Lögreglumálum fjölgaði umtalsvert árið 2018

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti að meðaltali um 350 málum á hverjum sólarhring árið 2018. Í heild voru skráð 16 pró­sent fleiri mál hjá lögreglu í fyrra en árið 2017. Innbrotum fjölgaði um 60 prósent á milli ára.

Lögreglan - 1. maí 2018
Auglýsing

Hegningarlagabrotum sem tilkynnt voru til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu voru 9.762 talsins árið 2018 . Það eru um fimm prósentum fleiri brot en tilkynnt voru árið 2017. Um 350 mál voru skráð í málaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hverjum einasta sólarhring í fyrra að meðaltali. Það eru 70 fleiri mál á dag að meðaltali en árið á undan. Í heild voru skráð 16 prósent fleiri mál skráð hjá lögreglu árið 2018 en var að meðaltali 2015 til 2017. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um afbrotatölfræði ársins 2018. 

Heimilsofbeldismálum fjölgar 

Líkamsmeiðingum fjölgaði um sex prósent á árinu, sérstaklega meiriháttar líkamsárásum. Þetta er í takt við fjölgun ofbeldisbrota undanfarin ár og segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að fjölgun ofbeldisbrota megi rekja meðal annars til þess að breytingar hafa verið gerðar á skráningu heimilisofbeldismála.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir mikinn árangur felast í því að kynferðisbrotamál og heimilsofbeldismál komist inn á borð lögreglunnar í samtali við Fréttablaðið í dag. Hún segir að slík mál komi einnig í miklum mæli í gegnum Bjarkarhlíð sem sérhæfir sig í móttöku við þolendur ofbeldis. 

Auglýsing

Að mati Sigríðar Bjarkar hefðu mál sem koma frá Bjarkarhlíð alla jafna ekki ratað á borð lögreglu og því er það vel að þau mál séu tilkynnt. „Það er komið meira fé sem skilar sér í hraðari málsmeðferðartíma. En fyrst og fremst, það að setja kynbundið ofbeldi á oddinn sem áhersluatriði og að hugsa um þetta sem þjónustustofnun en ekki valdastofnun, það er að skila sér líka hvað þetta varðar,“ segir Sigríður Björk.

Þá fjölgaði kynferðisbrotum úr 300 í 387, þar af fjölgaði nauðgunarmálum mikið eða um 34 prósent milli ára. Einnig fjölgaði tilkynningum er varða kynferðisbrot gegn börnum um 28 prósent. Sigríður Björk segir að aukning í tilkynningum á kynferðisbrotum tengist  aukinni tiltrúar á kerfinu og vegna aukinngar umræði í samfélaginu með tilkomu Me too hreyfingarinnar. Hún segir að allt slíkt umtal hjálpi. 

Jafnframt var mikil aukning í vændi eða um 36 slíkar tilkynningar árið 2018 en aðeins níu árið á undan. 

60 prósent aukning í innbrotum

Mikil fjölgun umferðarlagabrota varð árið 2018 en tæplega 45 þúsund slík brot voru skráð hjá lögreglunni. Umferðarlagabrotum fjölgaði um fimmtán prósent á milli ára. Umferðarbrotum hefur fjölgað mikið á síðustu árum en umferðarlagabrot hafa tvöfaldast á síðust tvö árum. 

Bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að afbrotum hafi fjölgað umtalsvert í fyrra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt innbrot fjölgaði um nærri 60 prósent á milli ára.  Sigríður Björk segir að þar séu oft skipulagðir erlendir hópar að verki sem koma inn þegar velmegun hér er mikil. Hún segir að lögreglan hafi upprætt nokkra slíka hópa á árinu en svo virðist sem nýir hópar komi í staðinn. 

Í andstöðu við þróun flestra tegunda brota fækkaði auðgunarbrotum aðeins vegna samdráttar í fjölda þjófnaðar-, gripdeildar- og fjárdráttarmála. Á sama tíma voru mun fleiri innbrot og rán tilkynnt lögreglu árið 2018 en 2017. Einnig fjölgaði tilkynningum um fjársvik.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent