logo-sharing.png
Auglýsing

Stjórn og stjórnendur Kjarnans standa, og hafa staðið, 100 prósent á bak við starfsmann fyrirtækisins sem var í sumar þolandi áreitni þingmanns.

Hegðun hans var niðrandi, óboðleg og hafði víðtækar afleiðingar fyrir þann sem varð fyrir henni. Afleiðingar sem eru bæði persónulegar og faglegar.

Stjórn og stjórnendur Kjarnans gerðu þolanda ljóst frá upphafi að hann réði ferðinni í þessu máli og til hvaða aðgerða hann taldi réttast að grípa. Eftir að fyrir lá viðurkenning geranda á því sem átti sér stað, en enginn sýnilegur vilji til að bregðast við hegðun sinni með öðrum hætti, þá ákvað þolandi að koma vitneskju um áreitnina á framfæri við stjórnmálaflokkinn sem gerandinn situr á þingi fyrir. Þar var málinu beint í farveg nýstofnaðrar trúnaðarnefndar.

Auglýsing
Sú nefnd komst að þeirri niðurstöðu 27. nóvember síðastliðinn að þingmaður flokksins hefði brotið gegn tveimur siðareglum hans. Þingmaðurinn hafi auk þess, með framkomu sinni, sniðgengið stefnu flokksins gegn einelti og áreitni og bakað með því félögum sínum í flokknum tjóni. Fyrir þessi brot, gegn starfsmanni Kjarnans, sætti þingmaðurinn áminningu trúnaðarnefndar.

Þegar sú niðurstaða lá fyrir var það ákvörðun stjórnmálaflokksins að ákveða hvað hann vildi gera með hana. Sú niðurstaða liggur nú fyrir.

Þolandinn í þessu máli, líkt og öllum öðrum áreitni- og ofbeldismálum, á að hafa fullan rétt yfir því hvort, hvenær og hvernig hann tjáir sig um þau atvik sem hann verður fyrir. Fjölmiðlar sem og aðrir eru beðnir um að virða þau mörk.

Með vinsemd og virðingu,

Hjálmar Gíslason, stjórnarformaður Kjarnans miðla.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki veirð meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Hafa áhyggjur af þróun á fasteignamarkaði
Þróunin á húsnæðismarkaði var meðal þess sem var rætt á síðasta fundi fjármálastöðugleikanefndar en meirihluti nefndarmanna taldi hana benda til vaxandi ójafnvægis.
Kjarninn 28. júlí 2021
Vel yfir 100 smit annan daginn í röð
Í þessum mánuði hafa 810 manns greinst með kórónuveiruna innanlands. Yfir 77 prósent þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar. Síðustu tvo daga hefur smitfjöldinn farið vel yfir 100.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent