Ríkisstjórnin hefur greitt 20,3 milljónir króna til að laga orðspor landsins erlendis

Burston-Marsteller er sá einstaki aðila sem fær langmest greitt frá utanríkisráðuneytinu fyrir ráðgjöf. Það hefur unnið fyrir ríkisstjórnina í málum eins og Icesave, losun hafta, makríldeilunni og vegna umfjöllunar erlendra miðla um uppreist æru-málið.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur 2017
Auglýsing

Almanna­tengsla­fyr­ir­tækið Burson-Mar­stell­er, sem er með höf­uð­stöðvar í New York og starfar í alls 110 lönd­um, er sá ein­staki aðila sem hefur fengið hæstu greiðsl­una frá utan­rík­is­ráðu­neyti Íslands vegna ráð­gjafar og starfa við tíma­bundin eða afmörkuð verk­efni á starfs­tíma sitj­andi rík­is­stjórn­ar. Alls hefur fyr­ir­tækið fengið 20,3 millj­ónir króna greiddar frá því að rík­is­stjórnin tók við fyrir rúmu ári síð­an.

Þetta kemur fram í svari utan­rík­is­ráð­herra við skrif­legri fyr­ir­spurn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Mið­flokks­ins, um mál­ið. Greiðslan til Burson-Mar­steller er tæp­lega tvisvar sinnum hærri en næst hæsta greiðslan sem utan­rík­is­ráðu­neytið hefur greitt fyrir ráð­gjöf eða tíma­bund­in/af­mörkuð verk­efni. Næst hæstu greiðsl­una fékk ÍSOR vegna ráð­gjafar vegna rann­sókna og tækn­i­­leg aðstoð varð­andi jarð­hita­verk­efni í Aust­­ur-Afr­íku. Sú vinna var vegna verk­efna Alþjóða­bank­ans.

Unnið að mörgum málum á und­an­förnum árum

Burson-Mar­steller hefur lengi unnið fyrir íslensk stjórn­völd. Ástæða greiðslu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins til fyr­ir­tæk­is­ins á síð­ast­liðnu ári er vegna samn­ings „um ráð­gjöf og þjón­­ustu við rík­­is­­stjórn­­ina um orð­spor Íslands er­­lend­is, svo sem grein­ing­­ar­vinna, al­­manna­­tengsl og fjöl­miðla­vökt­un.“

Auglýsing
Á árunum 2010-2012 fékk Burson-Mar­steller alls 16,1 milljón króna greiddar frá íslenska rík­inu fyrir ráð­gjafa­störf, meðal ann­ars vegna Ices­a­ve-­deil­un­ar. Á meðal verk­efna ann­arra verk­efna sem Burson-Mar­steller hefur unnið fyrir Íslands er verk­efni í tengslum við mak­ríl­deil­una á árunum 2013-2014, sem það fékk 10,6 millj­ónir króna.

Á meðal ann­arra verk­efna sem Burson-Mar­steller hefur unnið að fyrir rík­is­stjórn Íslands á und­an­förnum árum er ráð­gjöf og aðstoð vegna mála­rekst­urs rík­is­ins gegn Iceland-mat­vöru­versl­un­un­um, málum tengdum ferða­mennsku, Brex­it, varð­andi losun fjár­magns­hafta, í tengslum við Panama­skjölin og umræðu um stefnu íslenskra heil­brigð­is­yf­ir­valda varð­andi Downs-heil­kenni.

Skrif­uðu bréf til Was­hington Post

Í aðdrag­anda kosn­ing­anna haustið 2017 komst vinna fyr­ir­tæk­is­ins aftur í sviðs­ljósið þegar Stundin greindi frá því að Burson-Mar­steller hefði sent bréf til stór­blaðs­ins Was­hington Post. BRéfin var vegna pistils sem Janet Elise John­son, pró­­fessor í stjórn­­­mála­fræði og kvenna­fræðum við Brook­lyn Col­lege í Banda­­ríkj­un­um, hafði skrifað í blað­ið. Pistill­inn fjall­aði um stjórn­­­ar­­slitin sem þá höfðu nýverið átt sér stað á Íslandi og „barn­a­­níð­ings­hneykslið“.

Bréf Burson-Mar­stell­er, sem var sent 27. sept­em­ber 2017 eða einum mán­uði og einum degi fyrir þing­kosn­ingar og tólf dögum eftir að upp­reist æru-­málið hafði sprengt rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar, hófst á eft­ir­far­andi orð­um:

„Ég skrifa ykkur fyrir hönd rík­­is­­stjórnar Íslands. Við förum fram á að greinin ‘Rík­­is­­stjórn Íslands féll vegna þess að faðir for­­sæt­is­ráð­herra vildi að barn­a­­níð­ingur yrði náð­að­­ur. Hvað er í gang­i?’ verði fjar­lægð vegna fjölda stað­­reynda­villna og afbak­ana.“

Upp­lýs­inga­full­trúi utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins sagði í kjöl­farið að Burson-Mar­steller hefði verið falið að leið­rétta rang­færslur í erlendum fjöl­miðl­um. Rang­­færsl­­urnar sem leið­rétta þurfti hafi verið þær að í umfjöllun Was­hington Post hafi upp­­haf­­lega verið talað um að faðir þáver­andi for­­sæt­is­ráð­herra, Bjarna Bene­dikts­son­ar, hefði mælt með að dæmdur barn­a­­níð­ingur yrði náð­að­­ur, en ekki að honum yrði veitt upp­­reist æru eins og rétt er. Skömmu eftir að greinin í Was­hington Post birt­ist var þetta lag­­fært á vef mið­ils­ins.

Sér­fræði­að­stoð keypt ef hún er nauð­syn­leg

Vísir greindi frá því skömmu síðar að minnst ell­efu stórir alþjóð­legir fjöl­miðlar hefðu fengið meld­ingar frá Burson-Mar­steller fyrir hönd íslensku rík­is­stjórn­ar­innar vegna frétta af stjórn­ar­slit­unum á Íslandi. Um var að ræða frétta­stof­ur, sjón­varps­stöðvar og dag­blöð.

Auglýsing
Það var gagn­rýnt í kjöl­farið að íslenska ríkið væri að greiða fyrir almanna­tengsla­þjón­ustu sem snérist að mati gagn­rýnenda um vinnu sem gagn­að­ist fyrst og síð­ast Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Á meðal þeirra sem gagn­rýndu málið með þessum hætti var Gunnar Smári Egils­son, einn for­svars­manna Sós­í­alista­flokks Íslands.

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra hafn­aði þessum mál­flutn­ingi ein­dregið í við­tali á Bylgj­unni 6. októ­ber í fyrra. Þar sagði hann m.a. að vinna Burson-Mar­steller og ann­arra ráð­gjafa hafi snúið að öllu því sem skaði ímynd Íslands og þar sem verið væri að fara rangt með. „Eins og að hér sé verið að náða barn­a­níð­inga og pabbi for­sæt­is­ráð­herra hafi gert það?! Með fullri virð­ingu fyrir Bjarna Bene­dikts­syni og Sig­ríði Á. And­er­sen, það þekkir þau eng­inn í útlönd­um. Ef ein­hver er með rang­hug­myndir um hvernig við með­höndlum mál barn­a­níð­inga, þá skaðar það Ísland. þetta hefur alltaf verið gert. Ef þú þarft sér­fræði­að­stoð, þá er hún keypt, hvort sem það eru lög­fræð­ingar eða almanna­tengl­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent