Þeir sem njóta efnislegra gæða freistist til að sýna ósanngjarnt oflæti og skilningsleysi

Forseti Íslands fjallaði meðal annars um orðræðu á netinu, áskoranir lands og heims, bætt lífskjör og betri stöðu mannkyns, í nýársávarpi sínu.

guðni th. jóhannesson
Auglýsing

Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, segir að þeir sem njóti efn­is­legra gæða, eins og hann sjálf­ur, freist­ist stundum til þess að segja öðrum að þau skipti ekki sköpum í líf­inu. „Þannig oflæti og skiln­ings­leysi er ósann­gjarnt. Hinu vil ég þó bæta við að á mínum æsku­stöðvum sást ríki­dæmi víða. Barns­hug­ur­inn greindi samt stundum að ham­ingja er ekki endi­lega mæld í fer­metr­um. Síðar hefur mér sýnst sem orð nóbels­skálds­ins séu sígild: „því hvað er auður og afl og hús / ef ein­gin jurt vex í þinni krús.““

Þetta er meðal þess sem fram kom í nýársávarpi for­set­ans sem flutt var í dag. Þar fór for­set­inn um víðan völl og fjall­aði um full­veld­is­af­mæli þjóð­ar­inn­ar, kulnun og streitu, fíkni­vanda, loft­lags­breyt­ing­ar, örbirgð, ófrið, flótta­manna­vand­ann, vax­andi spennu í sam­skiptum ríkja, mis­skipt­ingar heims­ins gæða og aðrar skæðar ógnir nútím­ans, svo fátt eitt sé nefnt.

En hann rakti líka að lífs­kjör hér­lendis hafa verið stór­bætt og að stað­hæfa megi að mann­kyn­inu í heild farn­ist nú betur en nokkru sinni fyrr, þótt sann­ar­lega geti brugðið til beggja vona og ein­faldar lausnir dugi skammt í flóknum veru­leika. „En fram­tíðin er í okkar höndum ‒ far­sæl ef við hrekj­umst ekki af braut mann­gæsku og hyggju­vits, vís­inda og rök­hyggju.“

Auglýsing

For­set­inn ræddi einnig um netið og miðla þess, sem farnir eru að skipa rík­ari sess í sam­fé­lagi manna, og hvernig þessi breyt­ing hefur aukið frelsi fólks til að tjá láta rödd sína heyr­ast. Guðni sagði það vel en að þessir kostir væru ekki alltaf nýttir til góðs. „Í nýársávarpi fyrir fimm árum benti for­veri minn í emb­ætti á að hin nýja tækni gæti opnað „flóð­gáttir nei­kvæðni, ill­mælgi og jafn­vel hat­ur­s“. Þau orð Ólafs Ragn­ars eiga enn við og einnig er við hæfi að rifja upp ummæli ann­ars manns sem bjó um skeið hér á Álfta­nesi, að vísu fyrir um þremur öld­um. „En sá sem reiður er, hann er vit­laus,“ þrum­aði Jón biskup Vídalín, í frægri stól­ræðu sem orðið „reiði­lest­ur“ er dregið af: „Heiftin ... afmyndar alla manns­ins limi og liði, hún kveikir bál í aug­un­um, hún hleypir blóði í nas­irn­ar, bólgu í kinn­arn­ar, æði og stjórn­leysi í tung­una … Hún skekur og hristir allan lík­amann, svo sem þegar hafið er upp blásið af stór­viðri. Og í einu orði að segja: Hún gjörir mann­inn að ófreskju.“ Þannig mess­aði meist­ari Jón þegar hann steig í stól­inn sunnu­dag milli nýárs­dags og þrett­ánd­ans. Vissu­lega er það svo að reiði getur verið rétt­mæt. Meira að segja má vera að hún efli fólk til dáða en hams­laus heift skilar engu, og fúk­yrði því síð­ur. Og hér gilda sömu­leiðis þau ritn­ing­ar­orð að sá yðar, sem synd­laus er, kasti fyrsta stein­in­um.“

Hægt er að lesa ávarp for­set­ans í heild sinni hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent