Rósa Björk Brynjófsdóttir þingmaður Vinstri grænna segist vera búin að vera í hálfgerðu áfalli eftir að ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins voru gerð opinber. Frá þessu greinir hún á facebook-síðu sinni í dag. Hún segir hræsnina ótrúlega botnlausa.
„Það er þungt í ansi mörgum þingmönnum í dag og satt að segja er ég sjálf búin að vera í hálfgerðu áfalli,“ segir hún.
„Þegar kynjajafnrétti er ekki náð, þá finnst karlkyns þingmönnum í lagi að tala með ótrúlega niðrandi hætti um konur í opun almannarými. Kalla þær húrrandi klikkaðar kuntur, apaketti, ekki nógu hot, fokking trylltar og grenji sig inn á þing, geti ekkert og kunni ekkert...allt á einni kvöldstund. Sömu karlkyns þingmenn og tóku þátt í #metoo viðburði Alþingis fyrir ári síðan en hafa grenilega ekkert lært, sömu þingmenn og voru forsprakkar sem utanríkisráðherrar að standa fyrir BarberShop viðburðum á erlendum vettvangi til að fá karla til að taka jafnan þátt í kynjajafnréttisbaráttunni,“ bætir hún við.
Rósa Björk bendir á að meðan þetta sé staðan þá þurfi að halda áfram statt og stöðugt baráttunni fyrir kynjajafnrétti.
Það er þungt í ansi mörgum þingmönnum í dag og satt að segja er ég sjálf búin að vera í hálfgerðu áfalli eins og ég segi...
Posted by Rósa Björk Brynjólfsdóttir on Thursday, November 29, 2018