Bæta þarf við rannsóknir á heilsufarsáhrifum loftslagsbreytinga á Íslandi

Umfjöllun um möguleg áhrif loftslagsbreytinga á heilsufar hefur ekki haft mikið vægi í heilbrigðisrannsóknum á Íslandi og þarf verulega að bæta við rannsóknir um þetta efni á næstu árum, samkvæmt sérfræðingi.

co2 kolefni loftslagsmál gróðurhúsalofttegundir verksmiðja ský mengun h_52534332.jpg
Auglýsing

Ný skýrsla vís­inda­nefnd­ar um lofts­lags­breyt­ing­ar, sem kom út síð­ast­liðið vor, bætir ekki miklu við umfjöllun um mögu­leg áhrif lofts­lags­breyt­inga á heilsu­far á Ísland­i. Á­stæða þess er sú að þetta umfjöll­un­ar­efni hefur ekki haft mikið vægi í heil­brigð­is­rann­sóknum á Íslandi. Hlut­verk vís­inda­nefndar er að taka saman fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar og ástand þekk­ing­ar, nefndin stundar ekki sjálf­stæðar rann­sókn­ir. Veru­lega þarf að bæta við rann­sóknir um þetta efni á næstu árum svo betur megi tryggja að nauð­syn­leg þekk­ing verði til stað­ar.

Þetta segir Hall­dór Björns­son‚ veð­ur­fræð­ingur á Veð­ur­stofu Íslands, í grein um lofts­lags­breyt­ingar og heilsu­far sem birt­ist í Lækna­blað­inu og kom út í byrjun mán­að­ar­ins. 

Hann bendir á að í skýrls­unni sé þó rætt ítar­legar um hlýnun og frjó­korna­tíma­bil, og hugs­an­lega teng­ingu hlýn­unar og auk­innar tíðni myglu inn­an­dyra vegna meiri loft­raka, en sam­kvæmt erlendum rann­sóknum getur tíðni myglu inn­an­dyra á köldum svæðum auk­ist um 5 til 10 pró­sent við hlýn­un. „Í nið­ur­lagi umfjöll­unar um lofts­lags­breyt­ingar og heilsu­far á Íslandi er end­ur­tekin sam­an­tekt fyrri skýrslna um að miðað við þrótt heil­brigð­is­kerf­is­ins bendi ekk­ert til ann­ars en að það muni ráða við það álag sem breyt­ing­unum kann að fylgja,“ segir Hall­dór. 

Auglýsing

Hann byrjar grein­ina á því að útskýra að frá síð­asta fjórð­ungi lið­innar aldar hafi hlýnað við­stöðu­lítið víð­ast hvar á yfir­borði jarð­ar. Afleið­ingar hlýn­un­ar­innar séu þegar farnar að koma fram í bráðnun jökla, hækk­andi sjáv­ar­stöðu, auk­inni tíðni óveðra, bæði hita­bylgna og aftaka­úr­komu. Bein áhrif á líf­ríki séu nú þegar nokk­ur, og gæti breyt­inga á útbreiðslu dýra- og plöntu­teg­unda, tíma laufg­unar trjáa auk þess sem árs­tíða­bundin hegðan dýra­teg­unda (koma far­fugla, ganga fiski­stofna) hafi breyst með áhrifum á stofn­stærð og víxl­verkun við aðrar teg­und­ir.

Þjóð­fé­lög mis­mun­andi ber­skjölduð

Hall­dór bendir jafn­framt á að mis­mun­andi sé hversu ber­skjölduð þjóð­fé­lög eru fyrir áhrifum lofts­lags­breyt­inga og ráð­ist það af styrk inn­viða, atvinnu­hátt­um, stjórn­ar­háttum og öðrum þjóð­fé­lags­legum þátt­um, – en ekki bara af umfangi lofts­lags­breyt­inga.

Hann segir að ofan­greind upp­taln­ing ætti ekki að koma á óvart, því búið hafi verið að spá þess­ari þróun fyrir nokkru síð­an. Spár um hlýnun jarðar séu nokk­urra ára­tuga gaml­ar, og upp­taln­ing á lík­legum afleið­ingum fyrir vist­kerfi og félags­kerfi margar frá því fyrir síð­ustu alda­mót.

Í fyrr­nefndri skýrslu vís­inda­nefndar er farið yfir þekk­ingu vís­inda á lofts­lags­breyt­ingum og afleið­ingum þeirra á Íslandi. Hall­dór segir að meðal ann­ars komi fram að afleið­ingar hlýn­unar síð­ustu ára­tuga hér á landi séu auð­sæjar og víð­feðm­ar, birt­ist í þynn­ingu jökla, grænkun lands og breyt­ingum á komu­tíma far­fugla og teg­unda­sam­setn­ingu. Skýrslan ræði einnig vænt­an­legar lofts­lags­breyt­ingar á kom­andi öld, en á Íslandi verði hlýnun að jafn­aði nærri hnatt­rænni hlýn­un, þó óvissa um þróun á haf­svæð­unum umhverfis landið sé veru­leg.

„Hversu mikið hlýnar hnatt­rænt fer eftir losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, verði hún í takt við ákvæði sam­komu­lags­ins sem náð­ist í París 2015 verður hnatt­ræn hlýnun innan við 2°C,“ segir hann. 

Lofts­lags­breyt­ingar hafa lík­lega áhrif á heilsu millj­óna manna

Hall­dor bendir enn fremur á að í skýrslu vís­inda­nefndar frá árinu 2008 sé stutt­lega fjallað um hvaða áhrif lík­legt sé að lofts­lags­breyt­ingar hafi á heilsu­far á hnatt­ræna vísu og sé þar byggt á úttekt milli­ríkja­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna (IPCC) frá 2007. Þar komi fram að lík­lega muni lofts­lags­breyt­ingar hafa áhrif á heilsu millj­óna manna, einkum hópa sem hafa litla getu til aðlög­un­ar. Meðal helstu áhyggju­efna hafi verið vannær­ing og sjúk­dómar henni tengd­ir, nið­ur­gangs­sóttir og önd­un­ar­færa­sjúk­dóm­ar, slys og sjúk­dómar tengdir nátt­úru­ham­förum, hita­bylgj­um, fár­viðri og flóðum og að lokum hafi verið bent á að smit­leiðir kynnu að breyt­ast og smit­berar að nema ný lönd.

„Skýrslan ræddi einnig stöðu þekk­ingar á heilsu­fars­á­hrifum lofts­lags­breyt­inga á Íslandi, og bent á að helstu áhættu­þættir væru taldir smit­sjúk­dómar og aukin tíðni ofnæm­is­sjúk­dóma, en síð­ari þátt­ur­inn tengd­ist breyt­ingum á gróð­ur­fari. Sjúk­dómar á borð við veiru­heila­himnu­bólgu og Borreli­osis sem tengj­ast smá­maurnum Ixodes ricinus hafa breiðst út í Norður Evr­ópu, og nái maur­inn land­festu kynni slíkt að ger­ast hér. Hlýnun ein og sér nægir þó ekki til því hin fábreytta fána villtra spen­dýra á Íslandi og lít­ill þétt­leiki þeirra vinnur gegn við­komu maurs­ins sem er háður slíkum milli­hýsl­u­m,“ segir Hall­dór. 

Hægt er að lesa grein­ina í heild á vef­síðu Lækna­blaðs­ins. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent