Hæstiréttur Íslands hefur dæmt íslenska ríkið skaðabótaskylt gagnvart útgerðunum Hugin og Ísfélagi Vestmannaeyja.
Dómar þess efnis, í tveimur aðskildum málum, féllu í Hæstarétti í dag, en þar með var sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur snúið.
Engar bætur voru þó dæmdar til útgerðarfyrirtækjanna heldur einungis viðurkennd bótaskylda. Næsta mál á dagskrá hjá fyrirtækjunum er þá að höfða skaðabótamál.
Ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte telur hagnaðarmissi félaganna nema rúmum 2,6 milljörðum króna.
Útgerðarfélögin kröfðust viðurkenningar á skaðabótaskyldu íslenska ríkisins vegna fjártjóns sem félögin töldu sig hafa orðið fyrir vegna úthlutun á makrílkvóta.
Snérist málið um það fiskiskipum þeirra hefði á grundvelli reglugerða verið úthlutað minni aflaheimildum á makríl árin 2011 til 2014 en skylt hefði verið samkvæmt lögum.