Íslandspóstur reynir að „keppa við allt sem hreyfist“

Ólafur Stephensen segir að nánustu trúnaðarmenn stjórnmálamanna sitji í stjórn Íslandspóst og hafi skrifað upp á útþenslu fyrirtækisins. Því vantar nú einn og hálfan milljarð króna úr ríkissjóði vegna rekstrarerfiðleika. Hann vill óháða úttekt á postinum.

Ólafur Stephensen
Auglýsing

Ólafur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda, segir að sam­keppn­is­rekstur Íslands­pósts sé orð­inn með hreinum ólík­ind­um. Það sé eins og stjórn fyr­ir­tæk­is­ins hafi mis­skilið eig­enda­stefnu rík­is­ins fyrir þau félög þar sem ríkið á hlut, þar sem stendur að þau félög skuli stuðla að sam­keppni. „Það er eins og að stjórn Íslands­pósts hafi mis­skilið þetta þannig að hún eigi að keppa við allt sem hreyf­ist hel­st[...]„Ef maður fer í póst­hús þá er það í sam­keppni við sjopp­una í næstu götu, við bóka- og rit­fanga­versl­un­ina, við leik­fanga­búð­ina, við minja­gripa­versl­un­ina, af því að póst­ur­inn er kom­inn á fullt í smá­sölu á öllum þessum vör­u­m.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í við­tali Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjóra Kjarn­ans, í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut sem frum­sýnt verður í kvöld klukkan 21:00. Hægt er að sjá stiklu úr þætt­inum hér að neð­an.Íslands­póstur hefur varið tæp­lega sex millj­örðum króna í fjár­fest­ingar á síð­ustu tólf árum. Þeim fjár­munum hefur meðal ann­ars verið varið í að kaupa upp fyr­ir­tæki á nýjum sam­keppn­is­mörk­uðum eða skapa fyr­ir­tæk­inu stöðu á slík­um. Sú sam­keppni er meðal ann­ars við fyr­ir­tæki í aldreif­ingu á pósti á borð við aug­lýs­inga­bréf­um, í hug­bún­að­ar­gerð, í frakt­flun­ing­um, í sendi­bíla­þjón­ustu, í send­la­þjón­ustu og prent­smiðju­rekstri „Þetta nær ekki nokk­urri átt að eitt­hvað rík­is­fyr­ir­tæki, með með­gjöf í formi einka­réttar á létt­ustu bréf­un­um, sé svo í svona víð­tækri sam­keppni við einka­fyr­ir­tæki. Öllum þessum mörk­uðum er prýði­lega sinnt,“ segir Ólaf­ur.

Auglýsing
Hann telur að það hafi vantað upp á að stjórn­völd hafi sett þess­ari hegðun ein­hverjar höml­ur. „Þvert á móti sitja nán­ustu trún­að­ar­menn stjórn­mála­manna í stjórn fyr­ir­tæk­is­ins og skrifa upp á þetta allt sam­an. Það er nátt­úru­lega mik­ill ábyrgð­ar­hlut­i.“ Þar vísar Ólafur meðal ann­ars til þess að Svan­hildur Hólm Vals­dótt­ir, aðstoð­ar­maður Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, situr í stjórn Íslands­pósts.

Hann bendir einnig á að svo virð­ist vera að sam­keppn­is­rekst­ur­inn sem Íslands­póstur hefur ráð­ist í gangi alls ekki vel. 

Ein birt­ing­ar­mynd þess er sú að Íslands­póstur hefur farið fram á að fá 1,5 millj­arða króna lán úr rík­is­sjóði sem er nú til umfjöll­unar við afgreiðslu Alþingis á fjár­lögum næsta árs. „Við erum alveg sann­færð um að það greiðslu­þrot sem stefnir í er að hluta til að minnsta kosti vegna rangra ákvarð­ana í þessum sam­keppn­is­rekstri. Það er eng­inn opin­ber stofnun sem lítur á það sem hlut­verk sitt að kveða upp úr um það hvort það fari á svig við lög að færa pen­inga á milli einka­réttar og sam­keppn­is­rekstr­ar“

Félag atvinnu­rek­enda hefur farið fram á það við sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið að fram­kvæmd verði óháð úttekt á starf­semi Íslands­pósts. „Eina leiðin sem þing­menn, sem eiga að skuld­binda einn og hálfan millj­arð af okkar pen­ing­um, inn í þessa hít sem þessi rekstur virð­ist vera að verða, eina leiðin fyrir þá að fá skýr svör við spurn­ingum um það hvaða ákvarð­anir hafa verið teknar á und­an­förnum árum og hverjir bera á byrgð á þeim er að það verði gerð ein­hvers­konar óháð úttekt.“Formaður stjórnar: Illa vegið að mér og öðrum stjórnarmönnum
VR ákvað í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Kjarninn 20. júní 2019
Umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna afturkallað
Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var einnig samþykkt.
Kjarninn 20. júní 2019
Arion banki eignast ferðaskrifstofufyrirtækið TravelCo
Arion banki hefur nú tekið yfir starfsemi TravelCo. Bankinn hyggst selja fyrirtækið eins hratt og kostur er.
Kjarninn 20. júní 2019
Yngvi Örn Kristinsson
Skattlagning lífeyrissparnaðar og skerðing ellilífeyris
Kjarninn 20. júní 2019
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegi MND dagurinn 21. júní 2019
Kjarninn 20. júní 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað afstöðu til Beltis og brautar
Kínverski sendiherrann á Íslandi segir íslensk stjórnvöld vera opin fyrir þátttöku í Belti og braut. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki mótað sér afstöðu til verkefnisins.
Kjarninn 20. júní 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót
Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Kjarninn 20. júní 2019
Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent