Auglýsing

Með til­komu upp­lýs­inga­tækni og þannig bættum aðgangi að upp­lýs­ingum hefur líf okkar allra breyst. Við vitum meira og það sem við vitum ekki er aðeins í smellu­fjar­lægð. Flæðið er enda­laust og stöðugt, æðið algjört. Face­book, Twitt­er, Snapchat, Instagram og allt hitt sem kemur og fer svo hratt að það er engin leið að halda í við allar nýj­ung­arnar og upp­lýs­ing­arn­ar.

Fram­þró­unin er gíf­ur­leg og í raun stefnir fram­tíðin á okkur á ógn­ar­hraða, breyt­ingar með nýrri tækni og fram­förum sem lík­ast til á sér engin for­dæmi. Hug­myndir hand­rits­höf­unda Hollywood á síð­ustu öld um tækni­breyt­ingar eru aðeins hárs­breidd frá því að ræt­ast og ekki ólík­legt að við náum öll að þeys­ast Aftur til fram­tíðar í lif­anda lífi.

Þetta er þegar farið að hafa áhrif. Við höfum aðlagað okkur og breyst, hvort sem um er að ræða hegðun okk­ar, neyslu­mynstur eða skoð­an­ir. Allir hafa rödd. Hvað liggur þér á hjarta? Hvað er að ger­ast? Komdu því frá þér í 280 stafa­bil­um. Lestu örskýr­ingu á flókn­ustu umfjöll­un­ar­efnum sam­tím­ans.

Auglýsing

En upp­lýs­inga­flóðið gerir það erf­ið­ara, flókn­ara og tíma­frekara að beita gagn­rýnni hugsun í þessum nýja veru­leika. Og spurn­ing­arnar eru, eins og lík­leg­ast ávallt hefur ver­ið, stór­ar. Við­fangs­efnin knýj­andi. Hver er til­gangur mann­skepn­unn­ar? Erum við að eyði­leggja plánet­una? Mis­skipt­ing auðs. Upp­gangur popúlista víða um ver­öld.

Stjórn­málin fara ekki var­hluta öllum þessum hröðu breyt­ingum sem hafa, eru og munu eiga sér stað. Almenn­ingur skilur nú betur en nokkru sinni fyrr að vanda­málin sem þarf að tækla eru stór, ógn­vekj­andi og tækni­leg. Fyrir ein­stak­ling­inn eru þau óvið­ráð­an­leg. Eina leiðin til að tækla þau er að gera það sam­an. Sam­fé­lagið og sam­fé­lög­in. Og sam­fé­lag sam­fé­lag­anna.

Auð­veld­ast væri að álykta að þetta myndi leiða til þess að eft­ir­spurn eftir gamla stjórn­mála­mann­inum myndi deyja út. Freka kall­in­um. Þessum gamla, alls­vit­andi, óskeik­ula sam­fé­lags­stjórn­anda sem axlar þá ábyrgð að gera hlut­ina fyrir mann, hugsa fyrir mann og vita fyrir mann. Í stað­inn ykist eft­ir­spurnin eftir nýja stjórn­mála­mann­in­um. Þessum mjúka. Þessum sem við­ur­kennir að hann er bara einn mað­ur. Eða kona. Eða hvor­ugt. Og að ein mann­eskja getur bara vitað svo og svo mik­ið. Gert svo og svo mikið og kunnað svo og svo mik­ið. Umfram það þarf hún hjálp. Ráð­legg­ing­ar. Og jafn­vel inn­legg og ákvarð­anir fjöld­ans. Þessum sem veit að nútím­inn kallar á leið­toga sem hvetur fólk áfram í stað þess að skipa fyr­ir.

Ýmsar tölur benda til að þessi ályktun sér rétt. Ungt fólk, bæði á Íslandi og víða ann­ars stað­ar, virð­ist sýna gamla kall­inum minni áhuga en þeim nýja. Vera spennt­ari fyrir þeim sem lofa vald­dreif­ingu og gagn­sæi. Leggja áherslu á ein­stak­ling­inn, sem og heild­ina. Sjá trén fyrir skóg­inum og skóg­inn fyrir trján­um. Nýjar kyn­slóð­ir, sem þekkja ekk­ert annað en nýja tíma, ný tæki­færi og nýja tækni, vilja ný vinnu­brögð.

Annað bendir til að þetta sé einmitt hreint ekki rétt. Í kraðaki hrað­ans, ótt­ans og ógn­andi úrlausn­ar­efna er sú leiðin styst að fá ein­hvern til að stjórna fyrir sig. Segja sér hvernig hlut­irnir eru og eru ekki. Hverjir eru góðir og hverjir vond­ir. Hugsa fyrir sig. Stjórna sér. Það er nota­legri til­hugsun að geta setið heima yfir Net­fl­ix, skrolla ann­ars hugar niður vegg­inn, like-a mynd­band af sund­laug fullri af Golden Retri­ever hundum og sofna síðan undir núvit­undar hug­leiðslu podcasti, heldur en að kynna sér, taka þátt, veita aðhald­ið, hafa áhyggj­urn­ar. Skilja. Gagn­rýna. Láta ein­hvern annan um þetta, meðan maður hjólar á lífs­hjól­inu áfram veg­inn. Við höfum öll okkar eigin áhyggj­ur, okkar eigið líf, okkar eigin efna­hag og sam­fé­lag.

Það skiptir máli hverja við veljum til að stjórna. Það skiptir máli hverjir stjórna úti í heimi, land­inu og sveit­ar­fé­lag­inu okk­ar. Það skiptir máli hverjir stjórna fyr­ir­tækj­unum okk­ar. Hverja við veljum til að leiða okkur skiptir máli.

Tíma­bær dauði gamla leið­tog­ans hefur gerst hægar en aðrar breyt­ingar á sam­fé­lag­inu. Nýi leið­tog­inn á ekki eins auð­velt upp­dráttar og ætla mætti. Þess vegna skiptir máli að lesa gögn­in. Skýr­ing­arnar í heild sinni. Mæta á fund­ina. Nýta rétt­inn til að greiða atkvæði. Vera með. Jarða­förin er handan við horn­ið. Þeir hræddu vilja fresta henni. Hinir þurfa bara að taka þátt til að hún verði að veru­leika.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari