Ný lög um lögheimili taka gildi

Nú er m.a. hægt að stunda nám erlendis og hafa lögheimili á Íslandi á sama tíma, hjón geta verið með lögheimili á sitthvorum staðnum og hægt er að halda lögheimili sínu hér á landi þrátt fyrir dvöl erlendis vegna veikinda.

img_4532_raw_2709130518_10191421695_o.jpg
Auglýsing

Ný lög um lög­heim­ili og aðsetur og reglu­gerð um sama efni tóku gildi þann 1. jan­úar síð­ast­lið­inn. Mark­mið laga þess­ara og reglu­gerðar er að stuðla að réttri skrán­ingu lög­heim­ilis og aðset­urs á hverjum tíma og tryggja réttar­ör­yggi í með­ferð ágrein­ings­mála er varðar skrán­ingu lög­heim­il­is.

Þetta kemur fram í frétt sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins. 

Í fyrsta lagi er gerð sú krafa til þing­lýsts eig­anda fast­eignar að hann hlut­ist til um að skrán­ing lög­heim­ilis ein­stak­linga sem hafa fasta búsetu í hús­næði hans sé rétt. Gert er ráð fyrir að þing­lýstur eig­andi fái senda til­kynn­ingu í póst­hólf sitt á Ísland.is um þá sem skrá lög­heim­ili sitt í fast­eign í hans eigu. Van­ræki eig­andi fast­eignar ofan­greindar skyldur getur það varðað sekt­um.

Auglýsing

Hægt að stunda nám erlendis og hafa lög­heim­ili á Íslandi

Í öðru lagi verður ein­stak­lingi sem stundar nám erlendis áfram heim­ilt að hafa lög­heim­ili á Íslandi meðan á námi stendur enda sé hann ekki skráður með lög­heim­ili erlendis á með­an. Náms­manni ber að til­kynna til Þjóð­skrár Íslands um náms­dvöl erlendis og fram­vísa stað­fest­ingu um skóla­vist. Sú breyt­ing hefur verið gerð frá eldri rétti að náms­maður þarf að hafa haft lög­heim­ili sam­fellt á Íslandi í að minnsta kosti tvö ár áður en nám erlendis hefst. Sama gildir um maka náms­manns og börn sem dvelj­ast erlendis með náms­mann­i. 

Þá hefur einnig verið gerð sú breyt­ing að heim­ild til að hafa lög­heim­ili hér á landi fellur niður að fjórum árum liðnum nema nýrri stað­fest­ingu um skóla­vist sé fram­vísað hjá Þjóð­skrá Íslands. Ber­ist stað­fest­ing ekki innan til­skil­ins frests er Þjóð­skrá Íslands heim­ilt að fella niður aðset­urs­skrán­ingu og skrá lög­heim­ili náms­manns­ins erlend­is.

Halda lög­heim­ili þrátt fyrir dvöl erlendis vegna veik­inda

Í þriðja lagi verður ein­stak­lingi áfram heim­ilt að halda lög­heim­ili sínu á Íslandi þrátt fyrir dvöl erlendis vegna veik­inda. Gerð er sú krafa að vott­orð útgefnu af lækni með starfs­leyfi á Íslandi sé fram­vísað hjá Þjóð­skrá Íslands um nauð­syn dvalar erlendis vegna veik­ind­anna og til­kynnt sé um aðsetur erlend­is. 

Þá tekur sú nýbreytni gildi að fram­an­greind heim­ild er háð því að ein­stak­ling­ur­inn hafi haft lög­heim­ili sam­fellt á Íslandi í að minnsta kosti tvö ár áður en veik­indi hófust, auk skil­yrða sem ráð­herra getur sett sam­kvæmt reglu­gerð. Fram­an­greind heim­ild gildir aðeins í eitt ár nema óskað sé eftir áfram­hald­andi aðset­urs­skrán­ingu hjá Þjóð­skrár Íslands. Leggja þarf fram nýtt lækn­is­vott­orð þegar óskað er fram­leng­ing­ar.

Eft­ir­lits­heim­ildir Þjóð­skrár aukast

Í frétt ráðu­neyt­is­ins er vakin sér­stök athygli á auknum eft­ir­lits­heim­ildum Þjóð­skrár Íslands með lög­heim­il­is­skrán­ingu. Þegar uppi er vafi um rétta skrán­ingu á lög­heim­ili er Þjóð­skrá Íslands heim­ilt að óska eftir upp­lýs­ingum frá stjórn­völdum og fyr­ir­tækjum í einka­rekstri, sem búa yfir eða varð­veita upp­lýs­ingar um búsetu ein­stak­linga, í þeim til­gangi að ákvarða rétta skrán­ingu. Stjórn­völdum og fyr­ir­tækjum í einka­rekstri er rétt og skylt að verða við beiðni Þjóð­skrár Íslands. 

Þá er stjórn­völdum og fyr­ir­tækjum í einka­rekstri heim­ilt að eigin frum­kvæði að upp­lýsa Þjóð­skrá Íslands þegar þau verða þess vör að ósam­ræmi er á milli lög­heim­il­is­skrán­ingar og raun­veru­legrar búsetu.

Hjónum heim­ilt að skrá lög­heim­ili á sitt­hvorum staðnum

Að auki er að finna önnur nýmæli í lög­un­um. Hjónum verður til dæmis heim­ilt að skrá lög­heim­ili hvort á sínum staðn­um, þrátt fyrir meg­in­regl­una um að hjón skuli eiga sama lög­heim­ili. Heim­ilt verður að skrá tíma­bundið lög­heim­ili á skráðum áfanga­heim­il­um, í starfs­manna­búðum og sam­bæri­legu hús­næði enda sé fyrir hendi leyfi til rekst­urs starf­sem­inn­ar. 

Þá skal skrá lög­heim­ili ein­stak­linga í fjöl­býl­is­húsum niður á íbúðir sem mun auð­velda fram­kvæmd mann­tals og minnka líkur á trygg­inga­svikum svo dæmi séu nefnd. Heim­ilt verður að fara þess á leit við Þjóð­skrá Íslands að lög­heim­ili verði dulið í þjóð­skrá að upp­fylltum ströngum skil­yrðum o.fl. Tvö síð­ast­nefndu atriðin munu taka gildi þann 1. jan­úar 2020 að öllu óbreyttu, segir í frétt ráðu­neyt­is­ins. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent