Ágúst Ólafur: Ætlun mín var aldrei sú að rengja hennar frásögn

Í yfirlýsingu sem Ágúst Ólafur sendi frá sér, vegna svars Báru Huld við yfirlýsingu hans sem birtist síðastliðið föstudagskvöld, segir að hann hafi ekki ætlað að rengja frásögn Báru né draga úr sínum hlut.

Ágúst Ólafur Ágústsson
Auglýsing

Ágúst Ólafur Ágústs­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir í yfir­lýs­ingu til fjöl­miðla að hann hafi ekki ætlað að rengja frá­sögn Báru Huldu Beck né draga úr sínum hlut. „Mis­ræmið sem hún rekur í svari sínu byggir á ólíkri upp­lif­un.,“ segir Ágúst. Hann kveðst hafa lagt mikla áherslu á það í sam­tölum þeirra og fram­burði sínum hjá trún­að­ar­nefnd­inni að gang­ast við sinni hegð­un. „Hennar upp­lifun er auð­vitað aðal­at­riðið í þessu máli.“

Ágúst Ólafur seg­ist í dag vera að leita sér fag­legrar aðstoðar vegna hegð­unar sinnar og róta henn­ar. „Ég bið Báru Huld enn og aftur inni­legrar afsök­unar á fram­komu minni og þeirri van­líðan sem ég hef valdið henn­i.“

Bára Huld Beck birti í dag svar við yfir­lýs­ingu Ágústs hér á Kjarn­an­um. 

Auglýsing

Yfir­lýs­ing Ágústs Ólafs í heild sinni:Vegna svars Báru Huldar Beck við yfir­lýs­ingu minniÆtlun mín var aldrei sú að rengja hennar frá­sögn eða draga úr mínum hlut. Mis­ræmið sem hún rekur í svari sínu byggir á ólíkri upp­lif­un. Ég lagði mikla áherslu á í okkar sam­tölum og í fram­burði mínum hjá trún­að­ar­nefnd­inni að gang­ast við minni hegð­un. Hennar upp­lifun er auð­vitað aðal­at­riðið í þessu máli.
Ég er í dag að leita mér fag­legrar aðstoðar vegna hegð­unar minnar og róta henn­ar. Ég bið Báru Huld enn og aftur inni­legrar afsök­unar á fram­komu minni og þeirri van­líðan sem ég hef valdið henni.Ágúst Ólafur Ágústs­son

Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent