Fámenn en afkastamikil

Langstærstur hluti íslenskra fyrirtækja er með færri en 10 starfsmenn eða um 94 prósent þeirra. Landsframleiðsla á mann á Íslandi var 30 prósent yfir meðaltali ríkja Evrópusambandsins árið 2017. Landsframleiðsla á mann er sú fimmta mesta í Evrópu.

7DM_3310_raw_170627.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Lang­flest fyr­ir­tæki lands­ins eru með færri en tíu starfs­­menn í vinnu eða um 94 pró­­sent þeirra. Yfir 30 þús­und virk fyr­ir­tæki starfa hér á landi með rúm­­lega 134 þús­und starfs­­menn. Rekstr­­ar­­tekjur þess­­ara fyr­ir­tækja hafa numið rúm­­lega 4.000 millj­­örðum króna árið 2018. Þetta kemur fram í nýrri sam­an­­tekt Hag­­stof­unn­­ar. 

Rúm­­lega 28 þús­und fyr­ir­tæki hér á landi eru með innan við tíu starfs­­menn, sem gerir alls um 94 pró­­sent. ­Rekstr­ar­tekj­ur þess­­ara fyr­ir­tækja námu um 908 millj­­örð­u­m rkóna og skil­uðu þau 188 millj­­örðum í vergan ­rekstr­ar­af­gang, EBITDA. Til sam­an­­burðar voru ein­ungis 179 fyr­ir­tæki með 100 starfs­­menn eða fleiri, en hjá þeim störf­uðu 51 þús­und starfs­­menn og ­rekstr­ar­tekj­ur ­námu 1.800 millj­­örðum króna og vergur rekstr­­ar­af­­gangur var 210 milljarðar. 

Auglýsing

Inn­flytj­endur tæp 40 pró­sent ann­arra stærstu atvinnu­greinar Íslands

Flestir starfs­menn íslenskra fyr­ir­tækja starfa inn­an­ við­skipta­hag­kerfs­ins, að und­an­skil­inni fjár­mála- og vá­trygg­ing­ar­starf­semi, eða alls 134.117 starfs­menn. Næst stærsta atvinnu­greinin eru ein­kenn­andi greinar ferða­þjón­ustu með­ 27.945 starfs­menn. Inn­flytj­endur eru tæp 40 pró­sent þeirra starfs­manna en 10.888 þús­und inn­flytj­endur starfa við ferða­þjón­ustu hér á landi. Af þeim starfa 7694 inn­flytj­endur við rekstur veit­inga­staða og gisti­húsa. 

Lands­fram­leiðsla á mann á Íslandi 30 pró­sent yfir með­al­tali 

Lands­fram­leiðsla á mann á Íslandi var þrjá­tíu pró­sent yfir með­al­tali Evr­ópu­sam­bands­ríkja árið 2017. Ísland var í fimmta sæti líkt og árið á undan en fyrir þremur árum var Ísland í átt­unda sæti og 26 pró­sent yfir­ ­með­al­tali. 

Mynd: Hagstofa ÍslandsLúx­em­borg mestu lands­fram­leiðslu á mann árið 2017 þar sem lands­fram­leiðsla á mann var 153 pró­sent yfir með­al­tali og Írland í öðru sæti 81 pró­sent yfir með­al­tali. Lúx­em­borg sker sig úr þar sem fjöldi fólks starfar í land­inu og leggur því til lands­fram­leiðsl­unnar án þess þó að búa þar. Nor­egur er í sæt­inu fyrir ofan Ísland, Dan­mörk í sjö­unda sæti og Sví­þjóð í því tíunda.Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent