Tvö fjölmiðlafyrirtæki fá þriðjung af auglýsingafé ríkisins

Kostnaður hins opinbera vegna auglýsingabirtinga var tæpar 190 milljónir fyrstu tíu mánuði ársins. Þar af fengu útgáfufélag Fréttablaðsins og Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, samanlagt þriðjung allra auglýsingakaupa hins opinbera.

newspapers.jpg
Auglýsing

Ráðuneyti, ríkisstofnanir og fyrirtæki á vegum hins opinbera borguðu tæpar 190 milljónir króna fyrir birtingu auglýsinga fyrstu tíu mánuði ársins. Tvö fjölmiðlafyrirtæki, útgáfufélag Fréttablaðsins og Árvakur útgefandi Morgunblaðsins, fengju samtals tæplega þriðjung fjárins sem hið opinbera eyddi í auglýsingabirtingar það sem af er ári. Frá þessu er greint á fréttavef Rúv í dag en upplýsingarnar má finna á vefnum Opnir reikningar.

Fréttablaðið og Morgunblaðið fá þriðjung

Kostnaður hins opinbera vegna auglýsingabirtinga var 188 milljónir fyrstu tíu mánuði ársins, þá er ekki talin með vinna við gerð og hönnun auglýsinga. Þar af fékk útgáfufélag Fréttablaðsins 37 milljónir króna greitt fyrir auglýsingabirtingar og Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins og mbl.is, 21 milljón króna. Samanlagt er það rétt tæplega þriðjungur allra auglýsingakaupa ráðuneyta, ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja á tímabilinu.

Ríkisútvarpið fékk greiddar rúmar tólf milljónir og Sýn, sem á Stöð 2, ýmsar útvarpsstöðvar og vefinn Vísi, fékk fimm milljónir greiddar fyrir auglýsingabirtingar ríkisins.

Auglýsingastofan Pipar er í þriðja sæti yfir þau fyrirtæki sem fá mest greitt fyrir auglýsingabirtingar, með átján milljónir. Það er vegna birtingarþjónustu fyrirtækisins við ríkisstofnanir, einkum Háskóla Íslands. Pipar sér um auglýsingakaup fyrir viðskiptavini og greiðslurnar dreifast því áfram á önnur fyrirtæki. Frá þessu er greint í umfjöllun Rúv. 

Auglýsing

Prentmiðlar fá enn mestu auglýsingatekjurnar

Í júlí fjallaði Kjarninn um hvernig prentmiðlar fá enn stærstu hlutdeild auglýsingatekna af öllum innlendum fjölmiðlum hér á landi, þrátt fyrir að hlutdeild þeirra hafi lækkað allnokkuð á síðustu fjórum árum. Prent­miðlar fengu mest aug­lýs­ingafé allra fjöl­miðla á Íslandi í fyrra, sam­kvæmt ráð­stöfun fimm stærstu birt­ing­ar­húsa lands­ins en þeir ná 28 prósent af öllum keyptum aug­lýs­ing­um. Hlut­deild prent­miðl­anna hefur þó minnkað sam­hliða auknu vægi inn­lendra vef­miðla, en í Evr­ópu eru vefmiðlar orðnir verð­mæt­ari aug­lýsendum en prent­miðl­ar. Þetta kemur fram í tölum Fjöl­miðla­nefndar.

Ríkið kaupir auglýsingar af sjálfu sér

Í umfjöllun Rúv er greint frá því að það eru fleiri en aðeins fjölmiðlar sem fá greitt fyrir auglýsingabirtingar heldur fær ríkið til dæmis sjálft ellefu milljónir af því fé sem stofnanir ríkisins greiða fyrir auglýsingabirtingar. Það er vegna auglýsinga í útgáfu Stjórnartíðinda og Lögbirtingablaðsins. Alls námu greiðslur ríkisins fyrir birtingu auglýsinga í Stjórnartíðindum rúmlega tíu milljónum króna og tæpri milljón fyrir birtingar í Lögbirtingablaðinu á tíu mánuðum.

Reykjavík Grapevine

Ríkið keypti einnig birtingu auglýsinga á öðrum miðlum þar á meðal fyrir tæpar fjórar milljónir af símaskrárvefnum Já og AFA JCDecaux fékk greiddar rúmar 1.400 þúsund krónur fyrir birtingu auglýsinga á skiltum fyrirtækisins.

Tvö fyrirtæki sem gefa út fjölmiðla á ensku fengu greitt fyrir birtingu auglýsinga hjá ríkinu. 1,3 milljónir voru greiddar fyrir birtingar í Reykjavík Grapevine og MD Reykjavík sem gefur út Iceland Review og What‘s On fékk 3,4 milljónir.

Á landsbyggðinni virðist hið opinbera frekar auglýsa í dagskrárblöðum en fréttamiðlum, N4 og Ásprent Stíll fengu um tvær milljónir króna hvor vegna auglýsingabirtinga. Bæði fyrirtækin gefa út dagskrárblöð. N4 heldur einnig út samnefndri sjónvarpsstöð og Ásprent gefur út héraðsfréttablöðin Skarp og Vikudag. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent