Sigmundur Davíð segist tilbúinn að mæta fyrir siðanefnd og segja frá einkasamtölum þingmanna

Sigmundur Davíð fór yfir Klaustursmálið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segist tilbúinn að lýsa einkasamtölum fyrir siðanefnd Alþingis en hann segist vanur því að vinna með fólki sem kalli hann öllum illum nöfnum.

Sigmundur
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­maður Mið­flokks­ins segir að ef siða­nefnd vilji kalla eftir upp­tökum af sam­ræðum þing­manna til að rann­saka, þá seg­ist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upp­tökur af sam­tölum þing­manna sem til eru. Þetta kom fram í Bít­inu á Bylgj­unni á morgun þar sem rætt var við Sig­mund Davíð og Önnu Kol­brúnu Árna­dótt­ur. 

„Ég skal segja þér bara fyrir mitt leyti að ef það er vilji nefnd­ar­innar að allt sem menn hafa sagt í einka­sam­tölum um félag­ann, sem eru hlutir sem eru fyrir neðan allar hell­ur, komi fram þá skal ég mæta  fyrir nefnd­ina og lýsa því nákvæm­lega.“

Sig­mundur segir að ef siða­nefnd ætlar að kalla eftir upp­tök­um, þá hljóti upp­tökur af sam­töl­u­m ann­ara að skila sér til hennar líka. Hann seg­ist ekki eiga slíkar upp­tökur sjálfur enda segir hann það óheim­ilt að taka menn upp í leyf­is­leysi án þeirra vit­undar en svarar því ekki hvort hann viti af til­vist slíkra upp­taka hjá öðr­um. „Ég skal bara svara þess­ari spurn­ingu almennt. Ef þessi siða­nefnd núna vill kalla eftir upp­tökum þá vænt­an­lega er hún að biðja um allar þær upp­tökur sem menn eiga af slíku og ég hugsa að þær muni þá ein­hverjar skila sér“ segir Sig­mund­ur.

Þessi orð áttu ekki hafa neinar afleið­ingar

Sig­mundur var einnig spurður um hvað hann teldi að íslenskir stjórn­mála­menn þurfi að gera af sér til að segja af sér. Hann svar­aði því að hlut­irnir þyrftu að vera settir í sam­hengi, það sé munur á aðgerðum og orðum og munur á orðum sem sögð eru opin­ber­lega og í einka­sam­töl­u­m. „Þarna var um að ræða orð, ekki aðgerð­ir. Það var um að ræða orð sem þeir sem þau sögðu, sögðu í hugs­ana­leys­ingi eða æsing­i“ 

Sig­mundur seg­ist vera sam­mála því að þau ummæli sem látin voru falla á Klaustur bar séu ófyr­ir­gef­an­leg en bendir þó á að þessi orð áttu ekki hafa neinar afleið­ing­ar. „Já algjör­lega en orð sem áttu ekki að hafa neinar afleið­ing­ar. Svo getum við skoðað gjörðir manna og orð sem þeir hafa opin­ber­lega með það að mark­miðið að þau hafi afleið­ing­ar. Hvernig þing­menn og reyndar miklu fleiri leyfa sér sumir að tala opin­ber­lega. Hvað þeir leyfa sér að segja á Face­book og hvað þeir gera því margir hafa auð­vitað gert ýmis­legt sem, af því þú nefnir útlönd, erlendis myndi leiða til afsagnar.“

Auglýsing

Nota mis­tök til að bæta sig

Aðspurður sagð­ist Sig­mundur Davíð ekki ætla að segja af sér vegna Klaust­ur­máls­ins, heldur trúi hann því að menn geti notað mis­tök til þess að bæta sig.

„Ef við tökum fót­bolta­sam­lík­ingu; sá sem er búinn að skora sjálfs­mark hefur mestan hvata af öllum leik­mönn­unum að bæta sig og gera bet­ur. Og þetta er gríð­ar­lega sterkur hvati sem við höfum til þess að bæta okkur og fara yfir lið­inn veg. Við þing­menn­irnir höfum ein­sett okkur að þetta verði til þess að við verðum til fyr­ir­myndar í allri fram­komu, í því hvernig við tölum við fólk, hvernig við tölum um fólk, hvernig við högum okkur í tengslum við hluti eins og skemmt­an­ir. Og von­andi kemur út úr því eitt­hvað gott því mis­tök geta annað hvort brotið mann niður og orðið til þess að menn gef­ist upp, eða þá að það er hægt að snúa þeim upp í að verða eitt­hvað gott, grunnur að ein­hverju góð­u,“ segir hann. 

Varð­andi mál Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­sonar sem báðir hafa tekið sér leyfi frá þing­störfum segir Sig­mundur þetta sam­tal ekki spegla þeirra innra mann og hann treysti þeim til að vinna úr sínum mál­u­m. „Öl er annar maður er stundum sagt og það á sann­ar­lega við í þessu sam­heng­i.“ 

Fólk kallað hann ein­ræð­is­herra og líkt honum við fjöldamorð­ingja

Sig­mundur tók undir það að klaust­urs­at­vikið væri ekki til þess fallið að bæta ímynd Alþingis en sagð­ist sjálfur allt of oft hafa setið við svip­aðar aðstæður og fylgst með umræð­um. „Jafn­vel bara haldið þeim gang­andi og fylgst með því hvernig hlut­irnir þró­uð­ust til að fylgj­ast sem mest með því hvað menn eru að segja um náung­ann.“ 

Aðspurður hvernig þetta hafi áhrif á störf þings­ins og sam­starf hans við aðra þing­menn seg­ist Sig­mundur hafa verið kall­aður öllum illum nöfnum á sínum póli­tíska ferli. Hann seg­ist hafa langa reynslu af að vinna með fólki sem hafi meðal ann­ars kallað hann ljót­an, feitan og geð­veik­an. Hann segir að þetta hafi líka átt sér stað í sumum til­vikum opin­ber­lega. „Kallað mig ein­ræð­is­herra, líkt mér við fjöldamorð­ingja. Sagt ótrú­lega rætna hluti í einka­sam­tölum í aðdrag­anda flokks­þing, hringt í kjör­dæmið mitt og bert út sögur um mið. Heyrt brand­ara sem eru sagðir um mig í öðrum flokkum sem margir hverjir eru neð­an­beltis og mjög svart­ir,“ segir Sig­mund­ur.

Hefð að fara á bar­inn þegar fjár­lög eru rædd

Gagn­rýnt hefur verið að þegar sex­menn­ing­arnir á Klaustri ræddu málin sín á milli voru þá stóð þing­fundur enn yfir. Sig­mundur segir eðli­legt að fólki þyki það ein­kenni­legt en þetta sé ein af venjum alþing­is. „Það hefur verið síðan ég byrj­aði á þing­inu og eflaust mikið lengur í tengslum við fjár­laga umræðu það er tími sem menn skipta sér á vakt­ir. Ein­hverjir rölta út á þing­flokks­skrif­stofur eða stað eins og þennan og ræða málin á mjög öðrum nótum svo ekki sé meira sagt. Ég held ég hafi set­ið, því ég nefndi það áðan að ég hafi oft setið undir svona tali áður að ég hafi oft setið með þing­mönnum úr öðrum flokk­um.“ Hann segir þetta þó einn af þeim hlutum þurfi að breyt­ast og segir að hann muni ekki klikka á ein­hverju svona aft­ur. 

Þurfi hug­rekki til að segj­ast kjósa Mið­flokk­inn

­Spurður um kann­anir sem birst hafa síð­ustu daga þar sem Mið­flokk­ur­inn mælist ekki með mann inn á þingi og mik­ill meiri­hluti vill að sex­menn­ing­arnir segi af sér gefur Sig­mundur lítið fyrir það.

„Án þess að ég geri lítið úr þessu en ef maður hefði alltaf átt að fylgja könn­unum hvern dag fyrir sig þá hefði orðið lítil þróun hjá mér í póli­tík­inni. Það þarf gríð­ar­legan kjark, gríð­ar­legt hug­rekki til að líta út frá sím­anum eða Face­book eða sýn­ingu í Borg­ar­leik­hús­inu í fyrra­dag til að svara í sím­ann og segj­ast ætla kjósa Mið­flokk­inn,“ segir hann.

„Að sjálf­sögðu mun fólk sem kynni hugs­an­lega að vera til­búið til að kjósa okkar vilja sjá að okkur sé alvara og við séum ein­læg í því til að nota þessi mis­tök til að verða betur og læra af þeim. Ég er sann­færður um að við getum það því við höfum áður lent í erf­ið­leik­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent