Tvö fjölmiðlafyrirtæki fá þriðjung af auglýsingafé ríkisins

Kostnaður hins opinbera vegna auglýsingabirtinga var tæpar 190 milljónir fyrstu tíu mánuði ársins. Þar af fengu útgáfufélag Fréttablaðsins og Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, samanlagt þriðjung allra auglýsingakaupa hins opinbera.

newspapers.jpg
Auglýsing

Ráðuneyti, ríkisstofnanir og fyrirtæki á vegum hins opinbera borguðu tæpar 190 milljónir króna fyrir birtingu auglýsinga fyrstu tíu mánuði ársins. Tvö fjölmiðlafyrirtæki, útgáfufélag Fréttablaðsins og Árvakur útgefandi Morgunblaðsins, fengju samtals tæplega þriðjung fjárins sem hið opinbera eyddi í auglýsingabirtingar það sem af er ári. Frá þessu er greint á fréttavef Rúv í dag en upplýsingarnar má finna á vefnum Opnir reikningar.

Fréttablaðið og Morgunblaðið fá þriðjung

Kostnaður hins opinbera vegna auglýsingabirtinga var 188 milljónir fyrstu tíu mánuði ársins, þá er ekki talin með vinna við gerð og hönnun auglýsinga. Þar af fékk útgáfufélag Fréttablaðsins 37 milljónir króna greitt fyrir auglýsingabirtingar og Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins og mbl.is, 21 milljón króna. Samanlagt er það rétt tæplega þriðjungur allra auglýsingakaupa ráðuneyta, ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja á tímabilinu.

Ríkisútvarpið fékk greiddar rúmar tólf milljónir og Sýn, sem á Stöð 2, ýmsar útvarpsstöðvar og vefinn Vísi, fékk fimm milljónir greiddar fyrir auglýsingabirtingar ríkisins.

Auglýsingastofan Pipar er í þriðja sæti yfir þau fyrirtæki sem fá mest greitt fyrir auglýsingabirtingar, með átján milljónir. Það er vegna birtingarþjónustu fyrirtækisins við ríkisstofnanir, einkum Háskóla Íslands. Pipar sér um auglýsingakaup fyrir viðskiptavini og greiðslurnar dreifast því áfram á önnur fyrirtæki. Frá þessu er greint í umfjöllun Rúv. 

Auglýsing

Prentmiðlar fá enn mestu auglýsingatekjurnar

Í júlí fjallaði Kjarninn um hvernig prentmiðlar fá enn stærstu hlutdeild auglýsingatekna af öllum innlendum fjölmiðlum hér á landi, þrátt fyrir að hlutdeild þeirra hafi lækkað allnokkuð á síðustu fjórum árum. Prent­miðlar fengu mest aug­lýs­ingafé allra fjöl­miðla á Íslandi í fyrra, sam­kvæmt ráð­stöfun fimm stærstu birt­ing­ar­húsa lands­ins en þeir ná 28 prósent af öllum keyptum aug­lýs­ing­um. Hlut­deild prent­miðl­anna hefur þó minnkað sam­hliða auknu vægi inn­lendra vef­miðla, en í Evr­ópu eru vefmiðlar orðnir verð­mæt­ari aug­lýsendum en prent­miðl­ar. Þetta kemur fram í tölum Fjöl­miðla­nefndar.

Ríkið kaupir auglýsingar af sjálfu sér

Í umfjöllun Rúv er greint frá því að það eru fleiri en aðeins fjölmiðlar sem fá greitt fyrir auglýsingabirtingar heldur fær ríkið til dæmis sjálft ellefu milljónir af því fé sem stofnanir ríkisins greiða fyrir auglýsingabirtingar. Það er vegna auglýsinga í útgáfu Stjórnartíðinda og Lögbirtingablaðsins. Alls námu greiðslur ríkisins fyrir birtingu auglýsinga í Stjórnartíðindum rúmlega tíu milljónum króna og tæpri milljón fyrir birtingar í Lögbirtingablaðinu á tíu mánuðum.

Reykjavík Grapevine

Ríkið keypti einnig birtingu auglýsinga á öðrum miðlum þar á meðal fyrir tæpar fjórar milljónir af símaskrárvefnum Já og AFA JCDecaux fékk greiddar rúmar 1.400 þúsund krónur fyrir birtingu auglýsinga á skiltum fyrirtækisins.

Tvö fyrirtæki sem gefa út fjölmiðla á ensku fengu greitt fyrir birtingu auglýsinga hjá ríkinu. 1,3 milljónir voru greiddar fyrir birtingar í Reykjavík Grapevine og MD Reykjavík sem gefur út Iceland Review og What‘s On fékk 3,4 milljónir.

Á landsbyggðinni virðist hið opinbera frekar auglýsa í dagskrárblöðum en fréttamiðlum, N4 og Ásprent Stíll fengu um tvær milljónir króna hvor vegna auglýsingabirtinga. Bæði fyrirtækin gefa út dagskrárblöð. N4 heldur einnig út samnefndri sjónvarpsstöð og Ásprent gefur út héraðsfréttablöðin Skarp og Vikudag. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent