Meirihluti Verkamannaflokksins vill aðra Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu

Nærri því þrír af hverjum fjórum félögum í breska Verkamannaflokknum vilja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um útgönguna úr Evrópusambandinu. Formaður flokksins vill hins vegar að samningur May verði lagður fyrir þingið.

h_53713782.jpg brexit london esb evrópusambandið bretland
Auglýsing

Nærri því þrír af hverjum fjórum félögum í breska Verka­manna­flokknum vilja að önnur þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla verði haldin um útgöng­una úr Evr­ópu­sam­band­inu. Það er á skjön við skoðun Jer­emy Cor­­byn, leið­toga Verka­manna­flokks­ins, sem vill að nið­ur­staða þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar um Brexit árið 2016 verði end­an­leg. Þetta kemur fram í frétt Guar­dian í dag.

Tæp­lega 90 pró­sent myndu kjósa að vera áfram í ESB

Í könn­unni kemur fram að að 72 pró­sent flokks­manna vilji að Cor­byn styðji aðra þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Færi slík atkvæða­greiðsla fram myndu 88 pró­sent flokks­manna greiða atkvæði með áfram­hald­andi veru í ESB og 71 pró­sent kjós­enda flokks­ins. Alls voru 1.034 félagar í Verka­manna­flokknum spurðir út í afstöðu sína í skoð­ana­könnun sem fram­kvæmd var af rann­sókn­ar­hópi í Queen Mary Uni­versity of London rétt fyrir jól 2018. 

Cor­byn ósam­mála ­flokks­fé­lög­un­um 

Jer­emy Cor­­byn hefur ekki tekið undir kröfur félags­manna sinna um að efnt skuli til ann­arrar þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla. ­Leið­togi Verka­manna­flokks­ins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brex­it-­samn­ing Ther­esu May en talið er að breska þingið muni kol­fella samn­ing­inn. Þá þykir lík­legt að boðað yrði til nýrra kosn­inga og þá myndi Cor­byn freista þess í kjöl­farið að fá umboð þjóð­ar­innar til að semja um hag­stæð­ari samn­ing við Evr­ópu­sam­band­ið. Þrátt fyrir að leið­togar Evr­ópu­sam­bands­ríkja hafi þver­tekið fyrir að semja upp á nýtt. Þetta kemur fram í við­tali við Cor­byn í Guar­dian þann 22. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Cor­byn seg­ist jafn­framt vilja tolla­banda­lag við Evr­ópu­sam­bandið og náið sam­band við hinn ábata­sama innri markað Evr­ópu­sam­bands­ins.

Auglýsing

Jeremy Corbyn Mynd:Wikicommons

Sam­kvæmt frétt Gu­ar­di­an auka  nið­ur­stöður könn­un­ar­innar þrýst­ing­inn á að Cor­byn krefj­ist ann­arar atkvæða­greiðslu. En 56 pró­sent með­lima flokks­ins sögð­ust íhuga það að yfir­gefa flokk­inn ef flokk­ur­inn breytti ekki um stefnu þegar kemur að Brex­it, það eru 88.000 manns. 

Þrátt fyrir þessa gjá á milli stefn­u Cor­byn og afstöðu flokks­manna hans nýtur hann enn stuðn­ings sem for­mað­ur. En um 66 pró­sent  félaga Verka­manna­flokks­ins telja hann vera standa sig vel og 58 pró­sent telja að hann gæti náð betri Brex­it-­samn­ingum sem for­sæt­is­ráð­herra en Ther­es­a Ma­y í fyrr­nefndri könn­un. May stefnir að því að leggja samn­ing­inn fyrir breska þingið í jan­ú­ar 

­Stefnt er að því að Bret­land gang­i ­form­lega úr Evr­ópu­sam­band­inu hinn 29. mars næst­kom­andi, hvort sem útgöngu­samn­ingur liggur fyrir eða ekki. ­Leið­toga­ráð ESB hefur sam­þykkt útgöngu­samn­ing Ther­esu May, for­sæt­is­ráð­herra Breta, en breska þingið á enn eftir að sam­þykkja hann. Í byrjun des­em­ber frestaði May ­at­kvæða­greiðsl­unni í breska þing­inu um Brex­it-­samn­ing­inn vegna þess að ljóst þótti að samn­ing­ur­inn yrði kol­felldur í þing­in­u. Í kjöl­far­ið stóð hún af sér­ van­traust­s­til­lög­u ­þing­manna breska Íhalds­flokk­inn og hefur í des­em­ber reynt að ná fram breyt­ingum á samn­ingnum í við­ræðum við samn­inga­nefnd ESB.

Theresa May, forsætisráðherra Breta.May stefnir að því að leggja samn­ing­inn fyrir breska þingið nú í jan­ú­ar. Ef Ma­y mis­tekst að koma samn­ingnum í gegnum þingið í jan­úar þá gæti svo farið að Bretar gangi úr Evr­ópu­sam­band­inu án samn­ings. The Guar­dian sagði frá því í des­em­ber hvernig þung­vikt­ar­menn í þing­flokkum Íhalds- og Verka­manna­flokks vinni nú að því bak við tjöldin að knýja rík­is­stjórn Ther­esu Ma­y til að fresta úrgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu um nokkra mán­uði til að forð­ast samn­ings­lausan skiln­að.

Breska rík­is­stjórnin hefur nú þegar kynnt aðgerðir sem sýna að það er raun­veru­legur mögu­leiki á samn­ings­lausri útgöngu Breta. Rík­is­stjórnin hefur und­ir­búið svo­kall­aðar „vara­á­ætl­an­ir“ fari það svo að Bret­land yfir­gefi sam­bandið án samn­ings. Áætl­anir rík­is­stjórn­ar­innar felst m.a í því að 3500 her­menn verði í við­bragðs­stöðu og að upp­lýs­inga­bæk­lingum verði dreift til fyr­ir­tækja um hugs­an­legra breyt­inga á landa­mærum, þetta kemur fram í frétt á vef Sky News.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent