Skuldabréfaeigendur WOW air í betri stöðu en á horfðist

Skilmálabreytingar á skuldabréfaútgáfu flugfélagsins WOW air virðast vera töluvert betri en talið var. Veigamestu atriðin í skilmálbreytingunum er að ekki verður farið fram á neina lækkun á höfuðstól bréf­anna auk þess sem vaxta­kjör haldast óbreytt.

wow air
Auglýsing

Staða skulda­bréfa­eig­enda WOW a­ir ­sem lögðu fé í flug­fé­lagið í haust virð­ist nú betri en á horfð­ist. Það er vegna þess að skil­mála­breyt­ingar á skulda­bréfa­út­gáfu flug­fé­lag­ins ­þykja mun betri en við var búist í lok síð­asta mán­að­ar. Ekki verður farið fram á neina lækk­un höf­uð­stóll bréf­anna og vaxta­kjör haldast ó­breytt. Á móti kemur að skulda­bréfa­eig­endur þurfi að aflétta þeim veðum sem þeir áttu í WOW air og sú hagn­að­ar­von sem skulda­bréfa­eig­endur höfðu er tengd­ist áformum um að skrá WOW a­ir á markað er ekki lengur fyrir hendi. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag. 

Fjár­fest­ing Indigo Partners háð skil­mála­breyt­ingum bréf­anna

Í sept­em­ber 2018 fór fram skulda­bréfa­út­gáfa hjá WOW til að tryggja lang­tíma­fjár­mögn­un ­fé­lags­ins. Skulda­bréfa­eig­end­ur WOW a­ir fjár­festu fyr­ir­ ­sam­tals 60 millj­ónir evra í útboð­inu en þar á meðal keypti Skúli Mog­en­sen, eig­and­i WOW a­ir, skulda­bréf ­fyrir 5,5 millj­ón­ir ­evra. Í ljós kom síðar að fjár­hags­staða WOW a­ir var mun þrengri en menn töldu áður skulda­bréfa­út­boðið átti sér stað.

Í lok nóv­em­ber bár­ust svo fréttir af því að ef fyr­ir­huguð kaup Icelanda­ir Group á WOW a­ir ætti að ná fram að ganga gætu skulda­bréfa­eig­endur þurft að sam­þykkja tug­pró­senta afskrif­rit af höf­uð­stól sín­um. Nokkrum dögum seinna var síðan til­kynnt að Icelanda­ir hefði hætt við kaupin á WOW a­ir. 

Auglýsing

Nú vinn­ur WOW a­ir að því að ná sam­komu­lagi við banda­ríska fjár­­­fest­inga­­fé­lag­ið Indigo Partner­s um að fjár­­­festa í flug­fé­lag­inu, og gæti sú fjár­­­fest­ing verið upp á allt að 75 millj­­ónir dala, eða 9,4 millj­­arða króna. Sú fjár­fest­ing er þó háð ýmsum skil­yrð­u­m m.a. nið­ur­stöðu áreið­an­leika­könn­un­ar. Fjár­fest­ingin er þó einnig háð sam­þykki skulda­bréfa­eig­enda WOW a­ir á ýmsum skil­mála­breyt­ingum bréf­anna.

Ekki farið fram á lækkun höf­uð­stóls

Í skil­mála­breyt­ing­unum er ekki farið fram á neina lækkun á höf­uð­stól bréf­anna sam­kvæmt heim­ild­ar­manni Morg­un­blaðs­ins. Fyrst að útlit er fyrir að Skúli Mog­en­sen, stofn­andi og for­stjóri WOW a­ir, verði áfram við stjórn­ar­taumana hjá félag­inu og í ljósi þess að Indigo Partner­s er ekki að kaupa félagið að fullu telja skulda­bréfa­eig­endur félags­ins að ekki þurfi að koma til afskrifta, segir í umfjöllun Morg­un­blaðs­ins.

Auk þess verði vaxta­kjör skulda­bréfa­flokks­ins óbreytt eða um 9 pró­sent en það sam­svarar um 14 pró­sent krónu­vöxtum vegna vaxta­mun­ar. Þetta þykja ansi góð kjör og end­ur­spegla þá áhættu sem skulda­bréfa­eig­endur tóku segir heim­ild­ar­maður Morg­un­blaðs­ins.

Vilja falla frá greiðslu álags

Aftur á móti þurfa skulda­bréfa­eig­endur að aflétta þeim veðum sem þeir áttu í WOW a­ir. Sam­kvæmt Morg­un­blað­inu er heldur ekki sú hagn­að­ar­von sem tengd­ist áformum Skúla um að setj­a WOW a­ir á markað ekki lengur til staðar því nú er farið fram á að fallið verði frá öllum kaup­rétti sem samið var um í skulda­bréfa­út­boð­inu í sept­em­ber. Mögu­legt hefði verið að tryggja skulda­bréfa­eig­end­unum ávinn­ing hefði félagið hækkað í virði eftir skrán­ingu á mark­að. 

Einnig er kraf­ist þess að fallið verði frá upp­haf­legum skil­málum skulda­bréfa­út­gáf­unnar sem kváðu á um að útgef­andi skulda­bréfs­ins þyrfti að greiða 20 pró­sent álag ofan á höf­uð­stól bréfs­ins yrði það ekki að veru­leika að WOW a­ir yrði skráð á mark­að.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Boris Johnson var í kvöld lagður inn á spítala í London.
Boris Johnson lagður inn á spítala
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur verið lagður inn á spítala í London til skoðunar, en hann hefur verið með „þrálát einkenni“ COVID-19 sýkingar allt frá því að hann greindist með veiruna fyrir tíu dögum síðan.
Kjarninn 5. apríl 2020
Virði veðsettra bréfa dróst saman um 30 milljarða í mars
Heildarvirði allra félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallar Íslands og First North markaðinn dróst saman um 184 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020.
Kjarninn 5. apríl 2020
Söngvaskáld gefur út Skrifstofuplöntu
Söngvaskáldið Sveinn Guðmundsson safnar fyrir útgáfu nýrrar plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 5. apríl 2020
Frá Ísafirði. Þar og í Bolungarvík eru hertar sóttvarnaráðstafanir einnig áfram í gildi.
Hertar aðgerðir á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og í Súðavík
Rétt eins og á Ísafirði og í Bolungarvík hefur nú verið ákveðið að loka leik- og grunnskólum í minni bæjum á norðanverðum Vestfjörðum á meðan smitrakning nýrra smita á svæðinu stendur yfir.
Kjarninn 5. apríl 2020
Einar Helgason
Gömlum frethólki svarað
Kjarninn 5. apríl 2020
Ellefu sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild vegna COVID-19
Fólki í sóttkví fjölgar á ný
Í dag eru 1.054 einstaklingar með virk COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.017. Alls er 428 manns batnað.
Kjarninn 5. apríl 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Við þurfum að skuldsetja ríkissjóð verulega“
Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna kvörtuðu undan samráðsleysi af hálfu ríkisstjórnarinnar í Silfrinu í morgun og sögðust telja að stjórnvöld þyrftu að bæta verulega í hvað varðar efnahagsleg viðbrögð við heimsfaraldrinum.
Kjarninn 5. apríl 2020
Hugfangin af jöklum og kvikunni sem kraumar undir
Hún gekk í geimbúningi á Vatnajökli og er með gasgrímu og öryggishjálm til taks í vinnunni. Hún heldur sig þó heima þessa dagana enda „verður maður að hugsa um landlækni,“ segir eldfjallafræðingurinn Helga Kristín Torfadóttir, dóttir Ölmu Möller.
Kjarninn 5. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent