Vilja að myndefni af eftirlitsmyndavélum verði lagt fyrir dóm

Bára Halldórsdóttir mætti fyrir Héraðsdóm í gær vegna máls fjögurra Klaustursþingmanna gegn henni. Lögmaður þingmannanna krefst þess að fá myndefni úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu til að ganga úr skugga um að Bára hafi verið ein á ferð.

Bára Halldórsdóttir
Bára Halldórsdóttir
Auglýsing

Bára Hall­dórs­dótt­ir, sem hljóð­rit­að­i ­sam­tal sex þing­manna á barnum Klaustri þann 20. nóv­em­ber, var boðuð til þing­halds í Hér­aðs­dómi Reykja­víkj­ur í gær. Lög­maður þeirra fjög­urra þing­manna Mið­flokks­ins sem komu við sögu í Klaust­urs­mál­inu fór fram á að myndefni úr eft­ir­lits­mynda­vélum Alþingis og Dóm­kirkju yrði varð­veitt og lagt fyrir dóm. Verj­endur Báru mót­mæltu kröfu lög­manns­ins.

Telja að brotið hafi verið á rétti þeirra til einka­lífs

Fjórir þing­menn Mið­flokks­ins, þeir Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, Gunnar Bragi Sveins­son, Anna Kol­brún­ Árna­dótt­ir og Berg­þór Óla­son eru skráðir sókn­ar­að­ilar á dag­skrá Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur. Reimar Pét­urs­son, lög­maður þeirra, sagði að þing­menn­irnir fjórir hefðu máls­höfðun til skoð­unar og að mark­miðið með vitna­leiðslu­beiðni væri ein­falt, þeir vildu tryggja að sannað yrði hvernig brotið hefði verið gegn þeim. 

Þingmenn - Klaustur barÍ Hér­aðs­dómi í gær fór Reim­ar  fram á að lagt yrði fyrir dóm myndefni af eft­ir­lits­mynda­vélum Alþingis og Dóms­kirkj­unnar sem myndi sanna hvernig brotið hefði verið gegn þing­mönn­un­um. Hann sagði að mik­il­vægt væri að tryggja til­vist myndefn­is­ins áður en varð­veislu­tími þess rynni út en við­mið­un­ar­regla Per­sónu­verndar er 90 dag­ar. Sá varð­veislu­tími væri ekki nægj­an­legur ef til dóms­máls kæmi.

Reimar sagði að með myndefn­inu ætti að vera hægt að sjá nákvæm­lega hvernig Bára hefði haldið upp­tök­unni leyndri fyrir þing­mönn­unum og hvort ein­hverjir hefðu fram­kvæmt brotið með henn­i. „Um­bjóð­endur mínir vilja tryggja sönnun um það hvernig að brot­inu gegn þeim var stað­ið,“ sagði Reim­ar. „Um­bjóð­endur mínir telja að frek­lega hafi verið brotið á rétti þeirra til einka­lífs. Þetta hafi gerst þegar einka­sam­tal á Klaustri var hljóð­ritað að þeim óaf­vit­andi og gert opin­bert. Í því hafi falist brot gegn 229. grein almennra hegn­ing­ar­laga,“ sagði hann og benti á að þessi hátt­semi gæti varðað skaða- og miskabótaskyldu.

Auglýsing

Verj­endur Báru mót­mæltu kröfu sókn­ar­að­ila 

Verj­endur Báru, lög­menn­irnir Ragnar Aðal­steins­son og Auður Tinna Aðal­bjarn­ar­dótt­ir, ­mót­mæltu kröf­u ­sókn­ar­að­ila um að leggja myndefnið fyrir dóm. Þeir bentu á umfjöll­un ­Stund­ar­innar um málið og sögð­u Báru þar hafa greint ítar­lega frá því hvernig atvikum var hátt­að. 

Bára Halldórsdóttir með lögmönnum sínum 17. des 2018 Mynd: Bára Huld Beck

Dóm­ari ætlar að taka málið til úrskurðar og sagði hann að von­andi yrði hann kveð­inn upp í viku­lok, það gæti þó dreg­ist.

Fjöldi fólks mætti til að sýna Báru stuðn­ing

Í sam­tali við frétta­stofu Rúv í gær sagði Bára það af og frá að hún hefði átt sér sam­verka­menn eða að hún hefði tekið upp sam­talið með öðrum hætti en hún hefur lýst. „Það finnst mér skemmti­lega fárán­legt. Ég lýsti því í Morg­un­út­varp­inu á Rás 2 að ég er ekki mjög óáber­andi mann­eskja þannig að ef ég hefði verið að elta þá á röndum þá hefðu þeir átt að vera búnir að taka eftir mér og ég skap­aði ekki orðin sem þeir komu frá sér held­ur,“ sagði Bára.

Fjöl­menni beið Báru er hún gekk inn í Hér­aðs­dóm Reykja­víkur í gær til að sýna henni stuðn­ing og hvetja hana til dáða. 

„Ég er ein af þeim sem hef hlustað á svona tal alla mína ævi og mér fannst það þess virði að koma því beint og hrátt út og hægt að ræða um hvernig ver­öldin er stund­um,“ sagði Bára að lokum í sam­tali við Rúv.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent