleiri en aðeins fjölmiðlar sem fá greitt fyrir auglýsingabirtingar heldur fær ríkið til dæmis sjálft ellefu milljónir af því fé sem stofnanir ríkisins greiða fyrir auglýsingabirtingar. Það er vegna auglýsinga í útgáfu Stjórnartíðinda og Lögbirtingablaðsins. Alls námu greiðslur ríkisins fyrir birtingu auglýsinga í Stjórnartíðindum rúmlega tíu milljónum króna og tæpri milljón fyrir birtingar í Lögbirtingablaðinu á tíu mánuðum.

Reykjavík Grapevine

Ríkið keypti einnig birtingu auglýsinga á öðrum miðlum þar á meðal fyrir tæpar fjórar milljónir af símaskrárvefnum Já og AFA JCDecaux fékk greiddar rúmar 1.400 þúsund krónur fyrir birtingu auglýsinga á skiltum fyrirtækisins.

Tvö fyrirtæki sem gefa út fjölmiðla á ensku fengu greitt fyrir birtingu auglýsinga hjá ríkinu. 1,3 milljónir voru greiddar fyrir birtingar í Reykjavík Grapevine og MD Reykjavík sem gefur út Iceland Review og What‘s On fékk 3,4 milljónir.

Á landsbyggðinni virðist hið opinbera frekar auglýsa í dagskrárblöðum en fréttamiðlum, N4 og Ásprent Stíll fengu um tvær milljónir króna hvor vegna auglýsingabirtinga. Bæði fyrirtækin gefa út dagskrárblöð. N4 heldur einnig út samnefndri sjónvarpsstöð og Ásprent gefur út héraðsfréttablöðin Skarp og Vikudag. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent