Íslandspóstur reynir að „keppa við allt sem hreyfist“

Ólafur Stephensen segir að nánustu trúnaðarmenn stjórnmálamanna sitji í stjórn Íslandspóst og hafi skrifað upp á útþenslu fyrirtækisins. Því vantar nú einn og hálfan milljarð króna úr ríkissjóði vegna rekstrarerfiðleika. Hann vill óháða úttekt á postinum.

Ólafur Stephensen
Auglýsing

Ólafur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda, segir að sam­keppn­is­rekstur Íslands­pósts sé orð­inn með hreinum ólík­ind­um. Það sé eins og stjórn fyr­ir­tæk­is­ins hafi mis­skilið eig­enda­stefnu rík­is­ins fyrir þau félög þar sem ríkið á hlut, þar sem stendur að þau félög skuli stuðla að sam­keppni. „Það er eins og að stjórn Íslands­pósts hafi mis­skilið þetta þannig að hún eigi að keppa við allt sem hreyf­ist hel­st[...]„Ef maður fer í póst­hús þá er það í sam­keppni við sjopp­una í næstu götu, við bóka- og rit­fanga­versl­un­ina, við leik­fanga­búð­ina, við minja­gripa­versl­un­ina, af því að póst­ur­inn er kom­inn á fullt í smá­sölu á öllum þessum vör­u­m.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í við­tali Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjóra Kjarn­ans, í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut sem frum­sýnt verður í kvöld klukkan 21:00. Hægt er að sjá stiklu úr þætt­inum hér að neð­an.Íslands­póstur hefur varið tæp­lega sex millj­örðum króna í fjár­fest­ingar á síð­ustu tólf árum. Þeim fjár­munum hefur meðal ann­ars verið varið í að kaupa upp fyr­ir­tæki á nýjum sam­keppn­is­mörk­uðum eða skapa fyr­ir­tæk­inu stöðu á slík­um. Sú sam­keppni er meðal ann­ars við fyr­ir­tæki í aldreif­ingu á pósti á borð við aug­lýs­inga­bréf­um, í hug­bún­að­ar­gerð, í frakt­flun­ing­um, í sendi­bíla­þjón­ustu, í send­la­þjón­ustu og prent­smiðju­rekstri „Þetta nær ekki nokk­urri átt að eitt­hvað rík­is­fyr­ir­tæki, með með­gjöf í formi einka­réttar á létt­ustu bréf­un­um, sé svo í svona víð­tækri sam­keppni við einka­fyr­ir­tæki. Öllum þessum mörk­uðum er prýði­lega sinnt,“ segir Ólaf­ur.

Auglýsing
Hann telur að það hafi vantað upp á að stjórn­völd hafi sett þess­ari hegðun ein­hverjar höml­ur. „Þvert á móti sitja nán­ustu trún­að­ar­menn stjórn­mála­manna í stjórn fyr­ir­tæk­is­ins og skrifa upp á þetta allt sam­an. Það er nátt­úru­lega mik­ill ábyrgð­ar­hlut­i.“ Þar vísar Ólafur meðal ann­ars til þess að Svan­hildur Hólm Vals­dótt­ir, aðstoð­ar­maður Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, situr í stjórn Íslands­pósts.

Hann bendir einnig á að svo virð­ist vera að sam­keppn­is­rekst­ur­inn sem Íslands­póstur hefur ráð­ist í gangi alls ekki vel. 

Ein birt­ing­ar­mynd þess er sú að Íslands­póstur hefur farið fram á að fá 1,5 millj­arða króna lán úr rík­is­sjóði sem er nú til umfjöll­unar við afgreiðslu Alþingis á fjár­lögum næsta árs. „Við erum alveg sann­færð um að það greiðslu­þrot sem stefnir í er að hluta til að minnsta kosti vegna rangra ákvarð­ana í þessum sam­keppn­is­rekstri. Það er eng­inn opin­ber stofnun sem lítur á það sem hlut­verk sitt að kveða upp úr um það hvort það fari á svig við lög að færa pen­inga á milli einka­réttar og sam­keppn­is­rekstr­ar“

Félag atvinnu­rek­enda hefur farið fram á það við sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið að fram­kvæmd verði óháð úttekt á starf­semi Íslands­pósts. „Eina leiðin sem þing­menn, sem eiga að skuld­binda einn og hálfan millj­arð af okkar pen­ing­um, inn í þessa hít sem þessi rekstur virð­ist vera að verða, eina leiðin fyrir þá að fá skýr svör við spurn­ingum um það hvaða ákvarð­anir hafa verið teknar á und­an­förnum árum og hverjir bera á byrgð á þeim er að það verði gerð ein­hvers­konar óháð úttekt.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent