Auglýsing

Með til­komu upp­lýs­inga­tækni og þannig bættum aðgangi að upp­lýs­ingum hefur líf okkar allra breyst. Við vitum meira og það sem við vitum ekki er aðeins í smellu­fjar­lægð. Flæðið er enda­laust og stöðugt, æðið algjört. Face­book, Twitt­er, Snapchat, Instagram og allt hitt sem kemur og fer svo hratt að það er engin leið að halda í við allar nýj­ung­arnar og upp­lýs­ing­arn­ar.

Fram­þró­unin er gíf­ur­leg og í raun stefnir fram­tíðin á okkur á ógn­ar­hraða, breyt­ingar með nýrri tækni og fram­förum sem lík­ast til á sér engin for­dæmi. Hug­myndir hand­rits­höf­unda Hollywood á síð­ustu öld um tækni­breyt­ingar eru aðeins hárs­breidd frá því að ræt­ast og ekki ólík­legt að við náum öll að þeys­ast Aftur til fram­tíðar í lif­anda lífi.

Þetta er þegar farið að hafa áhrif. Við höfum aðlagað okkur og breyst, hvort sem um er að ræða hegðun okk­ar, neyslu­mynstur eða skoð­an­ir. Allir hafa rödd. Hvað liggur þér á hjarta? Hvað er að ger­ast? Komdu því frá þér í 280 stafa­bil­um. Lestu örskýr­ingu á flókn­ustu umfjöll­un­ar­efnum sam­tím­ans.

Auglýsing

En upp­lýs­inga­flóðið gerir það erf­ið­ara, flókn­ara og tíma­frekara að beita gagn­rýnni hugsun í þessum nýja veru­leika. Og spurn­ing­arnar eru, eins og lík­leg­ast ávallt hefur ver­ið, stór­ar. Við­fangs­efnin knýj­andi. Hver er til­gangur mann­skepn­unn­ar? Erum við að eyði­leggja plánet­una? Mis­skipt­ing auðs. Upp­gangur popúlista víða um ver­öld.

Stjórn­málin fara ekki var­hluta öllum þessum hröðu breyt­ingum sem hafa, eru og munu eiga sér stað. Almenn­ingur skilur nú betur en nokkru sinni fyrr að vanda­málin sem þarf að tækla eru stór, ógn­vekj­andi og tækni­leg. Fyrir ein­stak­ling­inn eru þau óvið­ráð­an­leg. Eina leiðin til að tækla þau er að gera það sam­an. Sam­fé­lagið og sam­fé­lög­in. Og sam­fé­lag sam­fé­lag­anna.

Auð­veld­ast væri að álykta að þetta myndi leiða til þess að eft­ir­spurn eftir gamla stjórn­mála­mann­inum myndi deyja út. Freka kall­in­um. Þessum gamla, alls­vit­andi, óskeik­ula sam­fé­lags­stjórn­anda sem axlar þá ábyrgð að gera hlut­ina fyrir mann, hugsa fyrir mann og vita fyrir mann. Í stað­inn ykist eft­ir­spurnin eftir nýja stjórn­mála­mann­in­um. Þessum mjúka. Þessum sem við­ur­kennir að hann er bara einn mað­ur. Eða kona. Eða hvor­ugt. Og að ein mann­eskja getur bara vitað svo og svo mik­ið. Gert svo og svo mikið og kunnað svo og svo mik­ið. Umfram það þarf hún hjálp. Ráð­legg­ing­ar. Og jafn­vel inn­legg og ákvarð­anir fjöld­ans. Þessum sem veit að nútím­inn kallar á leið­toga sem hvetur fólk áfram í stað þess að skipa fyr­ir.

Ýmsar tölur benda til að þessi ályktun sér rétt. Ungt fólk, bæði á Íslandi og víða ann­ars stað­ar, virð­ist sýna gamla kall­inum minni áhuga en þeim nýja. Vera spennt­ari fyrir þeim sem lofa vald­dreif­ingu og gagn­sæi. Leggja áherslu á ein­stak­ling­inn, sem og heild­ina. Sjá trén fyrir skóg­inum og skóg­inn fyrir trján­um. Nýjar kyn­slóð­ir, sem þekkja ekk­ert annað en nýja tíma, ný tæki­færi og nýja tækni, vilja ný vinnu­brögð.

Annað bendir til að þetta sé einmitt hreint ekki rétt. Í kraðaki hrað­ans, ótt­ans og ógn­andi úrlausn­ar­efna er sú leiðin styst að fá ein­hvern til að stjórna fyrir sig. Segja sér hvernig hlut­irnir eru og eru ekki. Hverjir eru góðir og hverjir vond­ir. Hugsa fyrir sig. Stjórna sér. Það er nota­legri til­hugsun að geta setið heima yfir Net­fl­ix, skrolla ann­ars hugar niður vegg­inn, like-a mynd­band af sund­laug fullri af Golden Retri­ever hundum og sofna síðan undir núvit­undar hug­leiðslu podcasti, heldur en að kynna sér, taka þátt, veita aðhald­ið, hafa áhyggj­urn­ar. Skilja. Gagn­rýna. Láta ein­hvern annan um þetta, meðan maður hjólar á lífs­hjól­inu áfram veg­inn. Við höfum öll okkar eigin áhyggj­ur, okkar eigið líf, okkar eigin efna­hag og sam­fé­lag.

Það skiptir máli hverja við veljum til að stjórna. Það skiptir máli hverjir stjórna úti í heimi, land­inu og sveit­ar­fé­lag­inu okk­ar. Það skiptir máli hverjir stjórna fyr­ir­tækj­unum okk­ar. Hverja við veljum til að leiða okkur skiptir máli.

Tíma­bær dauði gamla leið­tog­ans hefur gerst hægar en aðrar breyt­ingar á sam­fé­lag­inu. Nýi leið­tog­inn á ekki eins auð­velt upp­dráttar og ætla mætti. Þess vegna skiptir máli að lesa gögn­in. Skýr­ing­arnar í heild sinni. Mæta á fund­ina. Nýta rétt­inn til að greiða atkvæði. Vera með. Jarða­förin er handan við horn­ið. Þeir hræddu vilja fresta henni. Hinir þurfa bara að taka þátt til að hún verði að veru­leika.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari