Benedikt: Jodie Foster er baráttukona

Stórleikkonan Jodie Foster ætlar sér að endurgera kvikmyndina Konan fer í stríð, sem Benedikt Erlingsson leikstýrði.

konann.jpg
Auglýsing

Jodie Foster mun leik­­stýra, fram­­leiða og leika í banda­rískri end­­ur­­gerð ís­­lensku kvik­­mynd­­ar­inn­ar Kona fer í stríð, sem hlotið hefur alþjóð­legar við­ur­kenn­ingar en Bene­dikt Erlings­son leik­stýrði mynd­inni og Hall­dóra Geir­harðs­dóttir lék aðal­hlut­verk­ið. 

Þetta kem­ur fram á vefnum Dea­d­line.

Foster segir sjálf, að hún hafi heill­ast af mynd­inni og per­sónu Hall­dóru, sem fórnar öllu til að gera heim­inn betri.

AuglýsingJodie Foster.„Þegar við Dóra vorum 10 og 11 ára barna­þrælar á fjölum þjóð­leik­húss­ins að leika allar helgar í Óvitum sem er barna­leik­rit um heim­il­is­of­beldi og afleið­ingar þess þá spurð­ist sú frétt út innan leik­hóps­ins að verið væri að sína bíó­mynd í háskóla­bíó þar sem börn léku full­orðna alveg eins og í Óvit­um. Þá fjöl­menntum við barna­leik­hóp­ur­inn á Bugsy Malone og sáum þar Jodie Foster á sama reki og við leika vænd­is­konu að nafni Talúla­h.. "My name is Tal­ulah" söng hún seið­and­i...Og nú þessum 40 árum seinna renna slóð­irnar saman og Jodie vill vera memm... Mér finnst satt að segja eng­inn betur til þess fall­inn en Jodie Foster að leika fjall­kon­una Höllu hennar Hall­dóru. Ég get tekið hatt­inn ofan fyrir öllu því sem hún hefur staðið fyr­ir. Hún er bar­áttu­kona og um leið ikon. Og við í föru­neyti Kon­unnar sem fór í stríð erum blessuð af þessar sam­fylgd. Og ferðin er ekki á enda runn­in,“ segir í Bene­dikt Erlings­son á Face­book.

Meira úr sama flokkiInnlent