Benedikt: Jodie Foster er baráttukona

Stórleikkonan Jodie Foster ætlar sér að endurgera kvikmyndina Konan fer í stríð, sem Benedikt Erlingsson leikstýrði.

konann.jpg
Auglýsing

Jodie Foster mun leik­­stýra, fram­­leiða og leika í banda­rískri end­­ur­­gerð ís­­lensku kvik­­mynd­­ar­inn­ar Kona fer í stríð, sem hlotið hefur alþjóð­legar við­ur­kenn­ingar en Bene­dikt Erlings­son leik­stýrði mynd­inni og Hall­dóra Geir­harðs­dóttir lék aðal­hlut­verk­ið. 

Þetta kem­ur fram á vefnum Dea­d­line.

Foster segir sjálf, að hún hafi heill­ast af mynd­inni og per­sónu Hall­dóru, sem fórnar öllu til að gera heim­inn betri.

AuglýsingJodie Foster.„Þegar við Dóra vorum 10 og 11 ára barna­þrælar á fjölum þjóð­leik­húss­ins að leika allar helgar í Óvitum sem er barna­leik­rit um heim­il­is­of­beldi og afleið­ingar þess þá spurð­ist sú frétt út innan leik­hóps­ins að verið væri að sína bíó­mynd í háskóla­bíó þar sem börn léku full­orðna alveg eins og í Óvit­um. Þá fjöl­menntum við barna­leik­hóp­ur­inn á Bugsy Malone og sáum þar Jodie Foster á sama reki og við leika vænd­is­konu að nafni Talúla­h.. "My name is Tal­ulah" söng hún seið­and­i...Og nú þessum 40 árum seinna renna slóð­irnar saman og Jodie vill vera memm... Mér finnst satt að segja eng­inn betur til þess fall­inn en Jodie Foster að leika fjall­kon­una Höllu hennar Hall­dóru. Ég get tekið hatt­inn ofan fyrir öllu því sem hún hefur staðið fyr­ir. Hún er bar­áttu­kona og um leið ikon. Og við í föru­neyti Kon­unnar sem fór í stríð erum blessuð af þessar sam­fylgd. Og ferðin er ekki á enda runn­in,“ segir í Bene­dikt Erlings­son á Face­book.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent