Meirihluti Verkamannaflokksins vill aðra Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu

Nærri því þrír af hverjum fjórum félögum í breska Verkamannaflokknum vilja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um útgönguna úr Evrópusambandinu. Formaður flokksins vill hins vegar að samningur May verði lagður fyrir þingið.

h_53713782.jpg brexit london esb evrópusambandið bretland
Auglýsing

Nærri því þrír af hverjum fjórum félögum í breska Verka­manna­flokknum vilja að önnur þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla verði haldin um útgöng­una úr Evr­ópu­sam­band­inu. Það er á skjön við skoðun Jer­emy Cor­­byn, leið­toga Verka­manna­flokks­ins, sem vill að nið­ur­staða þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar um Brexit árið 2016 verði end­an­leg. Þetta kemur fram í frétt Guar­dian í dag.

Tæp­lega 90 pró­sent myndu kjósa að vera áfram í ESB

Í könn­unni kemur fram að að 72 pró­sent flokks­manna vilji að Cor­byn styðji aðra þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Færi slík atkvæða­greiðsla fram myndu 88 pró­sent flokks­manna greiða atkvæði með áfram­hald­andi veru í ESB og 71 pró­sent kjós­enda flokks­ins. Alls voru 1.034 félagar í Verka­manna­flokknum spurðir út í afstöðu sína í skoð­ana­könnun sem fram­kvæmd var af rann­sókn­ar­hópi í Queen Mary Uni­versity of London rétt fyrir jól 2018. 

Cor­byn ósam­mála ­flokks­fé­lög­un­um 

Jer­emy Cor­­byn hefur ekki tekið undir kröfur félags­manna sinna um að efnt skuli til ann­arrar þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla. ­Leið­togi Verka­manna­flokks­ins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brex­it-­samn­ing Ther­esu May en talið er að breska þingið muni kol­fella samn­ing­inn. Þá þykir lík­legt að boðað yrði til nýrra kosn­inga og þá myndi Cor­byn freista þess í kjöl­farið að fá umboð þjóð­ar­innar til að semja um hag­stæð­ari samn­ing við Evr­ópu­sam­band­ið. Þrátt fyrir að leið­togar Evr­ópu­sam­bands­ríkja hafi þver­tekið fyrir að semja upp á nýtt. Þetta kemur fram í við­tali við Cor­byn í Guar­dian þann 22. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Cor­byn seg­ist jafn­framt vilja tolla­banda­lag við Evr­ópu­sam­bandið og náið sam­band við hinn ábata­sama innri markað Evr­ópu­sam­bands­ins.

Auglýsing

Jeremy Corbyn Mynd:Wikicommons

Sam­kvæmt frétt Gu­ar­di­an auka  nið­ur­stöður könn­un­ar­innar þrýst­ing­inn á að Cor­byn krefj­ist ann­arar atkvæða­greiðslu. En 56 pró­sent með­lima flokks­ins sögð­ust íhuga það að yfir­gefa flokk­inn ef flokk­ur­inn breytti ekki um stefnu þegar kemur að Brex­it, það eru 88.000 manns. 

Þrátt fyrir þessa gjá á milli stefn­u Cor­byn og afstöðu flokks­manna hans nýtur hann enn stuðn­ings sem for­mað­ur. En um 66 pró­sent  félaga Verka­manna­flokks­ins telja hann vera standa sig vel og 58 pró­sent telja að hann gæti náð betri Brex­it-­samn­ingum sem for­sæt­is­ráð­herra en Ther­es­a Ma­y í fyrr­nefndri könn­un. 



May stefnir að því að leggja samn­ing­inn fyrir breska þingið í jan­ú­ar 

­Stefnt er að því að Bret­land gang­i ­form­lega úr Evr­ópu­sam­band­inu hinn 29. mars næst­kom­andi, hvort sem útgöngu­samn­ingur liggur fyrir eða ekki. ­Leið­toga­ráð ESB hefur sam­þykkt útgöngu­samn­ing Ther­esu May, for­sæt­is­ráð­herra Breta, en breska þingið á enn eftir að sam­þykkja hann. Í byrjun des­em­ber frestaði May ­at­kvæða­greiðsl­unni í breska þing­inu um Brex­it-­samn­ing­inn vegna þess að ljóst þótti að samn­ing­ur­inn yrði kol­felldur í þing­in­u. Í kjöl­far­ið stóð hún af sér­ van­traust­s­til­lög­u ­þing­manna breska Íhalds­flokk­inn og hefur í des­em­ber reynt að ná fram breyt­ingum á samn­ingnum í við­ræðum við samn­inga­nefnd ESB.

Theresa May, forsætisráðherra Breta.May stefnir að því að leggja samn­ing­inn fyrir breska þingið nú í jan­ú­ar. Ef Ma­y mis­tekst að koma samn­ingnum í gegnum þingið í jan­úar þá gæti svo farið að Bretar gangi úr Evr­ópu­sam­band­inu án samn­ings. The Guar­dian sagði frá því í des­em­ber hvernig þung­vikt­ar­menn í þing­flokkum Íhalds- og Verka­manna­flokks vinni nú að því bak við tjöldin að knýja rík­is­stjórn Ther­esu Ma­y til að fresta úrgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu um nokkra mán­uði til að forð­ast samn­ings­lausan skiln­að.

Breska rík­is­stjórnin hefur nú þegar kynnt aðgerðir sem sýna að það er raun­veru­legur mögu­leiki á samn­ings­lausri útgöngu Breta. Rík­is­stjórnin hefur und­ir­búið svo­kall­aðar „vara­á­ætl­an­ir“ fari það svo að Bret­land yfir­gefi sam­bandið án samn­ings. Áætl­anir rík­is­stjórn­ar­innar felst m.a í því að 3500 her­menn verði í við­bragðs­stöðu og að upp­lýs­inga­bæk­lingum verði dreift til fyr­ir­tækja um hugs­an­legra breyt­inga á landa­mærum, þetta kemur fram í frétt á vef Sky News.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent