Bréf í Icelandair hrynja annan daginn í röð - Allt annað grænt

Hlutabréfaverð í Icelandair hefur lækkað mikið frá því að markaðir opnuðu í morgun. Að öðru leyti er kauphöllin græn og sum félög hafa hækkað skarpt. Mesta hækkunin er hjá eldsneytissala WOW air.

icelandair_737MAX_big2.jpg
Auglýsing

Gengi bréfa í Icelandair Group hefur fallið um 13,16 pró­sent það sem af er degi. Bréfin féllu líka um svipað hlut­fall í gær í kjöl­far þess að til­kynnt var um að félagið væri hætt við að kaupa WOW air. Öll önnur félög sem skráð eru í Kaup­höll Íslands hafa hækkð umtals­vert í verði, að HB Granda und­an­skildu en engin við­skipti hafa verið með bréf þess félags í dag.

­Mest hafa bréf í Festi hækk­að, um rúm­lega tíu pró­sent, en félagið er elds­neyt­is­sali WOW air. Bréf í Festi höfðu lækkað umtals­vert í gær en nú hefur orðið algjör við­snún­ingur á. Þar skiptir mestu að til­kynnt var um það í gær­kvöldi að banda­ríska félagið Indigo Partners ætl­aði sér að kaupa hlut í WOW air.

Til­kynnt var um kaup Icelandair á WOW air 5. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Þann dag hækk­aði virði hluta­bréfa í Icelandair um rúm­lega 39 pró­sent. Sú hækkun er nú að lang­mestu leyti gengin til baka og virði bréfa í félag­inu í síð­ustu við­skiptum var 8,42 krónur á hlut. Það er ein­ungis 6,6 pró­sent hærra verð en var bréf­unum í upp­hafi þess dags sem til­kynnt var um kaupin á WOW air, sem nú hefur verið fallið frá.

Auglýsing
Kjarninn greindi frá því í morgun að grein­ingar og áreið­an­­leikakann­­anir sem Icelandair Group lét fram­­kvæma vegna fyr­ir­hug­aðra kaupa á WOW air hafi leitt í ljós að við­­skiptin stóð­ust ekki þær for­­sendur sem gerðar voru við und­ir­­ritun kaup­­samn­ings­ins. Þetta kom fram í kynn­ingu sem farið var yfir á hlut­hafa­fundi Icelandair Group í dag, 30. nóv­­em­ber, og birt hefur verið í til­­kynn­inga­­kerfi Kaup­hallar Íslands.

Helstu for­­sendur kaup­­samn­ings Icelandair Group á WOW air, sem nú hefur verið fallið frá, voru þær að sam­komu­lag myndi nást við leig­u­­sala WOW air, að stað­­fest­ing myndi fá á því að for­­gangs­­réttur flug­­­manna myndi ekki eiga við um flug­­­menn WOW air og að sam­komu­lag myndi nást við skulda­bréfa­eig­endur WOW air. Ekk­ert af þessu var leitt til lykta áður en að ákveðið var að hætta við kaup­in. Þá var sér­­stakur fyr­ir­vari um nið­­ur­­stöðu áreið­an­­leika­könn­un­­ar, sem Deloitte og Logs fram­­kvæmdu. Það grunn­­mat liggur fyrir en er trún­­að­­ar­­mál en í kynn­ing­unni segir að „fyrstu nið­­ur­­stöður gáfu til kynna meiri fjár­­þörf en gert var ráð fyrir auk ann­­arra atriða.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent