Verðbólga mælist nú 3,3 prósent en hún hefur ekki mælst hærri í fimm ár. Verðbólgan hækkar úr 2,8 prósentum í 3,3 prósent á milli mánaða. Þetta kemur fram í nýjustu tölum Hagstofu Íslands.
Lesa meira
Vísitala neysluverðs hækkar um 0,24% milli mánaða
Verðlag hækkar um 0,24 prósent milli mánuði og mælist vísitala neysluverðs 460,5 stig í nóvember 2018 . Vísitala neysluverð án húsnæðis er 393,5 stig og hækkar um 0,18 prósent frá október 2018.
Auglýsing
Í útreikningum Hagstofunnir kemur einnig fram að á verð á nýjum bílum hækkuðu um 1,6 prósent á milli mánaða og flugfargjöld til útlanda um 13,2 prósent.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,3 prósent en vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 2,4 prósent.