Mikil aukning í óverðtryggðum íbúðalánum

Í október voru óverðtryggð lán um 94 prósent hreinna íbúðalána. Í heildina eru íbúðalán heimilanna um 79 prósent verðtryggð á móti 21 prósent óverðtryggðra. Vextir á óverðtryggðum lánum hafa hækkað um 0,5 prósentustig síðan í september.

7DM_3285_raw_170627.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Mikil aukning hefur verið í óverðtryggðum lánum á nýliðnum haustmánuðum. Í októbermánuði námu ný íbúðalán, að frádregnum umfram- og uppgreiðslum eldri lána, alls um 14,3 milljörðum króna en þar af voru óverðtryggð lán að fjárhæð 13,4 milljörðum króna. Óverðtryggð lán voru því um 94 prósent af hreinum nýjum íbúðalánum fjármálastofnana til heimilanna í október. Á sama tíma hafa vextir óverðtryggðra lána hækkað en vextir verðtryggða íbúðalána staðið í stað. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðarlánasjóðs um húsnæðismarkaðinn. 

Vextir óverðtryggðra lána hækkað um 0,5 prósentustig

Mynd: ÍbúðalánasjóðurRaunvirði útlána fjármálakerfisins til heimilanna með veði í íbúðum hefur áfram farið vaxandi. Hækkun heildaríbúðalána heimilanna það sem af er þessu ári orðið til að mestu leyti vegna óverðtryggðra lána. Í október voru óverðtryggð lán 94 prósent af hreinum íbúðalánum. Hlutfall verðtryggðra lána var í lok október um 79 prósent af heildarútistandandi íbúðalánum heimilanna á móti 21 prósent óverðtryggðra.

Ef horft er til þróunar vaxta á óverðtryggðum íbúðalánum á undanförnum mánuðum kemur
í ljós að þeir hafa hækkað að meðaltali um 0,5 prósentustig frá því í september síðastliðnum. Vextir verðtryggðra íbúðalána hafa hins vegar á sama tíma staðið í stað eða lækkað um allt að 0,2 prósentustig.

Auglýsing

Nýbyggingar leiða hækkun ásetts verðs íbúða

Ásett verð á höfuðborgarsvæðinu hækkar hraðar en kaupverð. Verð í kaupsamningum um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað með nokkuð jöfnum takti að undanförnu og 12 mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs mælist nú 4,1 prósent. Meiri kraftur hefur hins vegar verið í hækkun ásetts verðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum mánuðum en vísitala ásetts verðs hefur hækkað um 7,2 prósent á undanförnu ári. 

Mynd: ÍbúðalánasjóðurÞessi aukni kraftur í hækkun ásetts verðs skýrist fyrst og fremst af verðþróun nýbygginga. Í október var auglýst fermetraverð nýbygginga að meðaltali um 17 prósent hærra en í október 2017 en meðalfermetraverð annarra íbúða hækkaði aðeins um 3 prósent á sama tímabili. Meðalfermetraverð nýbygginga á höfuðborgarsvæðinu er nú um 19 prósent hærra en annarra íbúða og þessi munur hefur ekki verið meiri í rúmlega þrjú ár. 

Fjölgun minni íbúða í nýbyggingum skýrir hluta af þessari þróun Að undanförnu hefur meðalstærð íbúða í nýbyggingum sem auglýstar eru til sölu farið minnkandi. 

14 prósent íbúða seldust yfir ásettu verði í október

Um 71 prósent allra íbúðaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu í október var undir ásettu verði ef miðað er við verð í síðustu fasteignaauglýsingu áður en kaupsamningur var undirritaður. Fjórtán prósent allra íbúðaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu í október voru yfir ásettu verði sem er hæsta hlutfall síðan í september í fyrra

Nýbyggingar hafa í gegnum tíðina verið talsvert ólíklegri en aðrar íbúðir til að seljast undir ásettu verði en hlutfall viðskipta undir ásettu verði hefur að meðaltali verið 32 prósent meðal nýbygginga og 75 prósent meðal annarra íbúða frá upphafi árs 2015. Í október seldust um 40 prósent nýbygginga undir ásettu verði en 76 prósent eldri íbúða. Hlutfall íbúðaviðskipta yfir ásettu verði var nokkuð hátt í október samanborið við undanfarna mánuði

Stærð leigu­mark­aðar breyt­ist ekki í bráð

Samkvæmt könnun Íbúðalánasjóðs telja hlutfallslega jafn margir landsmenn að þeir verði á leigumarkaði eftir hálft ár og voru þar í september eða 17 prósent einstaklinga 18 ára og eldri. Flestir leigjendur, eða 86 prósent myndu þó fremur velja að búa í eigin húsnæði en vera á leigumarkaði ef nægjanlegt framboð væri af hvoru tveggja.

Ef horft er til fjölda heimila á leigumarkaði á árunum 2004 til 2006 og sá fjöldi borinn saman við fjölda heimila á leigumarkaði árin 2014 til 2016 má sjá að þeim fjölgaði um rúmlega 60 prósent á milli tímabila. Heildarfjöldi heimila í landinu jókst einungis um 14 prósent á sama tímabili. 

Fjölgun heimila síðastliðinn áratug að mestu leyti til komin vegna fjölgunar á leigumarkaði. Ekki hafa verið gefnar út nýrri tölur en fyrir árið 2016 en leiða má að því líkur, í ljósi mannfjölgunar í landinu, að heimilum á leigumarkaði hafi fjölgað síðan þá. Af þeim 35.100 heimilum sem voru á leigumarkaði árið 2016 voru 16.800, eða tæplega helmingur þeirra, einstaklingsheimili.

Færri heimili búa við íþyngjandi greiðslubyrði

Mynd: ÍbúðalánasjóðurGreiðslubyrði heimila af skuldum hefur almennt farið lækkandi frá árinu 2015. Ef horft er til hlutfalls heimila sem búa við íþyngjandi greiðslubyrði,  meira en 40 prósent af ráðstöfunartekjum, samsvaraði það á þessu ári um 7 prósent heimila landsins samanborið við 11 prósent árið 2015. Ef horft er nánar til þeirra sem búa við íþyngjandi greiðslubyrði kemur fram í tölum Hagstofunnar að fólk á aldrinum 35 til 44 ára er aldurshópurinn sem býr við hlutfallslega hæstu greiðslubyrðina.

Á sama tímabili hefur hlutfall heimila með greiðslubyrði undir 20 prósent af ráðstöfunartekjum aukist úr 70 prósent í 78 prósent heimila. Þó er rétt að geta þess að fjárhagsbyrði fjölskyldna vegna húsnæðis einskorðast ekki við skuldir eins og þær eru skilgreindar í skýrslu Íbúðalánasjóðs. Fjölskyldur á leigumarkaði gætu til að mynda reiknast hér með lága greiðslubyrði af skuldum þrátt fyrir að litlar tekjur séu eftir til ráðstöfunar eftir mánaðarlega greiðslu húsaleigu. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent