Bréf í Icelandair hrynja annan daginn í röð - Allt annað grænt

Hlutabréfaverð í Icelandair hefur lækkað mikið frá því að markaðir opnuðu í morgun. Að öðru leyti er kauphöllin græn og sum félög hafa hækkað skarpt. Mesta hækkunin er hjá eldsneytissala WOW air.

icelandair_737MAX_big2.jpg
Auglýsing

Gengi bréfa í Icelandair Group hefur fallið um 13,16 pró­sent það sem af er degi. Bréfin féllu líka um svipað hlut­fall í gær í kjöl­far þess að til­kynnt var um að félagið væri hætt við að kaupa WOW air. Öll önnur félög sem skráð eru í Kaup­höll Íslands hafa hækkð umtals­vert í verði, að HB Granda und­an­skildu en engin við­skipti hafa verið með bréf þess félags í dag.

­Mest hafa bréf í Festi hækk­að, um rúm­lega tíu pró­sent, en félagið er elds­neyt­is­sali WOW air. Bréf í Festi höfðu lækkað umtals­vert í gær en nú hefur orðið algjör við­snún­ingur á. Þar skiptir mestu að til­kynnt var um það í gær­kvöldi að banda­ríska félagið Indigo Partners ætl­aði sér að kaupa hlut í WOW air.

Til­kynnt var um kaup Icelandair á WOW air 5. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Þann dag hækk­aði virði hluta­bréfa í Icelandair um rúm­lega 39 pró­sent. Sú hækkun er nú að lang­mestu leyti gengin til baka og virði bréfa í félag­inu í síð­ustu við­skiptum var 8,42 krónur á hlut. Það er ein­ungis 6,6 pró­sent hærra verð en var bréf­unum í upp­hafi þess dags sem til­kynnt var um kaupin á WOW air, sem nú hefur verið fallið frá.

Auglýsing
Kjarninn greindi frá því í morgun að grein­ingar og áreið­an­­leikakann­­anir sem Icelandair Group lét fram­­kvæma vegna fyr­ir­hug­aðra kaupa á WOW air hafi leitt í ljós að við­­skiptin stóð­ust ekki þær for­­sendur sem gerðar voru við und­ir­­ritun kaup­­samn­ings­ins. Þetta kom fram í kynn­ingu sem farið var yfir á hlut­hafa­fundi Icelandair Group í dag, 30. nóv­­em­ber, og birt hefur verið í til­­kynn­inga­­kerfi Kaup­hallar Íslands.

Helstu for­­sendur kaup­­samn­ings Icelandair Group á WOW air, sem nú hefur verið fallið frá, voru þær að sam­komu­lag myndi nást við leig­u­­sala WOW air, að stað­­fest­ing myndi fá á því að for­­gangs­­réttur flug­­­manna myndi ekki eiga við um flug­­­menn WOW air og að sam­komu­lag myndi nást við skulda­bréfa­eig­endur WOW air. Ekk­ert af þessu var leitt til lykta áður en að ákveðið var að hætta við kaup­in. Þá var sér­­stakur fyr­ir­vari um nið­­ur­­stöðu áreið­an­­leika­könn­un­­ar, sem Deloitte og Logs fram­­kvæmdu. Það grunn­­mat liggur fyrir en er trún­­að­­ar­­mál en í kynn­ing­unni segir að „fyrstu nið­­ur­­stöður gáfu til kynna meiri fjár­­þörf en gert var ráð fyrir auk ann­­arra atriða.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nichole Leigh Mosty
Kvennafrídagur 2020 og nokkra staðreyndir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Leslistinn 24. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent