Heimilið hættulegasti staðurinn fyrir konur

Árið 2017 bárust lögreglunni á Íslandi 870 tilkynningar um heimilisofbeldi. Sama ár voru 50.000 konur myrtar í heiminum af maka sínum eða fjölskyldumeðlim. Á síðustu 15 árum var helmingur þeirra manndrápa sem framin voru á Íslandi tengd heimilisofbeldi.

Metoo - ofbeldi
Auglýsing

Á síð­ustu árum hefur umræða um heim­il­is­of­beldi opn­ast að mörgu leyti hér á land og efnt hefur verið til vit­und­ar­vakn­ingar um málið á mörgum sviðum sam­fé­lags­ins. Áður þótti heim­il­is­of­beldi vera einka­mál, ekki eitt­hvað sem yfir­völd skiptu sér að heldur aðeins trún­að­ar­mál heim­il­anna. Á þessu ári hefur fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna skil­greint kyn­bundið ofbeldi sem heims­far­ald, lög­reglu­stjóri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins full­yrt að heim­il­is­of­beldi sé ekki einka­mál heldur sam­fé­lags­legur harm­leikur og núver­andi rík­is­stjórn sett heim­il­is­of­beldi sem eitt af áherslu­málum sínum í stjórn­ar­sátt­mála sinn.

Á Íslandi hafa verið framin 22 morð á síð­ustu 15 árum en helm­ingur þeirra morða teng­ist heim­il­is­of­beld­i. Árið 2017 bár­ust lög­reglu 890 til­kynn­ingar um heim­il­is­of­beldi, 251 ein­stak­lingar dvöldu í kvenna­at­hvarf­inu og um helm­ingur þeirra sem dvelja í kvenna­at­hvarf­inu eru af erlendum upp­runa.

Í heim­inum eru að með­al­tali 136 konur myrtar á dag af maki sínum eða fjöl­skyldu­með­lim. Alls voru 87.000 konur myrtar í heim­inum árið 2017, tæp­lega sex­tíu pró­sent þeirra voru myrtar af maka sínum eða fjöl­skyldu­með­lim. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá UNODC skrif­stofa Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Meiri en helm­ingur þeirra kvenna sem hafa verið myrt­ar, voru myrtar af maka eða fjöl­skyldu­með­lim

Í skýrsl­unni segir að þessar tölur sýni að heim­ili séu í raun hættu­leg­asti stað­ur­inn fyrir konur þar sem meiri­hluti þeirra morða sem framin eru á konum tengj­ast heim­il­is­of­beldi. Fimm­tíu þús­und konur voru myrtar af hendi maka eða ætt­ingja, eða 58 pró­sent af öllum þeim konum sem myrtar voru árið 2017. Af þeim voru u.þ.b. 30.000 konur myrtar af maka sínum og 20.000 af náskyldum ætt­ingja. Það þýðir að á hverjum klukku­tíma eru konur myrtar af ein­hverjum sem þær þekkja.

Skýrslan „Global study on homicide: Gender related kill­ings of women and girls“ er heild­stæð rann­sókn á morðum í heim­inum og þá sér­stak­lega kyn­bundnum morðum á konum og stúlk­um. Hún var birt fyrir rúmri viku á degi Sam­ein­uðu þjóð­anna sem helg­aður er bar­átt­unni gegn kyn­bundnu ofbeldi.

Mynd: Úr skýrslu UNODCÍ heild­ina hafa mun fleiri karlar en konur fallið fyrir hendi ann­arra í heim­inum en karlar voru um 80 pró­sent þeirra sem voru myrtir árið 2017. Á hinn bóg­inn eru konur 82 pró­sent þeirra fórn­ar­lamba sem myrt eru af maka, sam­kvæmt nið­ur­stöðum skýrsl­unn­ar. Ef ætt­ingjar eru taldir með þá eru konur 64 pró­sent þeirra sem myrtir eru af mökum eða fjöl­skyldu­með­limum sam­an­borið við 36 pró­sent karla. 

Auglýsing

Í skýrsl­unni segir að þessar nið­ur­stöður sýna að jafn­vel þó menn séu frekar fórn­ar­lömb mann­drápa í heim­in­um, þá tengj­ast morð á konum í mun meira mæli kynja­mis­rétti og staðalí­myndum kynj­anna. Sam­kvæmt skýrsl­unni eru slík morð oft­ast ekki ein­staka atvik heldur oft á tíðum „hæsta stig“ heim­il­is­of­beldis eða kyn­bund­ins ofbeld­is. 

Ljóst er að stjórn­völd um heim allan þurfi að grípa til mun víð­tæk­ari aðgerða ef taka skal á þessu vanda­máli, ef koma á í veg fyrir fleiri morð segir í skýrsl­unni. Nauð­syn­legt sé að stjórn­völd bjóði upp á fjöl­breytt­ari og sam­ræmd­ari þjón­ustu, þar sem lög­reglan, dóms­kerf­ið, heil­brigð­is- og félags­þjón­usta vinna saman gegn kyn­bundnu ofbeldi. Í skýrsl­unni segir að auk þess þurfi karlar að taka meiri þátt í að berj­ast gegn kyn­bundnu ofbeldi, heim­il­is­of­beldi og leggja sitt af mörkum í að breyta þeim menn­ing­ar­legu við­miðum sem enn virð­ast ríkja um staðalí­myndir kynj­anna.

Kyn­bundið ofbeldi er heims­far­aldur

António Guterres, aðal­fram­kvæmd­ar­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, segir kyn­bundið ofbeldi vera heims­far­ald. Hann segir þetta vanda­mál svartan blett á öllum sam­fé­lögum heims­ins og helstu hindr­un­ina í öllum öðrum þró­un­ar­verk­efnum Sam­ein­uðu þjóð­anna í til­kynn­ingu sem hann birti í kjöl­far nið­ur­stöðu skýrsl­unn­ar.

Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðirnar  h_53596793.jpg 

Guterres segir að kyn­bundið ofbeldi taki á sig marg­vís­legar mynd­ir, allt frá kyn­ferð­is­legri áreitni, heim­il­is­of­beldi, lim­lest­ingum á kyn­færum kvenna, man­sali til lífs­hættu­legra áverka sem leiða til dauða. Yfir­lýs­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna um afnám ofbeldis gegn konum skil­greinir ofbeldi gegn konum sem ,,of­beldi á grund­velli kyn­ferðis sem leiðir til, eða gæti leitt til, lík­am­legs, kyn­ferð­is­legs eða sál­ræns skaða eða þján­inga kvenna, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handa­hófs­kennda svipt­ingu frels­is, bæði í einka­lífi og á opin­berum vett­vang­i.” 

Guterres ­segir jafn­framt að ofbeldi gegn konum skaði ekki aðeins þolendur heldur hafi það einnig víð­tækar afleið­ingar á fjöl­skyldu og sam­fé­lög. Hann segir kyn­bundið ofbeldið vera póli­tískt mál­efni og segir það tengj­ast valdi og stjórnun í sam­fé­lag­inu okk­ur. „Í grunn­inn er ofbeldi gegn konum og stúlkum djúp­stæður skortur á virð­ingu. Að menn geti ekki við­ur­kennt jafn­rétti og borið virð­ingu fyrir kon­um, það er brot á grunn­mann­rétt­ind­um.“ segir í Gutt­eres að lok­um.

Helm­ingur mann­drápa á Íslandi tengj­ast heim­il­is­of­beldi

Í Kyn­legum tölum, árlegum bæk­ling mann­rétt­inda­skrif­stofu Reykja­vík­ur­borg­ar, sem kom út í mars 2016 kemur fram að af þeim 16 konum sem myrtar voru á Íslandi á árunum 1980 til og með 2015 voru 11 þeirra myrtar af skyldum eða tengdum ein­stak­lingum sem þýðir að 69 pró­sent þeirra morða voru heim­il­is­of­beld­is­mál. Á síð­asta ári bár­ust lög­regl­unni 890 til­kynn­ingar um heim­il­is­of­beldi og 251 ein­stak­lingar dvöldu í Kvenna­at­hvarf­inu. Sam­kvæmt Kvenna­at­hvarf­inu var helm­ingur þeirra kvenna af erlendum upp­runa.

Brota­þolar heim­il­is­of­beldis eru 74,4 pró­sent kon­ur, sam­kvæmt nið­ur­stöðum til­rauna­verk­efnis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Meiri­hluti þeirra kvenna voru á aldr­inum 21 til 40 ára eða um 55 pró­sent þeirra. Í nið­ur­stöð­unum kemur fram að um 23 pró­sent þolenda heim­il­is­of­beldis séu konur af erlendum upp­runa frá tæp­lega 40 þjóð­lönd­um, lang­flestar frá Pól­landi en þarnæst Víetnam og Tæland­i. 

„Hafi ofbeldi einu sinni verið beitt gegn maka ger­ist það nær örugg­lega aftur og stig­magn­ast nema gripið sé inn í með mark­vissum aðgerð­u­m,“ segir á vef Jafn­rétt­is­stofu. ­Sam­kvæmt Jafn­rétt­is­stofu hefur ein af hverjum fimm þung­uðum konum á Íslandi upp­lifað heim­il­is­of­beldi. Það gera um 900 konur á ári. 

Heim­il­is­of­beldi ekki einka­mál

Lög­reglan á Íslandi skil­greinir ofbeldi sem heim­il­is­of­beldi ef það full­nægir tveimur skil­yrð­um. Fyrri for­sendan er sú að ger­andi og brota­þoli teng­ist nánum bönd­um, séu t.d. skyld eða tengd. Til dæmis getur verið um að ræða núver­andi eða fyrr­ver­andi maka, fólk í hjóna­bandi eða sam­býl­is­fólk, börn, systk­ini, for­eldra eða for­ráða­menn. Seinni for­sendan er sú að það verður að vera um að ræða brot á hegn­ing­ar­lögum eða barna­vernd­ar­lögum s.s. lík­ams­árás, kyn­ferð­is­brot, hót­an­ir, eigna­spjöll, kúg­un, vændi, man­sal eða hlið­stæð brot. Vett­vangur brots getur verið hvar sem er og ein­skorð­ast ekki við heim­il­ið.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóriSig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir lög­reglu­stjóri seg­ir í grein sinni á Jafn­rétt­is­stofu að miklir van­kantar hafi verið á kerfi lög­regl­unnar varð­andi heim­il­is­of­beld­is­mál áður en þeim var breytt nýlega. Sam­kvæmt Sig­ríði náði lög­reglan sjaldn­ast að ljúka rann­sókn þess­ara mála á full­nægj­andi hátt og ekki hafi náðst fram sak­fell­ingar þó svo að um mjög alvar­leg brot væri að ræða. 

Sam­kvæmt grein Sig­ríðar er verk­lag­inu þannig háttað í dag að lög­reglan og félags­þjón­ustan eru í sam­starfi sem felst meðal ann­ars í því að lög­reglan óskar ávallt eftir aðstoð félags­þjón­ustu þegar um er að ræða útköll þar sem grunur leikur á að um heim­il­is­of­beldi sé að ræða. Til­gang­ur­inn sé að styrkja þolend­ur. ­Sig­ríður leggur áherslu á að kerfið verði að koma í veg fyrir end­ur­tekin brot og tryggja að þau mál sem komi upp fái greiða leið í gegnum kerf­ið. Hún segir að einn mik­il­væg­asti þátt­ur­inn í verk­lag­inu sé að tryggja að brota­þolar og ger­endur fái við­eig­andi og full­nægj­andi félags-, sál­ræna og lög­fræði­lega aðstoð.

Sig­ríður full­yrðir jafn­framt að heim­il­is­of­beldi sé ekki einka­mál sem rúm­ast innan frið­helgi heim­il­is­ins, heldur sam­fé­lags­legur harm­leik­ur. Hún segir að traust til lög­regl­unnar og kerf­is­ins verður að vera til staðar í þessum mála­flokki og að aðstoð, eft­ir­fylgni og stuðn­ingur mun leiða til þess að fleiri leiti sér hjálp­ar. 

„Skila­boðin eru skýr. Ofbeldi á ekki að líð­ast og ofbeldi gegn konum og börnum þarf aðra nálgun en hina hefð­bundnu kerf­isnálgun sem hefur verið allt of ríkj­andi hingað til,“ segir Sig­ríður að lok­um.

Þetta er þjóð­fé­lags­legt mein

Í júní á þessu ári var tekið upp nýtt verk­lag við mót­töku þolenda heim­il­is­of­beldis á bráða­deild Land­spít­al­ans. Hrönn Stef­áns­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri á Neyð­ar­mót­töku fyrir þolendur kyn­ferð­is­of­beld­is, sagði í við­tali við Vísi að verk­lagið myndi sam­ræma ferli sem fer af stað þegar kemur að mót­töku þolenda heim­il­is­of­beldis á bráða­deild. Mark­mið verk­lags­ins er að allir starfs­menn vinni saman í að taka vel á móti öllum og að þolendum líði ekki eins og þeir þurfi að taka „mjög þung skref“ til þess að leita til spít­al­ans. ­Meðal breyt­inga sem gerðar voru á verk­lag­inu er að nú þurfa þolendur ekki að bíða á bið­stof­unni eftir skoð­un.

LandspítalinnÁ hverju ári leita að með­al­tali 130 til 150 konur á bráða­deild sem láta vita að þær sé að koma vegna áverka eftir heim­il­is­of­beldi en Hrönn telur að fjöldi þeirra sem koma þangað eftir heim­il­is­of­beldi sé hærri en töl­fræðin gefur til kynna. Þekkt er að ein­stak­lingar segi ekki frá því að ofbeldið hafi verið af hendi maka, fyrr­ver­andi maka eða ein­hvers sem þær eru í nánu sam­bandi við.

Hrönn segir þennan mála­flokk mjög mik­il­vægan og bendir á að fólk þurfi að kljást við afleið­ingar sem geta meðal ann­ars verið lík­am­leg­ar, and­legar og fjár­hags­legar vegna ofbeld­is­ins allt sitt líf. „Það er sem betur fer verið að opna á þennan mála­flokk sem hefur alltaf verið til, en áður fyrr var talið að þetta væri einka­líf og trún­aður heim­il­anna. En þetta er það ekki. Þetta er þjóð­fé­lags­legt mein og hefur alvar­legar afleið­ingar fyrir þolendur og börn,“ segir Hrönn. 

Aðgerðir stjórn­valda

Mynd frá druslugöngunniÁ heima­síðu mann­rétt­inda­skrif­stofu Íslands seg­ir: „Kyn­bundið ofbeldi brýtur gegn mann­rétt­indum og grund­vall­ar­frelsi kvenna. Yfir­völdum ber skylda til að leita allra leiða til að upp­ræta þann smán­ar­blett sem ofbeldi gegn konum er á íslensku sam­fé­lagi og tryggja stjórn­ar­skrár­varin rétt­indi þeirra til mann­helgi og jafn­rétt­is.“



Heim­il­is­of­beldi er eitt af áherslu­mál­unum í stjórn­ar­sátt­mála nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar. Ýmsar breyt­ingar hafa átt sér stað á síð­asta ári, nýtt verk­lag hef­ur verið komið á lagg­irnar hjá lög­regl­unni og ný mót­töku­stöð fyrir þolendur ofbeld­is, Bjark­ar­hlíð, var opnuð en þar geta full­orðnir þolendur ofbeldis fengið sam­hæfða þjón­ustu og ráð­gjöf undir sama þaki. 



Rík­is­stjórnin hefur einnig full­gilt Ist­an­búl-­samn­ing­inn, sem er samn­ingur Evr­ópu­ráðs­ins um for­varnir og bar­áttu gegn heim­il­is­of­beldi og alls ofbeldi gegn kon­um. Ásamt því hefur Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra skipað stýri­hóp um heild­stæðar úrbætur er varðar kyn­ferð­is­legt ofbeld­i. Katrín sagði á ráð­stefnu um heim­il­is­of­beld­is­mál í októ­ber síð­ast­liðnum að of­beldi gegn kon­um sé or­­sök eða af­­leið­ing kynja­m­is­rétt­­is. Sam­­fé­lagið þurfi að tak­­ast á við þetta mis­­rétti í öll­um sín­um birt­ing­­ar­­mynd­­um.„Ég er ánægð með að jafn­­rétt­is­­mál eru ein af for­­gangs­­mál­um þess­­ar­ar rík­­is­­stjórn­­­ar,“ sagði Katrín.

Ásmundur Einar Daða­son félags og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra lagði einnig nýlega fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um áætlun fyrir árin 2019 til 2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleið­ingum þess. Áætl­unin er víð­tæk og aðgerð­irnar snúa að mis­mun­andi birt­ingu ofbeldis í íslensku sam­fé­lagi. Í grein­ar­gerð­inni seg­ir: „Al­þingi álykti að ofbeldi sé alvar­legt þjóð­fé­lags­mein sem vinna þurfi gegn með öllum til­tækum ráð­um. Meg­in­mark­mið stjórn­valda með aðgerða­á­ætl­un­inni verði að stuðla að vakn­ingu um mál­efnið með for­vörnum og fræðslu, bæta verk­lag og máls­með­ferð innan rétt­ar­vörslu­kerf­is­ins og efla stuðn­ing við þolend­ur.“ 

Þú átt VON

Jafn­rétt­is­stofa hlaut styrk úr áætlun Evr­ópu­sam­bands­ins um rétt­indi, jafn­rétti og borg­ara­rétt til að standa straum að verk­efn­inu Byggjum brýr Brjótum múra – Sam­vinna í heim­il­is­of­beld­is­málum. Meg­in­mark­mið verk­efn­is­ins er að upp­ræta ofbeldi í nánum sam­böndum á Íslandi og er lagt upp með að til­kynn­ingum til lög­reglu muni fjölga um 20 pró­sent á þeim 30 mán­uðum sem verk­efnið stendur yfir. 

Vit­und­ar­vakn­ingin ber tit­il­inn „Þú átt VON“ og er lögð áhersla á að sýna þolendum ofbeldis að það er von á betra lífi. Í vit­und­ar­vakn­ing­unni er lögð áhersla á að draga fram reynslu þolenda og ger­enda á að kom­ast út úr aðstæð­unum með stuðn­ingi fag­fólks og sýnd sú fjöl­breytta þjón­usta sem stendur fólki til­boða. Einnig er lögð áhersla á að gera úrræðin sýni­leg í sam­fé­lag­inu. Sér­stök áhersla er lögð á við­kvæma hópa en sam­kvæmt rann­sóknum eru þeir einkum konur af erlendum upp­runa, konur með fötlun og konur sem eiga von á barni. Hluti af vit­und­ar­vakn­ing­unni eru mynd­bönd sem greina frá reynslu þolenda heim­il­is­of­beld­is.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar