Ágúst Ólafur í tveggja mánaða leyfi vegna ósæmandi framkomu

Þingmaður Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson, er farinn í leyfi. Trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar veitti honum áminningu.

Ágúst Ólafur Ágústsson
Auglýsing

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er farinn í tveggja mánaða ólaunað leyfi frá þingstörfum, en honum var veitt áminning af trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar vegna ósæmilegrar hegðunar hans í garð konu. 

Hann greinir frá þessu sjálfur á Facebook síðu sinni.

Orðrétt segir þar:

Kæru vinir,

Auglýsing

Í síðustu viku hlaut ég áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar og finnst mér rétt að stíga það skref að skýra opinberlega frá málsatvikunum sem leiddu til þessarar niðurstöðu.

Kvöld eitt í byrjun sumars hitti ég konu á mínu reki á bar í miðbæ Reykjavíkur. Við könnuðumst lítillega við hvort annað, tókum saman tal og í kjölfarið fórum við saman yfir á vinnustað hennar.

Þegar þangað var komið héldum við samræðunum áfram. Því miður hafði ég misskilið illilega á hvaða forsendum við vorum stödd þar og nálgaðist ég hana tvívegis óumbeðinn og spurði hvort við ættum að kyssast. Svar hennar var nei og hún gaf mér skýrt til kynna að það væri ekki í boði með því að banda mér frá sér. Tekið skal fram að það var algerlega mín ranga ályktun að slíkt væri í boði.

Ég brást við þessari skýru höfnun hennar með því að láta mjög særandi orð falla um hana. Ég er ekki stoltur af þeim orðum eða framkomu minni og vegferð almennt þetta kvöld. Ég varð mér einfaldlega til háborinnar skammar. Hún bað mig því næst að fara, sem ég og gerði.

Nokkru síðar hafði hún svo samband við mig og ræddi við mig upplifun sína af samskiptum okkar þetta kvöld. Hún sagði mér að orð mín og framkoma hefðu sært hana og að þetta hafi valdið henni vanlíðan, meðal annars vegna þeirrar stöðu sem ég gegni. Ég bað hana innilega afsökunar á að hafa látið henni líða svona. Við töluðum síðan aftur saman og áttum síðar sérstakan fund þar sem hún útskýrði fyrir mér hvaða áhrif þetta hafi haft á sig.

Hún ákvað í kjölfarið að stíga það eðlilega skref að tilkynna til faglegrar trúnaðarnefndar flokks míns hvernig ég hefði komið fram. Trúnaðarnefndin er sérstakur farvegur fyrir fólk til að tilkynna í trúnaði áreitni, óviðeigandi framkomu eða annað slíkt af hálfu félaga í Samfylkingunni. Í nefndinni situr fólk með bakgrunn í sálfræði, lögfræði og fleiri greinum. Við fengum bæði að koma fyrir nefndina og lýsa atburðarásinni og þar lýsti ég aftur iðrun minni og vilja til að bæta fyrir framkomu mína.

Trúnaðarnefndin hefur þau úrræði að ljúka málum án viðurlaga og eftir atvikum getur hún mælt með ráðgjöf og samtali á milli málsaðila. Þá getur nefndin einnig veitt áminningu eða gengið lengra og lagt til að viðkomandi víki úr trúnaðarstörfum. Í síðustu viku lá niðurstaða trúnaðarnefndarinnar svo fyrir og var hún sú að veita mér áminningu vegna framkomu minnar og vitaskuld uni ég því. Í því felst að ég þurfi að horfast í augu við að framkoma mín hafi verið ámælisverð og líta í eigin barm.

Ég vil þess vegna skýra frá því að ég hef ákveðið að leita mér faglegrar aðstoðar vegna þessarar framkomu minnar. Ég tel einnig rétt að ganga lengra en trúnaðarnefndin leggur til og hef því óskað eftir launalausu leyfi frá þingstörfum í tvo mánuði.

Ég vil nota tækifærið og ítreka afsökunarbeiðni mína til viðkomandi. Mér þykir afar leitt að hafa sýnt henni þessa framkomu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent