Ágúst Ólafur: Ætlun mín var aldrei sú að rengja hennar frásögn

Í yfirlýsingu sem Ágúst Ólafur sendi frá sér, vegna svars Báru Huld við yfirlýsingu hans sem birtist síðastliðið föstudagskvöld, segir að hann hafi ekki ætlað að rengja frásögn Báru né draga úr sínum hlut.

Ágúst Ólafur Ágústsson
Auglýsing

Ágúst Ólafur Ágústs­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir í yfir­lýs­ingu til fjöl­miðla að hann hafi ekki ætlað að rengja frá­sögn Báru Huldu Beck né draga úr sínum hlut. „Mis­ræmið sem hún rekur í svari sínu byggir á ólíkri upp­lif­un.,“ segir Ágúst. Hann kveðst hafa lagt mikla áherslu á það í sam­tölum þeirra og fram­burði sínum hjá trún­að­ar­nefnd­inni að gang­ast við sinni hegð­un. „Hennar upp­lifun er auð­vitað aðal­at­riðið í þessu máli.“

Ágúst Ólafur seg­ist í dag vera að leita sér fag­legrar aðstoðar vegna hegð­unar sinnar og róta henn­ar. „Ég bið Báru Huld enn og aftur inni­legrar afsök­unar á fram­komu minni og þeirri van­líðan sem ég hef valdið henn­i.“

Bára Huld Beck birti í dag svar við yfir­lýs­ingu Ágústs hér á Kjarn­an­um. 

Auglýsing

Yfir­lýs­ing Ágústs Ólafs í heild sinni:Vegna svars Báru Huldar Beck við yfir­lýs­ingu minniÆtlun mín var aldrei sú að rengja hennar frá­sögn eða draga úr mínum hlut. Mis­ræmið sem hún rekur í svari sínu byggir á ólíkri upp­lif­un. Ég lagði mikla áherslu á í okkar sam­tölum og í fram­burði mínum hjá trún­að­ar­nefnd­inni að gang­ast við minni hegð­un. Hennar upp­lifun er auð­vitað aðal­at­riðið í þessu máli.
Ég er í dag að leita mér fag­legrar aðstoðar vegna hegð­unar minnar og róta henn­ar. Ég bið Báru Huld enn og aftur inni­legrar afsök­unar á fram­komu minni og þeirri van­líðan sem ég hef valdið henni.Ágúst Ólafur Ágústs­son

Halldóra Mogensen
Hvatar, skilyrðingar og skerðingar
Kjarninn 21. mars 2019
Flugiðnaðurinn samofinn hagsmunum ríkisins
Rekstrarvandi WOW air hefur lýst upp þá stöðu sem flugfélögin eru í, þegar kemur að kerfislægt mikilvægum geira. Flugfélögin eru of stór til að falla. Og svipað má segja um flugvélaframleiðendur. Vandi Boeing sýnir þetta glögglega.
Kjarninn 21. mars 2019
Orri Hauksson nýr í stjórn Isavia
Ingimundur Sigurpálsson er hættur sem stjórnarformaður Isavia en hann hætti einnig nýverið sem forstjóri Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Guðni Karl Harðarson
Fallegur hugur
Kjarninn 21. mars 2019
Stór hluti þeirra sem starfa í íslenska byggingageiranum eru erlendir ríkisborgarar.
Farið að hægja á fjölgun erlendra ríkisborgara sem flytja til Íslands
Erlendum ríkisborgurum sem setjast að á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega á örfáum árum. Nú virðist sem farið sé að hægjast á fjölgun þeirra.
Kjarninn 21. mars 2019
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í fyrravor.
Heimavellir ráða nýjan framkvæmdastjóra
Nýr maður hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Heimavöllum, stærsta leigufélagi landsins á almennum markaði. Nýverið var samþykkt að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands, en það var fyrst skráð í hana í maí í fyrra.
Kjarninn 21. mars 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Frumvarp ráðherra heimilar sérstakt gjald á viðtakendur erlendra póstsendinga
Verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðherra um síðari breytingar á póstlögum að lögum mun það leiða til aukins kostnaðar þeirra sem eiga viðskipti við erlendar netverslanir en draga úr kostnaði Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Jóhann Hauksson
Harðlífi varðmanna Landsréttar
Kjarninn 21. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent