Skuldabréfaeigendur WOW air í betri stöðu en á horfðist

Skilmálabreytingar á skuldabréfaútgáfu flugfélagsins WOW air virðast vera töluvert betri en talið var. Veigamestu atriðin í skilmálbreytingunum er að ekki verður farið fram á neina lækkun á höfuðstól bréf­anna auk þess sem vaxta­kjör haldast óbreytt.

wow air
Auglýsing

Staða skulda­bréfa­eig­enda WOW a­ir ­sem lögðu fé í flug­fé­lagið í haust virð­ist nú betri en á horfð­ist. Það er vegna þess að skil­mála­breyt­ingar á skulda­bréfa­út­gáfu flug­fé­lag­ins ­þykja mun betri en við var búist í lok síð­asta mán­að­ar. Ekki verður farið fram á neina lækk­un höf­uð­stóll bréf­anna og vaxta­kjör haldast ó­breytt. Á móti kemur að skulda­bréfa­eig­endur þurfi að aflétta þeim veðum sem þeir áttu í WOW air og sú hagn­að­ar­von sem skulda­bréfa­eig­endur höfðu er tengd­ist áformum um að skrá WOW a­ir á markað er ekki lengur fyrir hendi. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag. 

Fjár­fest­ing Indigo Partners háð skil­mála­breyt­ingum bréf­anna

Í sept­em­ber 2018 fór fram skulda­bréfa­út­gáfa hjá WOW til að tryggja lang­tíma­fjár­mögn­un ­fé­lags­ins. Skulda­bréfa­eig­end­ur WOW a­ir fjár­festu fyr­ir­ ­sam­tals 60 millj­ónir evra í útboð­inu en þar á meðal keypti Skúli Mog­en­sen, eig­and­i WOW a­ir, skulda­bréf ­fyrir 5,5 millj­ón­ir ­evra. Í ljós kom síðar að fjár­hags­staða WOW a­ir var mun þrengri en menn töldu áður skulda­bréfa­út­boðið átti sér stað.

Í lok nóv­em­ber bár­ust svo fréttir af því að ef fyr­ir­huguð kaup Icelanda­ir Group á WOW a­ir ætti að ná fram að ganga gætu skulda­bréfa­eig­endur þurft að sam­þykkja tug­pró­senta afskrif­rit af höf­uð­stól sín­um. Nokkrum dögum seinna var síðan til­kynnt að Icelanda­ir hefði hætt við kaupin á WOW a­ir. 

Auglýsing

Nú vinn­ur WOW a­ir að því að ná sam­komu­lagi við banda­ríska fjár­­­fest­inga­­fé­lag­ið Indigo Partner­s um að fjár­­­festa í flug­fé­lag­inu, og gæti sú fjár­­­fest­ing verið upp á allt að 75 millj­­ónir dala, eða 9,4 millj­­arða króna. Sú fjár­fest­ing er þó háð ýmsum skil­yrð­u­m m.a. nið­ur­stöðu áreið­an­leika­könn­un­ar. Fjár­fest­ingin er þó einnig háð sam­þykki skulda­bréfa­eig­enda WOW a­ir á ýmsum skil­mála­breyt­ingum bréf­anna.

Ekki farið fram á lækkun höf­uð­stóls

Í skil­mála­breyt­ing­unum er ekki farið fram á neina lækkun á höf­uð­stól bréf­anna sam­kvæmt heim­ild­ar­manni Morg­un­blaðs­ins. Fyrst að útlit er fyrir að Skúli Mog­en­sen, stofn­andi og for­stjóri WOW a­ir, verði áfram við stjórn­ar­taumana hjá félag­inu og í ljósi þess að Indigo Partner­s er ekki að kaupa félagið að fullu telja skulda­bréfa­eig­endur félags­ins að ekki þurfi að koma til afskrifta, segir í umfjöllun Morg­un­blaðs­ins.

Auk þess verði vaxta­kjör skulda­bréfa­flokks­ins óbreytt eða um 9 pró­sent en það sam­svarar um 14 pró­sent krónu­vöxtum vegna vaxta­mun­ar. Þetta þykja ansi góð kjör og end­ur­spegla þá áhættu sem skulda­bréfa­eig­endur tóku segir heim­ild­ar­maður Morg­un­blaðs­ins.

Vilja falla frá greiðslu álags

Aftur á móti þurfa skulda­bréfa­eig­endur að aflétta þeim veðum sem þeir áttu í WOW a­ir. Sam­kvæmt Morg­un­blað­inu er heldur ekki sú hagn­að­ar­von sem tengd­ist áformum Skúla um að setj­a WOW a­ir á markað ekki lengur til staðar því nú er farið fram á að fallið verði frá öllum kaup­rétti sem samið var um í skulda­bréfa­út­boð­inu í sept­em­ber. Mögu­legt hefði verið að tryggja skulda­bréfa­eig­end­unum ávinn­ing hefði félagið hækkað í virði eftir skrán­ingu á mark­að. 

Einnig er kraf­ist þess að fallið verði frá upp­haf­legum skil­málum skulda­bréfa­út­gáf­unnar sem kváðu á um að útgef­andi skulda­bréfs­ins þyrfti að greiða 20 pró­sent álag ofan á höf­uð­stól bréfs­ins yrði það ekki að veru­leika að WOW a­ir yrði skráð á mark­að.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmur hálfur milljarður í utanlandsferðir þingmanna og forseta þingsins á tíu árum
Rúmar 60 milljónir fóru í utanlandsferðir embættis forseta Alþingis og þingmanna árið 2018. Kostnaðurinn var minnstur árið 2009 – rétt eftir hrun.
Kjarninn 21. janúar 2020
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent