Hefur hugsað hvort hún sé „kannski bara í ruglinu?“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að ekki sé hægt að bíða lengur eftir alvöru lífskjarabótum fyrir lægstu stéttir landsins. Þær þurfi að keyra í gegn í komandi kjarasamningum.

Sólveig Anna á Hringbraut
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, við­ur­kennir aðspurð að hún efist stundum um sjálfa sig og þann rót­tæka mál­stað sem hún hefur haldið á lofti. „Ég hef alveg átt svo­leiðis stund­ir. Seint á kvöldin eða snemma á morgn­anna. Það eru fyrir okkur mann­fólkið mestu efa­semd­ar­stund­irn­ar. Þá hef ég hugs­að: „er ég kannski bara í rugl­in­u?“ En ég held að ég sé það sann­ar­lega ekki.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í við­tali Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjóra Kjarn­ans, við hana í þætt­inum 21 sem sýndur er á sjón­varps­stöð­inni Hring­braut. Hægt er að sjá stiklu úr við­tal­inu hér að neð­an.

Sól­veig Anna gengst við því að hafa komið inn í verka­lýðs­bar­átt­una á óhefð­bundin hátt. „Mín inn­koma og ástæðan fyrir því að ég fer af stað er mótuð af minni til­veru og líka til­ver­unni sem ég deildi með mínum sam­starfs­kon­um. En þetta er sú til­vera sem verka- og lág­launa­fólki er boðið upp á. Auð­vitað höfum við það misslæmt. En því mið­ur, eftir því sem þetta kerfi sem hefur verið hér við lýði á Íslandi, eftir því sem það nær að festa tökin æ meira er óum­flýj­an­legt að fleiri fara inn í þetta líf og þegar  við bætum svo við því ástandi sem hefur fengið að ríkja hér hömlu­laust á hús­næð­is­mark­aði þá versna lífs­kjör okkar enn meira.“

Auglýsing
Þar vísar hún meðal ann­ars í þá stöðu sem við­horfaskann­anir sem Íbúða­lána­sjóður hefur látið gera hjá leigj­end­um. Sú nýjasta sýndi m.a. að aðeins 57 pró­­sent leigj­enda telja sig búa við hús­næð­is­ör­yggi á miðað við 94 pró­­sent þeirra sem búa í eigin hús­næði. Þá telur um þriðj­ungur leigj­enda að þeir greiði meiri en helm­ing ráð­stöf­un­ar­tekna sinna í leigu og 72 pró­sent þeirra telja helstu gall­anna við að leigja vera háa leigu.

Sól­veig Anna segir þessar nið­ur­stöður sýna að þeir leigj­endur sem hafi lægstu tekj­urnar séu í ver­stri stöðu á hús­næð­is­mark­aði. „. Þannig að þessi mynd sem er dregin upp af raun­veru­leika okk­ar, hún segir okkur það að við getum ein­fald­lega ekki beðið leng­ur. Að við verðum að ná að keyra í gegn nú alvöru lífs­kjara­bæt­ur.“

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent