Skuldabréfaeigendur WOW air í betri stöðu en á horfðist

Skilmálabreytingar á skuldabréfaútgáfu flugfélagsins WOW air virðast vera töluvert betri en talið var. Veigamestu atriðin í skilmálbreytingunum er að ekki verður farið fram á neina lækkun á höfuðstól bréf­anna auk þess sem vaxta­kjör haldast óbreytt.

wow air
Auglýsing

Staða skulda­bréfa­eig­enda WOW a­ir ­sem lögðu fé í flug­fé­lagið í haust virð­ist nú betri en á horfð­ist. Það er vegna þess að skil­mála­breyt­ingar á skulda­bréfa­út­gáfu flug­fé­lag­ins ­þykja mun betri en við var búist í lok síð­asta mán­að­ar. Ekki verður farið fram á neina lækk­un höf­uð­stóll bréf­anna og vaxta­kjör haldast ó­breytt. Á móti kemur að skulda­bréfa­eig­endur þurfi að aflétta þeim veðum sem þeir áttu í WOW air og sú hagn­að­ar­von sem skulda­bréfa­eig­endur höfðu er tengd­ist áformum um að skrá WOW a­ir á markað er ekki lengur fyrir hendi. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag. 

Fjár­fest­ing Indigo Partners háð skil­mála­breyt­ingum bréf­anna

Í sept­em­ber 2018 fór fram skulda­bréfa­út­gáfa hjá WOW til að tryggja lang­tíma­fjár­mögn­un ­fé­lags­ins. Skulda­bréfa­eig­end­ur WOW a­ir fjár­festu fyr­ir­ ­sam­tals 60 millj­ónir evra í útboð­inu en þar á meðal keypti Skúli Mog­en­sen, eig­and­i WOW a­ir, skulda­bréf ­fyrir 5,5 millj­ón­ir ­evra. Í ljós kom síðar að fjár­hags­staða WOW a­ir var mun þrengri en menn töldu áður skulda­bréfa­út­boðið átti sér stað.

Í lok nóv­em­ber bár­ust svo fréttir af því að ef fyr­ir­huguð kaup Icelanda­ir Group á WOW a­ir ætti að ná fram að ganga gætu skulda­bréfa­eig­endur þurft að sam­þykkja tug­pró­senta afskrif­rit af höf­uð­stól sín­um. Nokkrum dögum seinna var síðan til­kynnt að Icelanda­ir hefði hætt við kaupin á WOW a­ir. 

Auglýsing

Nú vinn­ur WOW a­ir að því að ná sam­komu­lagi við banda­ríska fjár­­­fest­inga­­fé­lag­ið Indigo Partner­s um að fjár­­­festa í flug­fé­lag­inu, og gæti sú fjár­­­fest­ing verið upp á allt að 75 millj­­ónir dala, eða 9,4 millj­­arða króna. Sú fjár­fest­ing er þó háð ýmsum skil­yrð­u­m m.a. nið­ur­stöðu áreið­an­leika­könn­un­ar. Fjár­fest­ingin er þó einnig háð sam­þykki skulda­bréfa­eig­enda WOW a­ir á ýmsum skil­mála­breyt­ingum bréf­anna.

Ekki farið fram á lækkun höf­uð­stóls

Í skil­mála­breyt­ing­unum er ekki farið fram á neina lækkun á höf­uð­stól bréf­anna sam­kvæmt heim­ild­ar­manni Morg­un­blaðs­ins. Fyrst að útlit er fyrir að Skúli Mog­en­sen, stofn­andi og for­stjóri WOW a­ir, verði áfram við stjórn­ar­taumana hjá félag­inu og í ljósi þess að Indigo Partner­s er ekki að kaupa félagið að fullu telja skulda­bréfa­eig­endur félags­ins að ekki þurfi að koma til afskrifta, segir í umfjöllun Morg­un­blaðs­ins.

Auk þess verði vaxta­kjör skulda­bréfa­flokks­ins óbreytt eða um 9 pró­sent en það sam­svarar um 14 pró­sent krónu­vöxtum vegna vaxta­mun­ar. Þetta þykja ansi góð kjör og end­ur­spegla þá áhættu sem skulda­bréfa­eig­endur tóku segir heim­ild­ar­maður Morg­un­blaðs­ins.

Vilja falla frá greiðslu álags

Aftur á móti þurfa skulda­bréfa­eig­endur að aflétta þeim veðum sem þeir áttu í WOW a­ir. Sam­kvæmt Morg­un­blað­inu er heldur ekki sú hagn­að­ar­von sem tengd­ist áformum Skúla um að setj­a WOW a­ir á markað ekki lengur til staðar því nú er farið fram á að fallið verði frá öllum kaup­rétti sem samið var um í skulda­bréfa­út­boð­inu í sept­em­ber. Mögu­legt hefði verið að tryggja skulda­bréfa­eig­end­unum ávinn­ing hefði félagið hækkað í virði eftir skrán­ingu á mark­að. 

Einnig er kraf­ist þess að fallið verði frá upp­haf­legum skil­málum skulda­bréfa­út­gáf­unnar sem kváðu á um að útgef­andi skulda­bréfs­ins þyrfti að greiða 20 pró­sent álag ofan á höf­uð­stól bréfs­ins yrði það ekki að veru­leika að WOW a­ir yrði skráð á mark­að.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent