Ágúst Ólafur: Ætlun mín var aldrei sú að rengja hennar frásögn

Í yfirlýsingu sem Ágúst Ólafur sendi frá sér, vegna svars Báru Huld við yfirlýsingu hans sem birtist síðastliðið föstudagskvöld, segir að hann hafi ekki ætlað að rengja frásögn Báru né draga úr sínum hlut.

Ágúst Ólafur Ágústsson
Auglýsing

Ágúst Ólafur Ágústs­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir í yfir­lýs­ingu til fjöl­miðla að hann hafi ekki ætlað að rengja frá­sögn Báru Huldu Beck né draga úr sínum hlut. „Mis­ræmið sem hún rekur í svari sínu byggir á ólíkri upp­lif­un.,“ segir Ágúst. Hann kveðst hafa lagt mikla áherslu á það í sam­tölum þeirra og fram­burði sínum hjá trún­að­ar­nefnd­inni að gang­ast við sinni hegð­un. „Hennar upp­lifun er auð­vitað aðal­at­riðið í þessu máli.“

Ágúst Ólafur seg­ist í dag vera að leita sér fag­legrar aðstoðar vegna hegð­unar sinnar og róta henn­ar. „Ég bið Báru Huld enn og aftur inni­legrar afsök­unar á fram­komu minni og þeirri van­líðan sem ég hef valdið henn­i.“

Bára Huld Beck birti í dag svar við yfir­lýs­ingu Ágústs hér á Kjarn­an­um. 

Auglýsing

Yfir­lýs­ing Ágústs Ólafs í heild sinni:Vegna svars Báru Huldar Beck við yfir­lýs­ingu minniÆtlun mín var aldrei sú að rengja hennar frá­sögn eða draga úr mínum hlut. Mis­ræmið sem hún rekur í svari sínu byggir á ólíkri upp­lif­un. Ég lagði mikla áherslu á í okkar sam­tölum og í fram­burði mínum hjá trún­að­ar­nefnd­inni að gang­ast við minni hegð­un. Hennar upp­lifun er auð­vitað aðal­at­riðið í þessu máli.
Ég er í dag að leita mér fag­legrar aðstoðar vegna hegð­unar minnar og róta henn­ar. Ég bið Báru Huld enn og aftur inni­legrar afsök­unar á fram­komu minni og þeirri van­líðan sem ég hef valdið henni.Ágúst Ólafur Ágústs­son

Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent