Bréf til bjargar baráttu tíu kvenna

Árleg herferð Amnesty International, lýstu upp myrkrið, er hafin en hún vekur athygli á undirskriftaherferðinni, Bréf til bjargar lífi, sem í ár er helguð tíu baráttukonum. Meðal þeirra er baráttukonan Nawal Benassi frá Marokkó.

Auglýsing
Ljósainnsetningin, Lýstu upp myrkrið, var vígð í gær Mynd: Íslandsdeild Amnesty International

Árleg her­ferð Am­nesty International, lýstu upp myrkrið, byrj­aði í gær en til­gangur her­ferð­ar­innar er að vekja athygli á und­ir­skrifta­her­ferð Am­nesty International Bréf til bjargar lífi sem í ár er helguð tíu bar­áttu­konum sem sæta grófum mann­rétt­inda­brot­um.

Lýstu upp myrkrið er stærsta gagn­virka ljósainn­setn­ing á Íslandi. Hún fer fram fyrir framan Hall­gríms­kirkju frá 30. nóv­em­ber til 2. des­em­ber. Hug­myndin er sú að gestir geti lýst upp myrkrið sem mann­rétt­inda­brotin eru og tekið þátt í ljósainn­set­ing­unni með því að skrifa undir málin á spjald­tölvu fyrir framan kirkj­una.

Í ár er her­ferðin til­einkuð bar­áttu tíu hug­rakkra kvenna, all­staðar að úr heim­in­um,  sem hætta lífi sínu í þágu betra heims. Kon­urnar tíu eru frá­ Bras­il­íu, Egypta­landi, Ind­land­i, Marokkó, Ken­íu, Suð­ur­-Afr­íku, Íran, Kirgistan, Venes­ú­ela og Úkra­ínu. Þær berj­ast allar fyrir betra sam­fé­lagi á mis­mun­andi hátt í sínu heima­landi, meðal þeirra bar­áttu­mála sem þær berj­ast fyrir eru rétt­indi hinsegin fólks, jafn­rétti kynj­anna, gegn dauða­refs­ingum ásamt fleiru.

Auglýsing

Hund­ruðir dæmd í fang­elsi fyrir frið­sæl mót­mæli 

Á meðal þess­ara kvenna bar­áttu­kon­an Nawal Bena­issa en hún­ er 36 ára, fjög­urra barna móðir frá Marokkó. Í heima­landi sínu berst hún fyrir bættum mann­rétt­indum en í hér­að­inu hennar í Marokkó, búa í­bú­ar við mis­rétti, spill­ingu og van­rækslu af hendi marokkóskra stjórn­valda. Nawal hefur verið ein þeirra sem leitt hefur mót­mælin þar í landi en í byrjun árs hlaut hún tíu mán­aða skil­orðs­bundin dóm fyrir að hvetja til lög­brota á sam­fé­lags­miðl­um.

Mótmæli í Rif Mynd:EPASíð­ustu ár hefur verið róstu­samt í Rif hér­aði, hér­að­inu hennar Nawal. Ber­bar eru þar í miklum meiri­hluta en þeir telja ­sig ekki sitja við sama borð og aðra lands­menn. Mót­mælin hófust í októ­ber 2016, í hafn­ar­borg­inni al-Hoceima eftir að íbúi var drep­inn af rusla­bíl stjórn­valda. Mót­mælin brut­ust hratt út um hér­aðið og síðan landið allt en upp úr þessum jarð­vegi spratt ný, póli­tísk hreyf­ing sem kall­ast Al-Hirak al-s­haabi. 

Hirak hreyf­ingin hefur náð miklum vin­sældum und­an­farin tvö ár í Marokkó en hreyf­ingin berst fyrir upp­bygg­ingu atvinnu­lífs, þróun inn­viða og upp­ræt­ingu spill­ingar í Rif hér­að­inu og mót­mælir spill­ingu stjórn­valda. Í Rif hér­að­inu er atvinnu­leysi yfir 65 pró­sent og mikil þörf á upp­bygg­ingu í heil­brigð­is- og mennta­mál­u­m.­Yfir sum­arið 2017 brut­ust út fjöldi mót­mæla sem stjórn­völd reyndu að banna trekk í trekk. Í yfir­lýs­ingu Am­nesty um málið segir að lög­reglan hafi beitt mót­mæl­endum ofbeldi og að yfir sum­arið hafi stjórn­völd hand­tekið yfir 400 mót­mæl­end­ur, þar á meðal börn. Fjöl­miðla­mað­ur, fyrrum leið­togi og fjöldi ann­arra mót­mæl­enda hafa verið dæmd án rétt­látr­ar­ ­máls­með­ferð­ar. Mann­rétt­inda­sam­tök um allan heim hafa gagn­rýnt stjórn­völd í Marokk­ó ­fyrir að leyfa ekki frið­sæl mót­mæli.

Bar­átta fyrir betra fram­tíð

Nawal er ein þeirra sem gegn­ir ­for­ystu innan Hirak hreyf­ing­ar­innar og sem leið­togi hennar hefur hún staðið fyrir frið­sam­legum mót­mælum og gagn­rýnt stjórn­völd á sam­fé­lags­miðl­u­m. Nawal hefur vakið mikil athygli fyrir bar­áttu sína innan hreyf­ing­ar­innar og Face­book-­síðan hennar er með yfir 80.000 fylgj­end­ur.

„Ég fædd­ist og var alin upp í Rif, svæði þar sem van­ræksla af hálfu stjórn­valda, mis­rétti og spill­ing ræður ríkj­um. Ég tek þátt í frið­sælum mót­mælum af því ég krefst að rétt­inda mín séu virt og stjórn­völd virði rétt­indi íbúa Rifs hér­aðs­ins til heil­brigð­is­þjón­ustu, menntun og vinn­u.“ seg­ir Nawal á Face­book-­síðu sinn­i. 

Nawal Benaissa Mynd: Amnesty International

Sam­kvæmt yfir­lýs­ingu Am­nesty hafa stjórn­völd þar í landi reynt að þagga ­niður í Nawal en hún hefur verið hand­tekin fjórum sinnum á fjög­urra mán­aða tíma­bili. Þar sem hún var meðal ann­ars haldin í varð­haldi og krafin um að loka Face­book- síðu sinni. Á sama tíma hafa örygg­is­sveitir í Marokkó hand­­tekið hund­ruð  mót­mæl­enda fyrir það eitt að tjá stuðn­ing sinn við hreyf­­ing­una á Face­book.

Í febr­úar 2018 hlaut Nawal ­tíu mán­aða skil­orðs­bund­inn dóm og sekt fyrir að „hvetja til lög­brota“ á sam­fé­lags­miðl­um. Yfir sum­arið 2017 hafði hún hvatt íbúa hér­aðs­ins til að mæta á mót­mælin og gagrýnt stjórn­völd fyrir ósann­gjarna með­ferð þeirra á mót­mæl­end­um. Nawal hefur áfrýjað dómnum og flúið til ann­arrar borgar í Marokko til kom­ast hjá stöð­ugu eft­ir­liti en sam­kvæmt Am­nesty halda árásar á hendur henni af hálfu stjórn­valda áfram.

„Að taka þátt í frið­sælum mót­mælum og krefj­ast grunn­mann­rétt­inda er ekki glæp­ur“ segir í yfir­lýs­ingu Amnesty um mál Nawalu. Í yfir­lýs­ing­unni segir einnig að dóm­ur Nawal Bena­issa sé hluti af stór­felldri her­ferð ­stjórn­valda gegn Hirak hreyf­ing­unni og leið­togum henn­ar. Nawal óskar þess að vera frjáls til að heyja bar­áttu sína fyrir betri fram­tíð fyrir sig og börnin sín en með bréfi til bjarg­ar Nawal ­getur þú krafið for­sæt­is­ráð­herra Marokk­ó um að koma í veg fyr­ir­ frekari árásir af hálfu stjórn­valda á Nawal.

Á heima­síðu Ís­lands­deild­ar­ Am­nesty er hægt að lesa um öll tíu mis­mun­andi bar­áttu­mál kvenn­anna og hægt er skrifa undir bréf.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent