Bjarni: Óskynsamlegt að lækka skatta ef kjarasamningar fara úr böndunum

Ríkisstjórnin hefur boðað skatta­lækk­an­ir í þágu þeirra sem eru í neðra skattþrep­inu, lægri og milli­tekju­hóp­un­um. Bjarni Benediktsson segir að óskynsamlegt sé að fylgja því eft­ir ef komandi kjara­samn­ing­ar fari úr bönd­un­um.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að áform rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­ar um lækk­­un tekju­skatts verði end­­ur­­met­in ef samið verði um óá­­byrg­ar launa­hækk­­an­ir í kom­andi kjara­­samn­ing­­um. Bjarni segir í við­tali við Morg­un­blaðið í dag að til þess að unnt verði að lækka skatta þurfi launa­hækk­anir að vera innan þess svig­rúms sem er fyrir hendi. Hann segir að tekjur rík­is­sjóðs gætu orðið minni en spáð var vegna óvissu í ferða­þjón­ustu og mögu­legs ­sam­drátt ­vegna óróa í flug­in­u. 

„Við þurfum að fara að snúa umræð­unni á Íslandi upp í það fyrir hvaða launa­hækk­unum er svig­rúm í hag­kerf­inu. Ef launa­hækk­anir eru langt umfram það svig­rúm sem er sann­ar­lega til staðar í hag­kerf­inu fer að vera mikið vafa­mál hvort stjórn­völd gera rétt í því að fylgja eftir áformum um ­lækk­an­ir á tekju­skatti ein­stak­linga,“ segir Bjarni í við­tal­inu.

Skatta­lækk­an­irnar hugs­aðar fyrir lægri tekju­hópa

Bjarni segir að skatta­lækk­an­irn­ar hafi verið boð­aðar í þágu þeirra sem eru neðra skatt­þrep­inu en að óskyn­sam­legt væri að fylgja því eftir að ef kjara­samn­ingar fari úr bönd­un­um. „Við höf­um boðað skatta­­lækk­­an­ir í þágu þeirra sem eru í neðra þrep­inu, lægri og milli­­­tekju­hóp­un­um, en það er óskyn­­sam­­legt að fylgja því eft­ir ef kjara­­samn­ing­ar fara úr bönd­un­um og menn eru að taka út meira en inn­i­­stæða er fyr­­ir. Þá þarf að huga mjög vel að tíma­­setn­ingu slíkra aðgerða. Þær eru hugs­aðar til að greiða fyr­ir samn­ing­um en ekki til að greiða fyr­ir óá­­byrg­um samn­ing­um,“ seg­ir Bjarn­i. 

Auglýsing

Verð­bólgu­spáin versnað

Fjár­mála­ráð­herra ­segir það óskyn­sam­legt að lækka tekju­skatt ef Seðla­bank­inn væri á sama tíma að draga úr spennu í hag­kerf­inu með hækkun vaxta. Bjarni segir að það sé ákveðin launa- og verð­lags­for­sendur í fjár­laga­frum­varp­inu. Upp­haf­lega var gert ráð fyrir 0,5 pró­sent kaup­mátt­ar­aukn­ingu á næsta ári í frum­varp­inu, miðað við verð­bólgu­spá  þegar fjár­lögin voru tekin sam­an­. „­Síðan versn­aði verð­bólgu­spáin og við sögðum að við það myndi svig­rúm til launa­hækk­ana í sjálfu sér ekk­ert breytast, ekk­ert vaxa. Þannig að við breyttum ekki launa- og verð­lags­for­send­un­um, “ segir Bjarni. Hann segir jafn­framt að ef ­samið verði um laun sem eru umfram for­send­ur fjár­laga þá gæti mögu­lega þurft að láta reyna á vara­sjóð. 

Þarf að taka með í reikn­ing­inn líf­eyr­is­skyld­bind­ingar rík­is­ins

Bjarni bendir á í við­tal­inu að taka þarf í reikn­ing hverjar afleið­ingar verða fyrir líf­eyr­is­skyld­bind­ing­ar ­rík­is­ins ef samn­ingar þró­ast með til­teknum hætt­i.  „Við erum búin að gefa okkur ákveðnar for­sendur og höfum eitt­hvert svig­rúm í vara­sjóðn­um, að því gefnu að hann verði ekki not­aður í annað ófyr­ir­séð og óvænt.“ ­Bjarni segir að ef honum hefur ekki verið ráð­stafað í annað kann að vera að rík­is­sjóður hafi ein­hvers konar stuð­púða í vara­sjóðn­um en að ekki sé hægt að segja til um það á þess­ari stund­u. 

Með vara­sjóði vísar Bjarni til almenns vara­sjóðs í fjár­lögum sem er ætlað að mæta ófyr­ir­séð­um, óvæntum og óum­flýj­an­legum útgjöld­um. „Sögu­lega séð höfum við ekki gefið því nægi­legan gaum hvaða áhrif launa­breyt­ingar hjá opin­berum starfs­mönnum hafa haft á eft­ir­launa­skuld­bind­ingar rík­is­ins. Það hefur í ein­staka til­vikum hlaupið á millj­örð­um, eða jafn­vel millj­arða­tug­um, sem eft­ir­launa­skuld­bind­ing­arnar vaxa án þess að nokkur sé að hafa áhyggjur af því,“ segir Bjarni að lokum í við­tal­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Naratímabilið 2: Keisaraynjan ósigrandi
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent