Vilja að myndefni af eftirlitsmyndavélum verði lagt fyrir dóm

Bára Halldórsdóttir mætti fyrir Héraðsdóm í gær vegna máls fjögurra Klaustursþingmanna gegn henni. Lögmaður þingmannanna krefst þess að fá myndefni úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu til að ganga úr skugga um að Bára hafi verið ein á ferð.

Bára Halldórsdóttir
Bára Halldórsdóttir
Auglýsing

Bára Hall­dórs­dótt­ir, sem hljóð­rit­að­i ­sam­tal sex þing­manna á barnum Klaustri þann 20. nóv­em­ber, var boðuð til þing­halds í Hér­aðs­dómi Reykja­víkj­ur í gær. Lög­maður þeirra fjög­urra þing­manna Mið­flokks­ins sem komu við sögu í Klaust­urs­mál­inu fór fram á að myndefni úr eft­ir­lits­mynda­vélum Alþingis og Dóm­kirkju yrði varð­veitt og lagt fyrir dóm. Verj­endur Báru mót­mæltu kröfu lög­manns­ins.

Telja að brotið hafi verið á rétti þeirra til einka­lífs

Fjórir þing­menn Mið­flokks­ins, þeir Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, Gunnar Bragi Sveins­son, Anna Kol­brún­ Árna­dótt­ir og Berg­þór Óla­son eru skráðir sókn­ar­að­ilar á dag­skrá Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur. Reimar Pét­urs­son, lög­maður þeirra, sagði að þing­menn­irnir fjórir hefðu máls­höfðun til skoð­unar og að mark­miðið með vitna­leiðslu­beiðni væri ein­falt, þeir vildu tryggja að sannað yrði hvernig brotið hefði verið gegn þeim. 

Þingmenn - Klaustur barÍ Hér­aðs­dómi í gær fór Reim­ar  fram á að lagt yrði fyrir dóm myndefni af eft­ir­lits­mynda­vélum Alþingis og Dóms­kirkj­unnar sem myndi sanna hvernig brotið hefði verið gegn þing­mönn­un­um. Hann sagði að mik­il­vægt væri að tryggja til­vist myndefn­is­ins áður en varð­veislu­tími þess rynni út en við­mið­un­ar­regla Per­sónu­verndar er 90 dag­ar. Sá varð­veislu­tími væri ekki nægj­an­legur ef til dóms­máls kæmi.

Reimar sagði að með myndefn­inu ætti að vera hægt að sjá nákvæm­lega hvernig Bára hefði haldið upp­tök­unni leyndri fyrir þing­mönn­unum og hvort ein­hverjir hefðu fram­kvæmt brotið með henn­i. „Um­bjóð­endur mínir vilja tryggja sönnun um það hvernig að brot­inu gegn þeim var stað­ið,“ sagði Reim­ar. „Um­bjóð­endur mínir telja að frek­lega hafi verið brotið á rétti þeirra til einka­lífs. Þetta hafi gerst þegar einka­sam­tal á Klaustri var hljóð­ritað að þeim óaf­vit­andi og gert opin­bert. Í því hafi falist brot gegn 229. grein almennra hegn­ing­ar­laga,“ sagði hann og benti á að þessi hátt­semi gæti varðað skaða- og miskabótaskyldu.

Auglýsing

Verj­endur Báru mót­mæltu kröfu sókn­ar­að­ila 

Verj­endur Báru, lög­menn­irnir Ragnar Aðal­steins­son og Auður Tinna Aðal­bjarn­ar­dótt­ir, ­mót­mæltu kröf­u ­sókn­ar­að­ila um að leggja myndefnið fyrir dóm. Þeir bentu á umfjöll­un ­Stund­ar­innar um málið og sögð­u Báru þar hafa greint ítar­lega frá því hvernig atvikum var hátt­að. 

Bára Halldórsdóttir með lögmönnum sínum 17. des 2018 Mynd: Bára Huld Beck

Dóm­ari ætlar að taka málið til úrskurðar og sagði hann að von­andi yrði hann kveð­inn upp í viku­lok, það gæti þó dreg­ist.

Fjöldi fólks mætti til að sýna Báru stuðn­ing

Í sam­tali við frétta­stofu Rúv í gær sagði Bára það af og frá að hún hefði átt sér sam­verka­menn eða að hún hefði tekið upp sam­talið með öðrum hætti en hún hefur lýst. „Það finnst mér skemmti­lega fárán­legt. Ég lýsti því í Morg­un­út­varp­inu á Rás 2 að ég er ekki mjög óáber­andi mann­eskja þannig að ef ég hefði verið að elta þá á röndum þá hefðu þeir átt að vera búnir að taka eftir mér og ég skap­aði ekki orðin sem þeir komu frá sér held­ur,“ sagði Bára.

Fjöl­menni beið Báru er hún gekk inn í Hér­aðs­dóm Reykja­víkur í gær til að sýna henni stuðn­ing og hvetja hana til dáða. 

„Ég er ein af þeim sem hef hlustað á svona tal alla mína ævi og mér fannst það þess virði að koma því beint og hrátt út og hægt að ræða um hvernig ver­öldin er stund­um,“ sagði Bára að lokum í sam­tali við Rúv.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
RÚV leiðréttir fullyrðingu í frétt um Samherja
Fréttastofa RÚV hefur leiðrétt fullyrðingu Samherja, en útgerðarfélagið kvartaði formlega yfir fréttaflutningnum með því að senda bréf á stjórnarmenn RÚV.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Dómnefnd telur Ásu Ólafsdóttur hæfasta í starf dómara
Dómnefndina skipuðu Ingimundur Einarsson, formaður, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Reimar Pétursson.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Samtök iðnaðarins eru með skrifstofur í húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Athugasemd frá Samtökum iðnaðarins
Kjarninn 17. febrúar 2020
Magnús Jónsson
Loðnan og loðin svör
Kjarninn 17. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Samherji hótar RÚV málshöfðun og segist ekki hafa verið sakfelldur fyrir mútugreiðslur
Samherji vill afsökunarbeiðni og leiðréttingu frá RÚV og segist ekki hafa verið dæmt né ákært fyrir mútugreiðslur né hafi starfsmenn þess stöðu sakbornings. Fjöldi manns hefur verið ákærður fyrir að þiggja mútur frá Samherja í Namibíu.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Trúarbrögð að vera á móti sæstreng
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir að sæstrengur sé ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar. Engin ný ákvörðun hafi verið tekin en hún bendir þó á að forsendur geti breyst og fráleitt að útiloka um alla framtíð að þetta gæti orðið skynsamlegt.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
„Takmörk fyrir því hvað hægt er að verja“
Formaður VR veltir fyrir sér stöðu álversins í Straumsvík en hann hefur miklar áhyggjur af stöðu stóriðjunnar og vel launuðum störfum sem hún skapar.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Tengdar útgerðir fá tæp sex ár til að koma sér undir kvótaþak
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur kynnt drög að frumvarpi um breyttar skilgreiningar á því hvað teljist tengdir aðilar í sjávarútvegi. Þeir sem lagabreytingin hefur áhrif á munu hafa fram á fiskveiðiárið 2025/2026 til að koma sér undir kvótaþak.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent