Freyja Haraldsdóttir: Um kerfisbundið hatur valdhafa að ræða

„Ef Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, má tala svona, þá hljóta allir að mega það,“ segir Freyja Haraldsdóttir í stöðuuppfærslu um það sem hún kallar sérstaklega hættulega hatursorðræðu valdhafa.

alingi-haust-2013_14402272031_o.jpg
Auglýsing

Freyja Har­alds­dótt­ir, fyrr­ver­andi vara­þing­maður Bjartrar fram­tíðar og þekkt bar­áttu­kona fyrir auknum mann­rétt­indum fatl­aðra, segir í stöðu­upp­færslu á Face­book að niðr­andi og meið­andi ummæli þing­manna á drykkju­fundi í síð­ustu viku, um hana og fjöl­marga aðra naf­greinda ein­stak­linga, séu kerf­is­bundið hat­ur. „Það bein­ist harð­ast að kon­um. Hinsegin fólki. Fötl­uðu fólki. Karl­mönnum sem ein­hvern­veg­inn passa ekki inn í ríkj­andi hug­myndir um (skað­lega) karl­mennsku. Það er hvorki til­viljun né eins­dæmi að akkúrat þessir hópar séu við­fang orð­a­níðs fólks með mikil for­rétt­indi. Það er alltum­lykj­andi - alltaf.“

Á upp­tökum af drykkju­fundi þing­mann­anna, sem til­heyra Mið­flokknum og Flokki fólks­ins, heyr­ast þeir gera grín að Freyju, sem þjá­ist af sjald­­gæfum beina­­sjúk­­dómi. Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þing­maður Mið­flokks­ins, kall­aði hana „Freyju eyju“ og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, gerði grín af því að tveir hinna mann­anna við borðið hefðu sér­stakan áhuga á Freyju og nafn­greindri þing­konu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Ein­hver úr hópnum hermdi í kjöl­farið eftir sel.

Freyja segir í stöðu­upp­færslu sinni að fyrstu við­brögð hennar við hat­urs­orð­ræðu þing­mann­anna hafi verið að verja hvorki krafti né orðum í hana og halda áfram með vinnu­dag­inn sinn. „En ég hélt auð­vitað ekk­ert áfram með dag­inn minn að neinu ráði - þetta hefur tekið sinn toll líkt og allt ofbeldi ger­ir.

Auglýsing
Eftir að hafa hugsað mikið um þetta, rætt við kær­leiks­ríkt sam­starfs­fólk, tekið við slatta af ást í gegnum sam­fé­lags­miðla, grátið tölu­vert, verið kaf­færð í faðm­lögum frá vinum og fjöl­skyldu og fylgst með umræð­unni eins og hjartað mitt og tauga­kerfi þolir er eitt og annað sem ég ætla að segja.“

Freyja segir að aðför að fötl­uðum lík­ama sínum sem dýrs­legum sé ekki bara það að „að gera grín að fötl­uðum". Það sé birt­ing­ar­mynd kven­fyr­ir­litn­ingar og fötl­un­ar­fyr­ir­litn­ing­ar.“ Um er að ræða fyr­ir­litn­ingu sem á sér djúpar sögu­legar rætur og end­ur­speglar æva­gömul við­horf til fatl­aðs fólks sem dýra - óæðri mann­eskj­um. Það í sam­hengi við niðr­andi umræðu um útlit og kyn­þokka kvenna er kven­fjand­sam­legt. Ég er ekki bara fötl­uð. Ég er kona. Ég get ekki tekið mig í sundur og verið stundum fötluð og stundum kona. Ég er alltaf (stolt) fötluð kona.

Þó hat­rið bein­ist að per­sónum (sem er grafal­var­legt) er alvara máls­ins sú að um kerf­is­bundið hatur er að ræða. Það bein­ist harð­ast að kon­um. Hinsegin fólki. Fötl­uðu fólki. Karl­mönnum sem ein­hvern­veg­inn passa ekki inn í ríkj­andi hug­myndir um (skað­lega) karl­mennsku. Það er hvorki til­viljun né eins­dæmi að akkúrat þessir hópar séu við­fang orð­a­níðs fólks með mikil for­rétt­indi. Það er alltum­lykj­andi - alltaf.“

Freyja bendir á að ger­endur í þessu til­viki séu vald­haf­ar. Það sé sér­stak­lega hættu­legt þegar fólk í valda­stöðum við­hefur hat­urs­orð­ræðu. „Í fyrsta lagi vegna þess að það setur for­dæmi og hefur vald til þess að normalisera orð­ræðu og ofbeld­is­menn­ingu. Ef Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, má tala svona, þá hljóta allir að mega það. Í öðru lagi vegna þess að hat­urs­orð­ræða afhjúpar við­horf vald­hafa sem við höfum kosið og treyst til þess að reka sam­fé­lagið okkar og taka mik­il­vægar ákvarð­anir um hagi okk­ar. Ef þing­menn sjá fatlað fólk sem dýr en ekki mann­eskjur er ekki furða að það taki ákvarð­anir um líf fatl­aðs fólks byggt á ein­hverju allt öðru en mann­rétt­inda­skuld­bind­ing­um. Í þriðja lagi vegna þess að rann­sóknir og reynslan sýnir okkur að hat­urs­orð­ræða vald­hafa hefur bein áhrif á tíðni hat­urs­glæpa.“

Auglýsing
Í enda stöðu­upp­færsl­unnar víkur Freyja að afsök­un­ar­beiðnum þeirra sem tóku þátt í athæf­inu á Klaust­ur­barnum í síð­ustu viku. Hún segir að það telj­ist almenn kurt­eisi og mann­virð­ing að biðj­ast afsök­unar þegar fólki verður á. “Það er hins­vegar mjög rotin afsök­un­ar­beiðni og ekki afsök­un­ar­beiðni í raun að afsaka sig með áfeng­is­neyslu og því að eiga vini sem til­heyra minni­hluta­hópum (sbr. Gunnar Bragi í Kast­ljósi). Það er líka eitt að verða á og annað að láta hatur gagn­vart konum og jað­ar­settum hópum vella út úr sér í marga klukku­tíma á opin­berum vett­vangi. Þegar fólk ger­ist upp­víst um slíkt er ekki for­svar­an­legt að henda í eina yfir­lýs­ingu og lofa að drekka færri bjóra næst og halda að þar með verði allt aftur fal­legt og gott. Eina leiðin til þess að biðj­ast afsök­unar af trú­verð­ug­leika og auð­mýkt er að gang­ast við gjörðum sínum og taka ábyrgð með því að segja af sér.

Í allan dag hef ég ekki getað hætt að hugsa um öll fötl­uðu börnin og ung­menn­in, einkum stúlkur í óhefð­bundnum lík­öm­um, sem hafa heyrt af þessu eða glefsur um þetta. Þetta hefur vissu­lega verið sárt fyrir mig og annað full­orðið fatlað fólk en sár­ast er þetta fyrir þau. Hvernig í ver­öld­inni eiga þau að þróa með sér jákvæða lík­ams- og kyní­mynd, upp­lifa sig eiga fram­tíð og búa við öryggi í sam­fé­lagi þar sem fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra líkir fyrr­ver­andi fatl­aðri sam­starfs­konu sinni við dýr - ofan á allt annað mis­rétti sem þau verða fyrir vegna fólks í valda­stöðum sem sér þau ekki sem mennsk.

Fyrir þau bregst ég við þessu hatri í dag. Við þau vil ég segja: Allir lík­amar eiga rétt á sér. Allir lík­amar eru verð­mætir og verð­ug­ir. Allir lík­amar mega og eiga að taka sér pláss. Allir lík­amar eiga rétt á að búa við frið­helgi frá hverskyns ofbeld­i.“

Efn­is­við­vör­un: hat­urs­orð­ræða á grund­velli fötl­un­ar, kyn­gerv­is, kyn­hneigðar og kyn­vit­und­ar. Mín fyrstu við­brögð við...

Posted by Freyja Har­alds­dóttir on Thurs­day, Novem­ber 29, 2018


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent