Meirihluti Verkamannaflokksins vill aðra Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu

Nærri því þrír af hverjum fjórum félögum í breska Verkamannaflokknum vilja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um útgönguna úr Evrópusambandinu. Formaður flokksins vill hins vegar að samningur May verði lagður fyrir þingið.

h_53713782.jpg brexit london esb evrópusambandið bretland
Auglýsing

Nærri því þrír af hverjum fjórum félögum í breska Verka­manna­flokknum vilja að önnur þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla verði haldin um útgöng­una úr Evr­ópu­sam­band­inu. Það er á skjön við skoðun Jer­emy Cor­­byn, leið­toga Verka­manna­flokks­ins, sem vill að nið­ur­staða þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar um Brexit árið 2016 verði end­an­leg. Þetta kemur fram í frétt Guar­dian í dag.

Tæp­lega 90 pró­sent myndu kjósa að vera áfram í ESB

Í könn­unni kemur fram að að 72 pró­sent flokks­manna vilji að Cor­byn styðji aðra þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Færi slík atkvæða­greiðsla fram myndu 88 pró­sent flokks­manna greiða atkvæði með áfram­hald­andi veru í ESB og 71 pró­sent kjós­enda flokks­ins. Alls voru 1.034 félagar í Verka­manna­flokknum spurðir út í afstöðu sína í skoð­ana­könnun sem fram­kvæmd var af rann­sókn­ar­hópi í Queen Mary Uni­versity of London rétt fyrir jól 2018. 

Cor­byn ósam­mála ­flokks­fé­lög­un­um 

Jer­emy Cor­­byn hefur ekki tekið undir kröfur félags­manna sinna um að efnt skuli til ann­arrar þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla. ­Leið­togi Verka­manna­flokks­ins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brex­it-­samn­ing Ther­esu May en talið er að breska þingið muni kol­fella samn­ing­inn. Þá þykir lík­legt að boðað yrði til nýrra kosn­inga og þá myndi Cor­byn freista þess í kjöl­farið að fá umboð þjóð­ar­innar til að semja um hag­stæð­ari samn­ing við Evr­ópu­sam­band­ið. Þrátt fyrir að leið­togar Evr­ópu­sam­bands­ríkja hafi þver­tekið fyrir að semja upp á nýtt. Þetta kemur fram í við­tali við Cor­byn í Guar­dian þann 22. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Cor­byn seg­ist jafn­framt vilja tolla­banda­lag við Evr­ópu­sam­bandið og náið sam­band við hinn ábata­sama innri markað Evr­ópu­sam­bands­ins.

Auglýsing

Jeremy Corbyn Mynd:Wikicommons

Sam­kvæmt frétt Gu­ar­di­an auka  nið­ur­stöður könn­un­ar­innar þrýst­ing­inn á að Cor­byn krefj­ist ann­arar atkvæða­greiðslu. En 56 pró­sent með­lima flokks­ins sögð­ust íhuga það að yfir­gefa flokk­inn ef flokk­ur­inn breytti ekki um stefnu þegar kemur að Brex­it, það eru 88.000 manns. 

Þrátt fyrir þessa gjá á milli stefn­u Cor­byn og afstöðu flokks­manna hans nýtur hann enn stuðn­ings sem for­mað­ur. En um 66 pró­sent  félaga Verka­manna­flokks­ins telja hann vera standa sig vel og 58 pró­sent telja að hann gæti náð betri Brex­it-­samn­ingum sem for­sæt­is­ráð­herra en Ther­es­a Ma­y í fyrr­nefndri könn­un. May stefnir að því að leggja samn­ing­inn fyrir breska þingið í jan­ú­ar 

­Stefnt er að því að Bret­land gang­i ­form­lega úr Evr­ópu­sam­band­inu hinn 29. mars næst­kom­andi, hvort sem útgöngu­samn­ingur liggur fyrir eða ekki. ­Leið­toga­ráð ESB hefur sam­þykkt útgöngu­samn­ing Ther­esu May, for­sæt­is­ráð­herra Breta, en breska þingið á enn eftir að sam­þykkja hann. Í byrjun des­em­ber frestaði May ­at­kvæða­greiðsl­unni í breska þing­inu um Brex­it-­samn­ing­inn vegna þess að ljóst þótti að samn­ing­ur­inn yrði kol­felldur í þing­in­u. Í kjöl­far­ið stóð hún af sér­ van­traust­s­til­lög­u ­þing­manna breska Íhalds­flokk­inn og hefur í des­em­ber reynt að ná fram breyt­ingum á samn­ingnum í við­ræðum við samn­inga­nefnd ESB.

Theresa May, forsætisráðherra Breta.May stefnir að því að leggja samn­ing­inn fyrir breska þingið nú í jan­ú­ar. Ef Ma­y mis­tekst að koma samn­ingnum í gegnum þingið í jan­úar þá gæti svo farið að Bretar gangi úr Evr­ópu­sam­band­inu án samn­ings. The Guar­dian sagði frá því í des­em­ber hvernig þung­vikt­ar­menn í þing­flokkum Íhalds- og Verka­manna­flokks vinni nú að því bak við tjöldin að knýja rík­is­stjórn Ther­esu Ma­y til að fresta úrgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu um nokkra mán­uði til að forð­ast samn­ings­lausan skiln­að.

Breska rík­is­stjórnin hefur nú þegar kynnt aðgerðir sem sýna að það er raun­veru­legur mögu­leiki á samn­ings­lausri útgöngu Breta. Rík­is­stjórnin hefur und­ir­búið svo­kall­aðar „vara­á­ætl­an­ir“ fari það svo að Bret­land yfir­gefi sam­bandið án samn­ings. Áætl­anir rík­is­stjórn­ar­innar felst m.a í því að 3500 her­menn verði í við­bragðs­stöðu og að upp­lýs­inga­bæk­lingum verði dreift til fyr­ir­tækja um hugs­an­legra breyt­inga á landa­mærum, þetta kemur fram í frétt á vef Sky News.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent