Auglýsing

Nefnd sem hafði það hlut­verk að gera til­lögur um bætt rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla skil­aði af sér skýrslu á fimmtu­dag, ári eftir að hún var skipuð og mörgum mán­uðum eftir að hún átti upp­haf­lega að liggja fyr­ir. Á starfs­tíma nefnd­ar­innar hafa margir einka­reknir fjöl­miðlar hætt starf­semi eða runnið inn í fjar­skipta­fyr­ir­tæki. Skýrsla nefnd­ar­innar er góð og þær sjö til­lögur sem settar eru fram til að bæta umhverfið skyn­sam­leg­ar.

Fyrst ber að nefna til­lögu um end­ur­greiðslu á hluta af kostn­aði sem til fellur vegna fram­leiðslu á fréttum og frétta­tengdu efni. Lagt er upp með að hlut­fall end­ur­greiðslu geti verið allt að 25 pró­sent af þeim kostn­að, sem er í sam­ræmi við end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerðar og hljóð­rit­unar á tón­list. Í til­lögu nefnd­ar­innar er rétti­lega lagt upp með að fjöl­miðlar þurfi að upp­fylla ákveðin skil­yrði til að njóti end­ur­greiðslu og lögð til nokkur slík skil­yrði. Á meðal skil­yrða sem bæta mætti við er að fjöl­miðla­fyr­ir­tæki sé ekki með neinar opin­berar skuldir í van­skilum og að full­komið gegn­sæi ríki í eign­ar­haldi þess. Þá er nauð­syn­legt að hámark verði sett á end­ur­greiðsl­una þannig að þær nýt­ist öllum miðl­um, smáum sem stórum, jafnt. Það væri til að mynda hægt að miða við að end­ur­greiðslur fáist af kostn­aði upp að 100 millj­ónum króna þannig að end­ur­greiðsla hvers mið­ils geti hæst verið 25 milljónir króna.

Það verður að vera hægt að ræða um RÚV

Óli Björn Kára­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, sagði á Alþingi í gær að fíl­inn í her­berg­inu þegar rætt er um stöðu fjöl­miðla sé staða RÚV á þessum mark­aði. Það er að hluta til rétt hjá hon­um.

Auglýsing
Nú skal strax tekið fram að RÚV er mjög mik­il­vægt fyrir íslenska fjöl­miðlaflóru og íslenskt sam­fé­lag. Sá mið­ill hefur afl, þekk­ingu og getu til að gera margt sem einka­miðl­arnir hafa ekki. Nauð­syn­legt er að á Íslandi sé rekið sterkt rík­is­út­varp. En það breytir ekki þeirri stöðu að umfang RÚV á mark­aði og útþensla kæfir súr­efnið sem er til staðar til rekst­urs ann­arra miðla. RÚV fær rúma fjóra millj­arða króna á ári úr rík­is­sjóði til að sinna sínu lög­bundna hlut­verki. Til við­bótar hefur fyr­ir­tækið getað farið í umfangs­mikil fast­eigna­við­skipti upp á rúma 1,5 millj­arða króna með eign sem það fékk í vöggu­gjöf frá rík­inu til að auka rekstr­ar­hæfi sitt. Og það tekur til sín 2,2 millj­arða króna á ári í aug­lýs­inga- og kostana­tekj­ur. Fyrir þann pen­ing sem fer í rekstur RÚV á hverju ári væri til að mynda hægt að reka Kjarn­ann í rúm­lega 100 ár.

Meiri­hluti nefnd­ar­innar leggur til í skýrslu sinni að RÚV fari af aug­lýs­inga­mark­aði. Þessi til­laga er umdeild. Góð rök hafa verið sett fram um að ef RÚV verði ekki lengur til taks sem birt­ing­ar­vett­vangur fyrir dýra aug­lýs­inga­fram­leiðslu fyrir sjón­varp sé hætt við því að dregið verði úr slíkri fram­leiðslu. Aðrir segja að RÚV tryggi aug­lýsendum dekkun sem engin annar miðil geti tryggt og þar af leið­andi væri það til vansa fyrir aug­lýs­inga­geir­ann ef fyr­ir­tækið væri ekki lengur á aug­lýs­inga­mark­aði. Á það verður að benda að hvergi er tekið fram í sér­lögum um Rík­is­út­varpið að lög­bundið hlut­verk þess sé að tryggja aug­lýsendum dekkun. Þess vegna er ekki hægt að nota það sem rök í þessu máli.

Aug­ljóst er að hægt yrði að taka skref til þess að tak­marka umfang RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði, t.d. með því að meina fyr­ir­tæk­inu að sækja tekjur í gegnum skjá­aug­lýs­ingar og útvarps­aug­lýs­ing­ar. Það eru aug­lýs­ingar og tekjur sem auð­veld­lega ættu að finna sér nýjan far­veg innan einka­rek­inna fjöl­miðla. Þá mætti stíga það skref að banna RÚV að selja kost­anir, tak­marka enn frekar þann tíma í sjón­varps­dag­skrá RÚV sem má fara undir aug­lýs­ingar og banna með öllu und­ir­boð og frá­vik frá opin­berri verð­skrá. Þannig gæti RÚV enn haft tekjur af sjón­varps­aug­lýs­ingum og fram­leiðsla þeirra yrði áfram tryggð.

Hvort og þá hvernig RÚV yrði bætt þessi tekju­missir er síðan póli­tísk spurn­ing, sem er ekki hægt að svara fyrr en búið er að greina nákvæm­lega hversu miklar tekjur RÚV þurfi til að rækja lög­bundið hlut­verk sitt.

Skekkt sam­keppn­is­staða með hæpnum rökum

Þriðja til­lagan sem vakið hefur umtals­verða athygli er sú að áfeng­is- og tóbaks­aug­lýs­ingar verði heim­il­að­ar. Við hana má bæta að leyfa ætti aug­lýs­ingar frá veð­mála­fyr­ir­tækj­um.

Það er þannig, í alþjóða­væddum og nettengdum heimi, að íslenskir neyt­endur sjá slíkar aug­lýs­ingar á hverjum degi. Þær eru birtar á sam­fé­lags­miðl­um, erlendum net­miðlum, á erlendum sjón­varps­stöðvum sem sumar hverjar eru seldar í áskrift af íslenskum fyr­ir­tækj­um, erlendum tíma­ritum og dag­blöðum og auð­vitað í allskyns afþrey­ing­ar­efni sem íslenskir fjöl­miðlar kaupa og sýna, t.d. kapp­leikjum í íþrótt­um.

Auk þess er bæði áfeng­is­sala og veð­mál, sem er lög­leg starf­semi, aug­lýst á Íslandi. ÁTVR aug­lýsir versl­anir sínar undir for­varn­ar­for­merkjum og Íslensk get­spá aug­lýsir sína veð­mála­starf­semi umtals­vert.

Bann við þessum aug­lýs­ingum í íslenskum miðl­um, og af hendi íslenskra fyr­ir­tækja, gerir ekk­ert nema að skekkja sam­keppn­is­stöðu þeirra. Það leysir engan vanda sem af þessum vágestum hlýst. Það væri því skyn­sam­legra að setja skýrar reglur um hvers konar for­varn­ar­skila­boð þurfi að fylgja birt­ingu slíkra aug­lýs­inga í íslenskum miðlum en að banna þeim að hafa tekjur af þeim.

Auglýsing
Nefndin leggur einnig til að gagn­sæi verði tryggt í kaupum hins opin­bera á aug­lýs­ing­um. Engin heild­ræn stefna er til staðar um það hvernig hið opin­bera, sem aug­lýsir fyrir háar fjár­hæðir á ári, gerir slíkt. Þess í stað velur hið opin­bera, bæði ríkið og Reykja­vík­ur­borg, að birta flestar aug­lýs­ingar sínar í völdum prent­miðlum sem eru að falla hratt í lestri. Vel má færa rök fyrir því að í þessu felist opin­berir styrkir upp á tugi millj­óna króna til val­inna fjöl­miðla sem séu ekki með nokkru rétt­læt­an­leg­ir, hvorki frá sam­keppn­is­legu sjón­ar­horni né þegar horft er á til hverra slíkar aug­lýs­ingar þurfa að ná.

Ríkið á líka mýmörg fyr­ir­tæki sem eru stórir þátt­tak­endur á aug­lýs­inga­mark­aði. Má þar nefna tvo banka, Lands­virkj­un, Happa­drætti Háskól­ans of mörg fleiri. Það mætti einnig móta heild­ræna stefnu fyrir birt­ingar slíkra fyr­ir­tækja í stað þess að mark­aðsfé þeirra sé stýrt til val­inna fjöl­miðla. Oft er um her­ferðir að ræða sem hafa ekki beint mark­aðs­legt gildi heldur er aug­lýst af sam­fé­lags­legum ástæð­um. Það mætt­ist birt­ast betur í því hvernig mark­aðs­fénu er dreift.

Til­laga um sam­ræm­ingu á virð­is­auka­skatti á sölu og áskriftum á raf­rænu formi og að gripið verði til hvetj­andi aðgerða varð­andi textun og tal­setn­ingu, er eitt­hvað sem allir ættu að geta sam­mælst um að séu nauð­syn­legar breyt­ing­ar.

Viljum við frjálsa og öfl­uga fjöl­miðla?

Það þarf að bregð­ast hratt og vel við þessum til­lög­um. Íslenskt fjöl­miðla­hverfi, og fjöl­breyti­leiki þess, er í vanda statt. í raun má færa rök fyrir því að um bráða­vanda sér að ræða.

Gömlu við­skipta­mód­elin sem héldu einka­reknum fjöl­miðlum öfl­ugum eiga mjög undir högg að sækja, meðal ann­ars vegna tækni- og upp­lýs­inga­bylt­ing­ar­inn­ar. Hún leiðir af sér að sífellt færri vilja greiða fyrir fréttir og frétta­vinnslu og hefur gert það að verkum að nýjar teg­undir miðla, sér­stak­lega sam­fé­lags­miðl­ar, eru farnir að taka til sín sífellt stærri sneið af tekjum sem áður runnu til íslenskra miðla.

Það þarf að taka ákvörðun um það hvort það sé vilji til að reka öfl­ugt og fjöl­breytt fjöl­miðlaum­hverfi á Íslandi. Engin vilji hefur verið hjá stjórn­völdum til að bregð­ast við stöðu einka­rek­inna fjöl­miðla hingað til. Það er stað­reynd að atgervis­flótti og speki­leki er úr starfs­stétt blaða- og frétta­manna. Fært fólk end­ist ekki í starfi vegna lélegra launa, álags og áreitni sem því fylgir að fjalla um sam­fé­lags­mál í örsam­fé­lagi. Nær öll lönd í kringum okkur átta sig á mik­il­vægi öfl­ugra fjöl­miðla fyrir lýð­ræðið og gera sitt til að tryggja starf­semi og öryggi þeirra. Færa má rök fyrir því að það sé enn mik­il­væg­ara í jafn litlu sam­fé­lagi og tungu­mála­svæði og Ísland er.

En það þarf ekki bara að laga rekst­ur­inn. Það þarf líka að laga hug­ar­farið gagn­vart fjöl­miðl­um. Í stað þess að beita sér fyrir styrk­ingu stoða í rekstri þeirra hafa stjórn­mála­menn frekar ein­beitt sér að því að ítrekað tala nið­ur, og jafn­vel ráð­ast á, valda fjöl­miðla fyrir að sinna nauð­syn­legu aðhalds­hlut­verki sínu. Ekki vegna þess að fréttir þeirra séu ekki lög­legar og rétt­ar. Heldur vegna þess að við­fangs­efnin henta ekki við­kom­andi. Sumir hafa gengið svo langt að beita sér sér­stak­lega með því að grafa kerf­is­bundið undan miðlum sem ekki þykja þókn­an­legir með lygum og atvinnurógi. Aðrir neita að tala við valda fjöl­miðla eða hóta inni­halds­laust mál­sóknum til þess eins að draga úr trú­verð­ug­leika fjöl­miðla sem um þá fjalla. Sam­an­dregið þá á sér stað með­vituð jað­ar­setn­ing á gagn­rýnum fjöl­miðl­um, ekki ósvipað og ráð­andi öfl í Banda­ríkj­unum stunda. Og hún verður að hætta.

Íslenskt sam­fé­lag og stjórn­mála­menn­irnir sem kosnir hafa verið til að leiða það standa frammi fyrir vali. Er vilji til þess að fjöl­miðla­lands­lagið verði ein­ungis saman sett af umsvifa­miklu Rík­is­út­varpi og örfáum einka­miðlum sem reknir eru fyrir fé úr djúpum vösum sér­hags­muna­að­ila, eða er vilji til þess að hér þrí­fist fjöl­breytt, frjálst og öfl­ugt fjöl­miðlaum­hverfi sem getur veitt nauð­syn­legt aðhald og sinnt því gríð­ar­lega mik­il­væga lýð­ræð­is­lega hlut­verki að upp­lýsa almenn­ing um það sem á sér stað?

Ykkar er val­ið.

Hægt er að styrkja Kjarn­ann hér.

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari