Ágúst Ólafur: Ætlun mín var aldrei sú að rengja hennar frásögn

Í yfirlýsingu sem Ágúst Ólafur sendi frá sér, vegna svars Báru Huld við yfirlýsingu hans sem birtist síðastliðið föstudagskvöld, segir að hann hafi ekki ætlað að rengja frásögn Báru né draga úr sínum hlut.

Ágúst Ólafur Ágústsson
Auglýsing

Ágúst Ólafur Ágústs­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir í yfir­lýs­ingu til fjöl­miðla að hann hafi ekki ætlað að rengja frá­sögn Báru Huldu Beck né draga úr sínum hlut. „Mis­ræmið sem hún rekur í svari sínu byggir á ólíkri upp­lif­un.,“ segir Ágúst. Hann kveðst hafa lagt mikla áherslu á það í sam­tölum þeirra og fram­burði sínum hjá trún­að­ar­nefnd­inni að gang­ast við sinni hegð­un. „Hennar upp­lifun er auð­vitað aðal­at­riðið í þessu máli.“

Ágúst Ólafur seg­ist í dag vera að leita sér fag­legrar aðstoðar vegna hegð­unar sinnar og róta henn­ar. „Ég bið Báru Huld enn og aftur inni­legrar afsök­unar á fram­komu minni og þeirri van­líðan sem ég hef valdið henn­i.“

Bára Huld Beck birti í dag svar við yfir­lýs­ingu Ágústs hér á Kjarn­an­um. 

Auglýsing

Yfir­lýs­ing Ágústs Ólafs í heild sinni:Vegna svars Báru Huldar Beck við yfir­lýs­ingu minniÆtlun mín var aldrei sú að rengja hennar frá­sögn eða draga úr mínum hlut. Mis­ræmið sem hún rekur í svari sínu byggir á ólíkri upp­lif­un. Ég lagði mikla áherslu á í okkar sam­tölum og í fram­burði mínum hjá trún­að­ar­nefnd­inni að gang­ast við minni hegð­un. Hennar upp­lifun er auð­vitað aðal­at­riðið í þessu máli.
Ég er í dag að leita mér fag­legrar aðstoðar vegna hegð­unar minnar og róta henn­ar. Ég bið Báru Huld enn og aftur inni­legrar afsök­unar á fram­komu minni og þeirri van­líðan sem ég hef valdið henni.Ágúst Ólafur Ágústs­son

Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegi MND dagurinn 21. júní 2019
Kjarninn 20. júní 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað afstöðu til Beltis og brautar
Kínverski sendiherrann á Íslandi segir íslensk stjórnvöld vera opin fyrir þátttöku í Belti og braut. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki mótað sér afstöðu til verkefnisins.
Kjarninn 20. júní 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót
Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Kjarninn 20. júní 2019
Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent