Vilja að myndefni af eftirlitsmyndavélum verði lagt fyrir dóm

Bára Halldórsdóttir mætti fyrir Héraðsdóm í gær vegna máls fjögurra Klaustursþingmanna gegn henni. Lögmaður þingmannanna krefst þess að fá myndefni úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu til að ganga úr skugga um að Bára hafi verið ein á ferð.

Bára Halldórsdóttir
Bára Halldórsdóttir
Auglýsing

Bára Hall­dórs­dótt­ir, sem hljóð­rit­að­i ­sam­tal sex þing­manna á barnum Klaustri þann 20. nóv­em­ber, var boðuð til þing­halds í Hér­aðs­dómi Reykja­víkj­ur í gær. Lög­maður þeirra fjög­urra þing­manna Mið­flokks­ins sem komu við sögu í Klaust­urs­mál­inu fór fram á að myndefni úr eft­ir­lits­mynda­vélum Alþingis og Dóm­kirkju yrði varð­veitt og lagt fyrir dóm. Verj­endur Báru mót­mæltu kröfu lög­manns­ins.

Telja að brotið hafi verið á rétti þeirra til einka­lífs

Fjórir þing­menn Mið­flokks­ins, þeir Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, Gunnar Bragi Sveins­son, Anna Kol­brún­ Árna­dótt­ir og Berg­þór Óla­son eru skráðir sókn­ar­að­ilar á dag­skrá Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur. Reimar Pét­urs­son, lög­maður þeirra, sagði að þing­menn­irnir fjórir hefðu máls­höfðun til skoð­unar og að mark­miðið með vitna­leiðslu­beiðni væri ein­falt, þeir vildu tryggja að sannað yrði hvernig brotið hefði verið gegn þeim. 

Þingmenn - Klaustur barÍ Hér­aðs­dómi í gær fór Reim­ar  fram á að lagt yrði fyrir dóm myndefni af eft­ir­lits­mynda­vélum Alþingis og Dóms­kirkj­unnar sem myndi sanna hvernig brotið hefði verið gegn þing­mönn­un­um. Hann sagði að mik­il­vægt væri að tryggja til­vist myndefn­is­ins áður en varð­veislu­tími þess rynni út en við­mið­un­ar­regla Per­sónu­verndar er 90 dag­ar. Sá varð­veislu­tími væri ekki nægj­an­legur ef til dóms­máls kæmi.

Reimar sagði að með myndefn­inu ætti að vera hægt að sjá nákvæm­lega hvernig Bára hefði haldið upp­tök­unni leyndri fyrir þing­mönn­unum og hvort ein­hverjir hefðu fram­kvæmt brotið með henn­i. „Um­bjóð­endur mínir vilja tryggja sönnun um það hvernig að brot­inu gegn þeim var stað­ið,“ sagði Reim­ar. „Um­bjóð­endur mínir telja að frek­lega hafi verið brotið á rétti þeirra til einka­lífs. Þetta hafi gerst þegar einka­sam­tal á Klaustri var hljóð­ritað að þeim óaf­vit­andi og gert opin­bert. Í því hafi falist brot gegn 229. grein almennra hegn­ing­ar­laga,“ sagði hann og benti á að þessi hátt­semi gæti varðað skaða- og miskabótaskyldu.

Auglýsing

Verj­endur Báru mót­mæltu kröfu sókn­ar­að­ila 

Verj­endur Báru, lög­menn­irnir Ragnar Aðal­steins­son og Auður Tinna Aðal­bjarn­ar­dótt­ir, ­mót­mæltu kröf­u ­sókn­ar­að­ila um að leggja myndefnið fyrir dóm. Þeir bentu á umfjöll­un ­Stund­ar­innar um málið og sögð­u Báru þar hafa greint ítar­lega frá því hvernig atvikum var hátt­að. 

Bára Halldórsdóttir með lögmönnum sínum 17. des 2018 Mynd: Bára Huld Beck

Dóm­ari ætlar að taka málið til úrskurðar og sagði hann að von­andi yrði hann kveð­inn upp í viku­lok, það gæti þó dreg­ist.

Fjöldi fólks mætti til að sýna Báru stuðn­ing

Í sam­tali við frétta­stofu Rúv í gær sagði Bára það af og frá að hún hefði átt sér sam­verka­menn eða að hún hefði tekið upp sam­talið með öðrum hætti en hún hefur lýst. „Það finnst mér skemmti­lega fárán­legt. Ég lýsti því í Morg­un­út­varp­inu á Rás 2 að ég er ekki mjög óáber­andi mann­eskja þannig að ef ég hefði verið að elta þá á röndum þá hefðu þeir átt að vera búnir að taka eftir mér og ég skap­aði ekki orðin sem þeir komu frá sér held­ur,“ sagði Bára.

Fjöl­menni beið Báru er hún gekk inn í Hér­aðs­dóm Reykja­víkur í gær til að sýna henni stuðn­ing og hvetja hana til dáða. 

„Ég er ein af þeim sem hef hlustað á svona tal alla mína ævi og mér fannst það þess virði að koma því beint og hrátt út og hægt að ræða um hvernig ver­öldin er stund­um,“ sagði Bára að lokum í sam­tali við Rúv.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveiran sýkir Kauphöllina
Gengi nær allra félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað hefur lækkað mikið það sem af er ári, og sérstaklega síðastliðinn mánuð. Um er að ræða mesta samdrátt frá því í hruninu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Hvetur verkalýðshreyfinguna til að standa saman og vinna af yfirvegun við úrlausn mála
Formaður Eflingar hefur gefið út yfirlýsingu vegna óróa í verkalýðshreyfingunni eftir að Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði af sér embætti varaforseta ASÍ.
Kjarninn 1. apríl 2020
Tveggja metra fjarlægð skal ávallt vera milli fólks, hvar sem það kemur saman.
Ertu farin að ryðga í reglum um samkomubann? Hér er upprifjun
Meginlínan í samkomubanni er þessi: Það mega ekki fleiri en tuttugu koma saman og alltaf – sama hversu margir eru saman – skal halda tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. Það gildir jafnt á vinnustað, úti í búð og í heimahúsum.
Kjarninn 1. apríl 2020
Hertar sóttvarnaaðgerðir á Vestfjörðum
Gripið hefur verið til hertra sóttvarnaaðgerða í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði. Leik- og grunnskólum verður lokað og samkomubann miðast við fimm manns.
Kjarninn 1. apríl 2020
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Stafræn bylting bætir líf borgarbúa
Kjarninn 1. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Starfsemi Hugarafls í samkomubanni
Kjarninn 1. apríl 2020
Steingrímur Ólafsson
Pestir, Inc. og Corp.
Kjarninn 1. apríl 2020
Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Apple og Google eru að yfirfara íslenska smitrakningaforritið
Bandarísku stórfyrirtækin Apple og Google eru að yfirfara snjallsímaforritið Rakning C-19, sem heilbrigðisyfirvöld hafa látið smíða til að auðvelda smitrakningu á Íslandi. Appið verður aðgengilegt þegar þessari rýni er lokið.
Kjarninn 1. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent