Hefur hugsað hvort hún sé „kannski bara í ruglinu?“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að ekki sé hægt að bíða lengur eftir alvöru lífskjarabótum fyrir lægstu stéttir landsins. Þær þurfi að keyra í gegn í komandi kjarasamningum.

Sólveig Anna á Hringbraut
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, við­ur­kennir aðspurð að hún efist stundum um sjálfa sig og þann rót­tæka mál­stað sem hún hefur haldið á lofti. „Ég hef alveg átt svo­leiðis stund­ir. Seint á kvöldin eða snemma á morgn­anna. Það eru fyrir okkur mann­fólkið mestu efa­semd­ar­stund­irn­ar. Þá hef ég hugs­að: „er ég kannski bara í rugl­in­u?“ En ég held að ég sé það sann­ar­lega ekki.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í við­tali Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjóra Kjarn­ans, við hana í þætt­inum 21 sem sýndur er á sjón­varps­stöð­inni Hring­braut. Hægt er að sjá stiklu úr við­tal­inu hér að neð­an.

Sól­veig Anna gengst við því að hafa komið inn í verka­lýðs­bar­átt­una á óhefð­bundin hátt. „Mín inn­koma og ástæðan fyrir því að ég fer af stað er mótuð af minni til­veru og líka til­ver­unni sem ég deildi með mínum sam­starfs­kon­um. En þetta er sú til­vera sem verka- og lág­launa­fólki er boðið upp á. Auð­vitað höfum við það misslæmt. En því mið­ur, eftir því sem þetta kerfi sem hefur verið hér við lýði á Íslandi, eftir því sem það nær að festa tökin æ meira er óum­flýj­an­legt að fleiri fara inn í þetta líf og þegar  við bætum svo við því ástandi sem hefur fengið að ríkja hér hömlu­laust á hús­næð­is­mark­aði þá versna lífs­kjör okkar enn meira.“

Auglýsing
Þar vísar hún meðal ann­ars í þá stöðu sem við­horfaskann­anir sem Íbúða­lána­sjóður hefur látið gera hjá leigj­end­um. Sú nýjasta sýndi m.a. að aðeins 57 pró­­sent leigj­enda telja sig búa við hús­næð­is­ör­yggi á miðað við 94 pró­­sent þeirra sem búa í eigin hús­næði. Þá telur um þriðj­ungur leigj­enda að þeir greiði meiri en helm­ing ráð­stöf­un­ar­tekna sinna í leigu og 72 pró­sent þeirra telja helstu gall­anna við að leigja vera háa leigu.

Sól­veig Anna segir þessar nið­ur­stöður sýna að þeir leigj­endur sem hafi lægstu tekj­urnar séu í ver­stri stöðu á hús­næð­is­mark­aði. „. Þannig að þessi mynd sem er dregin upp af raun­veru­leika okk­ar, hún segir okkur það að við getum ein­fald­lega ekki beðið leng­ur. Að við verðum að ná að keyra í gegn nú alvöru lífs­kjara­bæt­ur.“

WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent