Ríkisstjórnin hefur greitt 20,3 milljónir króna til að laga orðspor landsins erlendis

Burston-Marsteller er sá einstaki aðila sem fær langmest greitt frá utanríkisráðuneytinu fyrir ráðgjöf. Það hefur unnið fyrir ríkisstjórnina í málum eins og Icesave, losun hafta, makríldeilunni og vegna umfjöllunar erlendra miðla um uppreist æru-málið.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur 2017
Auglýsing

Almannatengslafyrirtækið Burson-Marsteller, sem er með höfuðstöðvar í New York og starfar í alls 110 löndum, er sá einstaki aðila sem hefur fengið hæstu greiðsluna frá utanríkisráðuneyti Íslands vegna ráðgjafar og starfa við tímabundin eða afmörkuð verkefni á starfstíma sitjandi ríkisstjórnar. Alls hefur fyrirtækið fengið 20,3 milljónir króna greiddar frá því að ríkisstjórnin tók við fyrir rúmu ári síðan.

Þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við skriflegri fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, um málið. Greiðslan til Burson-Marsteller er tæplega tvisvar sinnum hærri en næst hæsta greiðslan sem utanríkisráðuneytið hefur greitt fyrir ráðgjöf eða tímabundin/afmörkuð verkefni. Næst hæstu greiðsluna fékk ÍSOR vegna ráðgjafar vegna rannsókna og tækni­leg aðstoð varðandi jarðhita­verk­efni í Aust­ur-Afríku. Sú vinna var vegna verk­efna Alþjóðabank­ans.

Unnið að mörgum málum á undanförnum árum

Burson-Marsteller hefur lengi unnið fyrir íslensk stjórnvöld. Ástæða greiðslu utanríkisráðuneytisins til fyrirtækisins á síðastliðnu ári er vegna samnings „um ráðgjöf og þjón­ustu við rík­is­stjórn­ina um orðspor Íslands er­lend­is, svo sem grein­ing­ar­vinna, al­manna­tengsl og fjölmiðlavökt­un.“

Auglýsing
Á árunum 2010-2012 fékk Burson-Marsteller alls 16,1 milljón króna greiddar frá íslenska ríkinu fyrir ráðgjafastörf, meðal annars vegna Icesave-deilunar. Á meðal verkefna annarra verkefna sem Burson-Marsteller hefur unnið fyrir Íslands er verkefni í tengslum við makríldeiluna á árunum 2013-2014, sem það fékk 10,6 milljónir króna.

Á meðal annarra verkefna sem Burson-Marsteller hefur unnið að fyrir ríkisstjórn Íslands á undanförnum árum er ráðgjöf og aðstoð vegna málareksturs ríkisins gegn Iceland-matvöruverslununum, málum tengdum ferðamennsku, Brexit, varðandi losun fjármagnshafta, í tengslum við Panamaskjölin og umræðu um stefnu íslenskra heilbrigðisyfirvalda varðandi Downs-heilkenni.

Skrifuðu bréf til Washington Post

Í aðdraganda kosninganna haustið 2017 komst vinna fyrirtækisins aftur í sviðsljósið þegar Stundin greindi frá því að Burson-Marsteller hefði sent bréf til stórblaðsins Washington Post. BRéfin var vegna pistils sem Janet Elise Johnson, pró­fessor í stjórn­mála­fræði og kvennafræðum við Brooklyn College í Banda­ríkj­un­um, hafði skrifað í blaðið. Pistill­inn fjallaði um stjórn­ar­slitin sem þá höfðu nýverið átt sér stað á Íslandi og „barn­a­níð­ings­hneykslið“.

Bréf Burson-Marsteller, sem var sent 27. september 2017 eða einum mánuði og einum degi fyrir þingkosningar og tólf dögum eftir að uppreist æru-málið hafði sprengt ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, hófst á eftirfarandi orðum:

„Ég skrifa ykkur fyrir hönd rík­is­stjórnar Íslands. Við förum fram á að greinin ‘Rík­is­stjórn Íslands féll vegna þess að faðir for­sæt­is­ráð­herra vildi að barn­a­níð­ingur yrði náð­að­ur. Hvað er í gang­i?’ verði fjar­lægð vegna fjölda stað­reynda­villna og afbak­ana.“

Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sagði í kjölfarið að Burson-Marsteller hefði verið falið að leiðrétta rangfærslur í erlendum fjölmiðlum. Rang­færsl­urnar sem leið­rétta þurfti hafi verið þær að í umfjöllun Washington Post hafi upp­haf­lega verið talað um að faðir þáverandi for­sæt­is­ráð­herra, Bjarna Benediktssonar, hefði mælt með að dæmdur barn­a­níð­ingur yrði náð­að­ur, en ekki að honum yrði veitt upp­reist æru eins og rétt er. Skömmu eftir að greinin í Washington Post birt­ist var þetta lag­fært á vef miðilsins.

Sérfræðiaðstoð keypt ef hún er nauðsynleg

Vísir greindi frá því skömmu síðar að minnst ellefu stórir alþjóðlegir fjölmiðlar hefðu fengið meldingar frá Burson-Marsteller fyrir hönd íslensku ríkisstjórnarinnar vegna frétta af stjórnarslitunum á Íslandi. Um var að ræða fréttastofur, sjónvarpsstöðvar og dagblöð.

Auglýsing
Það var gagnrýnt í kjölfarið að íslenska ríkið væri að greiða fyrir almannatengslaþjónustu sem snérist að mati gagnrýnenda um vinnu sem gagnaðist fyrst og síðast Sjálfstæðisflokknum. Á meðal þeirra sem gagnrýndu málið með þessum hætti var Gunnar Smári Egilsson, einn forsvarsmanna Sósíalistaflokks Íslands.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafnaði þessum málflutningi eindregið í viðtali á Bylgjunni 6. október í fyrra. Þar sagði hann m.a. að vinna Burson-Marsteller og annarra ráðgjafa hafi snúið að öllu því sem skaði ímynd Íslands og þar sem verið væri að fara rangt með. „Eins og að hér sé verið að náða barnaníðinga og pabbi forsætisráðherra hafi gert það?! Með fullri virðingu fyrir Bjarna Benediktssyni og Sigríði Á. Andersen, það þekkir þau enginn í útlöndum. Ef einhver er með ranghugmyndir um hvernig við meðhöndlum mál barnaníðinga, þá skaðar það Ísland. þetta hefur alltaf verið gert. Ef þú þarft sérfræðiaðstoð, þá er hún keypt, hvort sem það eru lögfræðingar eða almannatenglar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent