Hlutabréf féllu í verði á Wall Street í dag, og er nú ávöxtun S&P 500 vísitölunnar fyrir síðustu 14 mánuði búin að þurrkast út. Vaxandi áhyggjur eru meða fjárfesta um að það gæti verið alþjóðleg kreppa handan við hornið, segir Wall Street Journal.
Olía hélt áfram að falla í verði en verðið á tunnu af hráolíu fór niður fyrir 50 Bandaríkjadali, og hefur lækkað hratt að undanförnu. Í september síðastliðinn fór verðið upp undir 85 Bandaríkjadali og má segja að verðið hafi hrunið.
The S&P 500 Index finished Monday's session at its lowest level since October 2017. The tech, healthcare & consumer sectors led the rout. Ahead of the local open SPI futures are 85 points lower at 5,587. #ausshares #stockmarket
— Burrell Stockbroking (@BurrellClient) December 17, 2018
Olíuverðlækkunin eru góðar fréttir fyrir íslenskt efnahagslíf, enda sparar það gjaldeyri fyrir þjóðarbúið og kemur sér vel fyrir flugfélög og útgerðir, og vitaskuld almenning. Þá má gera ráð fyrir að þessi mikla niðursveifla á olíuverðinu muni líka draga úr verðbólguþrýstingi, en hann hefur aukist nokkuð undanfarin misseri. Verðbólga mælist nú 3,3 prósent, en verðbólgumarkmið er 2,5 prósent.
Sé horft til síðustu þriggja mánaða þá hefur S&P 500 vísitalan lækkað um tæplega 15 prósent, og hafa miklar verðlækkanir tæknifyrirtækja meðal annars verið áberandi. Í umfjöllun Wall Street Journal segir að áhyggjur fari vaxandi vegna tollastríðs Bandaríkjanna og Kína, og óvissu um hvort draga muni úr eftirspurn á alþjóðamörkuðum.