Mikil aukning í óverðtryggðum íbúðalánum

Í október voru óverðtryggð lán um 94 prósent hreinna íbúðalána. Í heildina eru íbúðalán heimilanna um 79 prósent verðtryggð á móti 21 prósent óverðtryggðra. Vextir á óverðtryggðum lánum hafa hækkað um 0,5 prósentustig síðan í september.

7DM_3285_raw_170627.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Mikil aukning hefur verið í óverðtryggðum lánum á nýliðnum haustmánuðum. Í októbermánuði námu ný íbúðalán, að frádregnum umfram- og uppgreiðslum eldri lána, alls um 14,3 milljörðum króna en þar af voru óverðtryggð lán að fjárhæð 13,4 milljörðum króna. Óverðtryggð lán voru því um 94 prósent af hreinum nýjum íbúðalánum fjármálastofnana til heimilanna í október. Á sama tíma hafa vextir óverðtryggðra lána hækkað en vextir verðtryggða íbúðalána staðið í stað. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðarlánasjóðs um húsnæðismarkaðinn. 

Vextir óverðtryggðra lána hækkað um 0,5 prósentustig

Mynd: ÍbúðalánasjóðurRaunvirði útlána fjármálakerfisins til heimilanna með veði í íbúðum hefur áfram farið vaxandi. Hækkun heildaríbúðalána heimilanna það sem af er þessu ári orðið til að mestu leyti vegna óverðtryggðra lána. Í október voru óverðtryggð lán 94 prósent af hreinum íbúðalánum. Hlutfall verðtryggðra lána var í lok október um 79 prósent af heildarútistandandi íbúðalánum heimilanna á móti 21 prósent óverðtryggðra.

Ef horft er til þróunar vaxta á óverðtryggðum íbúðalánum á undanförnum mánuðum kemur
í ljós að þeir hafa hækkað að meðaltali um 0,5 prósentustig frá því í september síðastliðnum. Vextir verðtryggðra íbúðalána hafa hins vegar á sama tíma staðið í stað eða lækkað um allt að 0,2 prósentustig.

Auglýsing

Nýbyggingar leiða hækkun ásetts verðs íbúða

Ásett verð á höfuðborgarsvæðinu hækkar hraðar en kaupverð. Verð í kaupsamningum um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað með nokkuð jöfnum takti að undanförnu og 12 mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs mælist nú 4,1 prósent. Meiri kraftur hefur hins vegar verið í hækkun ásetts verðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum mánuðum en vísitala ásetts verðs hefur hækkað um 7,2 prósent á undanförnu ári. 

Mynd: ÍbúðalánasjóðurÞessi aukni kraftur í hækkun ásetts verðs skýrist fyrst og fremst af verðþróun nýbygginga. Í október var auglýst fermetraverð nýbygginga að meðaltali um 17 prósent hærra en í október 2017 en meðalfermetraverð annarra íbúða hækkaði aðeins um 3 prósent á sama tímabili. Meðalfermetraverð nýbygginga á höfuðborgarsvæðinu er nú um 19 prósent hærra en annarra íbúða og þessi munur hefur ekki verið meiri í rúmlega þrjú ár. 

Fjölgun minni íbúða í nýbyggingum skýrir hluta af þessari þróun Að undanförnu hefur meðalstærð íbúða í nýbyggingum sem auglýstar eru til sölu farið minnkandi. 

14 prósent íbúða seldust yfir ásettu verði í október

Um 71 prósent allra íbúðaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu í október var undir ásettu verði ef miðað er við verð í síðustu fasteignaauglýsingu áður en kaupsamningur var undirritaður. Fjórtán prósent allra íbúðaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu í október voru yfir ásettu verði sem er hæsta hlutfall síðan í september í fyrra

Nýbyggingar hafa í gegnum tíðina verið talsvert ólíklegri en aðrar íbúðir til að seljast undir ásettu verði en hlutfall viðskipta undir ásettu verði hefur að meðaltali verið 32 prósent meðal nýbygginga og 75 prósent meðal annarra íbúða frá upphafi árs 2015. Í október seldust um 40 prósent nýbygginga undir ásettu verði en 76 prósent eldri íbúða. Hlutfall íbúðaviðskipta yfir ásettu verði var nokkuð hátt í október samanborið við undanfarna mánuði

Stærð leigu­mark­aðar breyt­ist ekki í bráð

Samkvæmt könnun Íbúðalánasjóðs telja hlutfallslega jafn margir landsmenn að þeir verði á leigumarkaði eftir hálft ár og voru þar í september eða 17 prósent einstaklinga 18 ára og eldri. Flestir leigjendur, eða 86 prósent myndu þó fremur velja að búa í eigin húsnæði en vera á leigumarkaði ef nægjanlegt framboð væri af hvoru tveggja.

Ef horft er til fjölda heimila á leigumarkaði á árunum 2004 til 2006 og sá fjöldi borinn saman við fjölda heimila á leigumarkaði árin 2014 til 2016 má sjá að þeim fjölgaði um rúmlega 60 prósent á milli tímabila. Heildarfjöldi heimila í landinu jókst einungis um 14 prósent á sama tímabili. 

Fjölgun heimila síðastliðinn áratug að mestu leyti til komin vegna fjölgunar á leigumarkaði. Ekki hafa verið gefnar út nýrri tölur en fyrir árið 2016 en leiða má að því líkur, í ljósi mannfjölgunar í landinu, að heimilum á leigumarkaði hafi fjölgað síðan þá. Af þeim 35.100 heimilum sem voru á leigumarkaði árið 2016 voru 16.800, eða tæplega helmingur þeirra, einstaklingsheimili.

Færri heimili búa við íþyngjandi greiðslubyrði

Mynd: ÍbúðalánasjóðurGreiðslubyrði heimila af skuldum hefur almennt farið lækkandi frá árinu 2015. Ef horft er til hlutfalls heimila sem búa við íþyngjandi greiðslubyrði,  meira en 40 prósent af ráðstöfunartekjum, samsvaraði það á þessu ári um 7 prósent heimila landsins samanborið við 11 prósent árið 2015. Ef horft er nánar til þeirra sem búa við íþyngjandi greiðslubyrði kemur fram í tölum Hagstofunnar að fólk á aldrinum 35 til 44 ára er aldurshópurinn sem býr við hlutfallslega hæstu greiðslubyrðina.

Á sama tímabili hefur hlutfall heimila með greiðslubyrði undir 20 prósent af ráðstöfunartekjum aukist úr 70 prósent í 78 prósent heimila. Þó er rétt að geta þess að fjárhagsbyrði fjölskyldna vegna húsnæðis einskorðast ekki við skuldir eins og þær eru skilgreindar í skýrslu Íbúðalánasjóðs. Fjölskyldur á leigumarkaði gætu til að mynda reiknast hér með lága greiðslubyrði af skuldum þrátt fyrir að litlar tekjur séu eftir til ráðstöfunar eftir mánaðarlega greiðslu húsaleigu. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent