Sigmundur Davíð: Er það á minni ábyrgð það sem þingmenn segja um aðra þingmenn?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins tjáði sig í beinni útsendingu um Klaustursmálið svonefnda við Stöð 2.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Auglýsing

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði í viðtali við Stöð 2 í kvöld, í beinni útsendingu, að honum fyndist miður að saklaust fólk hefði dregist inn í umræðu um samtöl hans og fimm annarra þingmanna á Klaustur bar, 20. nóvember síðastliðinn. 

Hann endurtók það sem hann hefur sagt til þessa, að honum þætti miður að hafa ekki beitt sér með þeim hætti, að samræðurnar myndu stöðvast. 

Nefndi hann enn fremur, að hann hefði orðið vitni að svipuðum samtölum hjá öðrum þingmönnum kollegga sína á þingi, og spurði hvort hann ætti að bera ábyrgð á því hvað aðrir þingmenn segðu um aðra þingmenn. Nefndi hann að það hefði verið talað mjög illa um marga þingmenn, meðal annars hann sjálfan.

Auglýsing

Aðspurður, sagðist hann telja að þetta hefðu verið umhverfishljóð sem í samtalinu milli þingmannanna hafa verið nefnda selahljóð, þegar Freyja Haraldssonar barst í tal. 

Sigmundur Davíð sagði að engin hefði gert grín að fötlun hennar í þessu samtali, og varðist hann spurningum fréttamanns um þau mál, og sagði að þetta gæti þess vegna hafa verið hjól að bremsa. 

Þeir sex þingmenn sem sátu á Klaustur bar 20. nóvember voru Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir, Miðflokki, og Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson Flokki fólksins. Bergþór og Gunnar Bragi eru farnir í leyfi og Karl Gauti og Ólafur hafa verið reknir úr Flokki fólksins. Enginn hefur sagt af sér þingmennsku, og stendur það ekki til, samkvæmt svörum þingmannanna til þessa.

Freyja Haraldsdóttir, segir í grein, sem hún skrifaði á vef Kjarnans, að hún hefði ekki fengið neina formlega afsökunarbeiðni vegna þessarar umræðu. „Ég frá­bið mér frek­ari sím­töl þar sem ófatl­aður karl­maður í valda­stöðu talar niður til mín og reynir að útskýra fyrir mér hvað eru fötl­un­ar­for­dómar og hvað ekki. Eina eðli­lega sím­talið í stöð­unni væri að biðj­ast ein­læg­lega afsök­un­ar, án nokk­urra útskýr­inga eða mála­leng­inga, og segj­ast í ljósi gjörða sinna ætla að axla ábyrgð á ofbeld­inu sem við vorum beittar og segja af sér,“ sagði Freyja í grein sinni.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, baðst í dag, við upphaf þingfundar, afsökunar á framferði þingmannanna, en siðanefnd Alþingis hefur nú verið virkjuð og mun hún fjalla um framgöngu þingmannanna.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent