Meirihluti Verkamannaflokksins vill aðra Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu

Nærri því þrír af hverjum fjórum félögum í breska Verkamannaflokknum vilja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um útgönguna úr Evrópusambandinu. Formaður flokksins vill hins vegar að samningur May verði lagður fyrir þingið.

h_53713782.jpg brexit london esb evrópusambandið bretland
Auglýsing

Nærri því þrír af hverjum fjórum félögum í breska Verka­manna­flokknum vilja að önnur þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla verði haldin um útgöng­una úr Evr­ópu­sam­band­inu. Það er á skjön við skoðun Jer­emy Cor­­byn, leið­toga Verka­manna­flokks­ins, sem vill að nið­ur­staða þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar um Brexit árið 2016 verði end­an­leg. Þetta kemur fram í frétt Guar­dian í dag.

Tæp­lega 90 pró­sent myndu kjósa að vera áfram í ESB

Í könn­unni kemur fram að að 72 pró­sent flokks­manna vilji að Cor­byn styðji aðra þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Færi slík atkvæða­greiðsla fram myndu 88 pró­sent flokks­manna greiða atkvæði með áfram­hald­andi veru í ESB og 71 pró­sent kjós­enda flokks­ins. Alls voru 1.034 félagar í Verka­manna­flokknum spurðir út í afstöðu sína í skoð­ana­könnun sem fram­kvæmd var af rann­sókn­ar­hópi í Queen Mary Uni­versity of London rétt fyrir jól 2018. 

Cor­byn ósam­mála ­flokks­fé­lög­un­um 

Jer­emy Cor­­byn hefur ekki tekið undir kröfur félags­manna sinna um að efnt skuli til ann­arrar þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla. ­Leið­togi Verka­manna­flokks­ins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brex­it-­samn­ing Ther­esu May en talið er að breska þingið muni kol­fella samn­ing­inn. Þá þykir lík­legt að boðað yrði til nýrra kosn­inga og þá myndi Cor­byn freista þess í kjöl­farið að fá umboð þjóð­ar­innar til að semja um hag­stæð­ari samn­ing við Evr­ópu­sam­band­ið. Þrátt fyrir að leið­togar Evr­ópu­sam­bands­ríkja hafi þver­tekið fyrir að semja upp á nýtt. Þetta kemur fram í við­tali við Cor­byn í Guar­dian þann 22. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Cor­byn seg­ist jafn­framt vilja tolla­banda­lag við Evr­ópu­sam­bandið og náið sam­band við hinn ábata­sama innri markað Evr­ópu­sam­bands­ins.

Auglýsing

Jeremy Corbyn Mynd:Wikicommons

Sam­kvæmt frétt Gu­ar­di­an auka  nið­ur­stöður könn­un­ar­innar þrýst­ing­inn á að Cor­byn krefj­ist ann­arar atkvæða­greiðslu. En 56 pró­sent með­lima flokks­ins sögð­ust íhuga það að yfir­gefa flokk­inn ef flokk­ur­inn breytti ekki um stefnu þegar kemur að Brex­it, það eru 88.000 manns. 

Þrátt fyrir þessa gjá á milli stefn­u Cor­byn og afstöðu flokks­manna hans nýtur hann enn stuðn­ings sem for­mað­ur. En um 66 pró­sent  félaga Verka­manna­flokks­ins telja hann vera standa sig vel og 58 pró­sent telja að hann gæti náð betri Brex­it-­samn­ingum sem for­sæt­is­ráð­herra en Ther­es­a Ma­y í fyrr­nefndri könn­un. May stefnir að því að leggja samn­ing­inn fyrir breska þingið í jan­ú­ar 

­Stefnt er að því að Bret­land gang­i ­form­lega úr Evr­ópu­sam­band­inu hinn 29. mars næst­kom­andi, hvort sem útgöngu­samn­ingur liggur fyrir eða ekki. ­Leið­toga­ráð ESB hefur sam­þykkt útgöngu­samn­ing Ther­esu May, for­sæt­is­ráð­herra Breta, en breska þingið á enn eftir að sam­þykkja hann. Í byrjun des­em­ber frestaði May ­at­kvæða­greiðsl­unni í breska þing­inu um Brex­it-­samn­ing­inn vegna þess að ljóst þótti að samn­ing­ur­inn yrði kol­felldur í þing­in­u. Í kjöl­far­ið stóð hún af sér­ van­traust­s­til­lög­u ­þing­manna breska Íhalds­flokk­inn og hefur í des­em­ber reynt að ná fram breyt­ingum á samn­ingnum í við­ræðum við samn­inga­nefnd ESB.

Theresa May, forsætisráðherra Breta.May stefnir að því að leggja samn­ing­inn fyrir breska þingið nú í jan­ú­ar. Ef Ma­y mis­tekst að koma samn­ingnum í gegnum þingið í jan­úar þá gæti svo farið að Bretar gangi úr Evr­ópu­sam­band­inu án samn­ings. The Guar­dian sagði frá því í des­em­ber hvernig þung­vikt­ar­menn í þing­flokkum Íhalds- og Verka­manna­flokks vinni nú að því bak við tjöldin að knýja rík­is­stjórn Ther­esu Ma­y til að fresta úrgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu um nokkra mán­uði til að forð­ast samn­ings­lausan skiln­að.

Breska rík­is­stjórnin hefur nú þegar kynnt aðgerðir sem sýna að það er raun­veru­legur mögu­leiki á samn­ings­lausri útgöngu Breta. Rík­is­stjórnin hefur und­ir­búið svo­kall­aðar „vara­á­ætl­an­ir“ fari það svo að Bret­land yfir­gefi sam­bandið án samn­ings. Áætl­anir rík­is­stjórn­ar­innar felst m.a í því að 3500 her­menn verði í við­bragðs­stöðu og að upp­lýs­inga­bæk­lingum verði dreift til fyr­ir­tækja um hugs­an­legra breyt­inga á landa­mærum, þetta kemur fram í frétt á vef Sky News.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent