Lögreglumálum fjölgaði umtalsvert árið 2018

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti að meðaltali um 350 málum á hverjum sólarhring árið 2018. Í heild voru skráð 16 pró­sent fleiri mál hjá lögreglu í fyrra en árið 2017. Innbrotum fjölgaði um 60 prósent á milli ára.

Lögreglan - 1. maí 2018
Auglýsing

Hegn­ing­ar­laga­brotum sem til­kynnt voru til lög­reglu­stjór­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu voru 9.762 tals­ins árið 2018 . Það eru um fimm pró­sentum fleiri brot en til­kynnt voru árið 2017. Um 350 mál voru skráð í mála­skrá lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á hverjum ein­asta sól­ar­hring í fyrra að með­al­tali. Það eru 70 fleiri mál á dag að með­al­tali en árið á und­an. Í heild voru skráð 16 pró­sent fleiri mál skráð hjá lög­reglu árið 2018 en var að með­al­tali 2015 til 2017. Þetta kemur fram í bráða­birgða­nið­ur­stöðum lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um afbrota­töl­fræði árs­ins 2018. 

Heim­ilsof­beld­is­mál­u­m ­fjölgar 

Lík­ams­meið­ingum fjölg­aði um sex pró­sent á árinu, sér­stak­lega meiri­háttar lík­ams­árás­um. Þetta er í takt við fjölgun ofbeld­is­brota und­an­farin ár og seg­ir lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að fjölgun ofbeld­is­brota megi rekja meðal ann­ars til þess að breyt­ingar hafa verið gerðar á skrán­ingu heim­il­is­of­beld­is­mála.

Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir lög­reglu­stjóri segir mik­inn árangur fel­ast í því að kyn­ferð­is­brota­mál og heim­ilsof­beld­is­mál kom­ist inn á borð lög­regl­unnar í sam­tali við Frétta­blaðið í dag. Hún segir að slík mál komi einnig í miklum mæli í gegnum Bjark­ar­hlíð sem sér­hæfir sig í mót­töku við þolendur ofbeld­is. 

Auglýsing

Að mati Sig­ríðar Bjarkar hefðu mál sem koma frá Bjark­ar­hlíð alla jafna ekki ratað á borð lög­reglu og því er það vel að þau mál séu til­kynnt. „Það er komið meira fé sem skilar sér í hrað­ari máls­með­ferð­ar­tíma. En fyrst og fremst, það að setja kyn­bundið ofbeldi á odd­inn sem áherslu­at­riði og að hugsa um þetta sem þjón­ustu­stofnun en ekki valda­stofn­un, það er að skila sér líka hvað þetta varð­ar,“ segir Sig­ríður Björk.

Þá fjölg­aði kyn­ferð­is­brotum úr 300 í 387, þar af fjölg­að­i nauðg­un­ar­mál­u­m ­mikið eða um 34 pró­sent milli ára. Einnig fjölg­aði til­kynn­ingum er varða kyn­ferð­is­brot gegn börnum um 28 pró­sent. Sig­ríður Björk segir að aukn­ing í til­kynn­ingum á kyn­ferð­is­brotum teng­ist  auk­inni til­trúar á kerf­inu og vegna auk­inngar umræði í sam­fé­lag­inu með til­komu Me too hreyf­ing­ar­inn­ar. Hún segir að allt slíkt umtal hjálp­i. 

Jafn­framt var mikil aukn­ing í vændi eða um 36 slíkar til­kynn­ingar árið 2018 en aðeins níu árið á und­an. 

60 pró­sent aukn­ing í inn­brotum

Mikil fjölgun umferð­ar­laga­brota varð árið 2018 en tæp­lega 45 þús­und slík brot voru skráð hjá lög­regl­unni. Umferð­ar­laga­brotum fjölg­aði um fimmtán pró­sent á milli ára. ­Um­ferð­ar­brot­u­m hefur fjölgað mikið á síð­ustu árum en ­um­ferð­ar­laga­brot hafa tvö­fald­ast á síð­ust tvö árum. 

Bráða­birgða­nið­ur­stöður benda til þess að afbrotum hafi fjölgað umtals­vert í fyrra hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Til­kynnt inn­brot fjölg­aði um nærri 60 pró­sent á milli ára.  Sig­ríður Björk segir að þar séu oft skipu­lagðir erlendir hópar að verki sem koma inn þeg­ar vel­meg­un hér er mik­il. Hún segir að lög­reglan hafi upp­rætt nokkra slíka hópa á árinu en svo virð­ist sem nýir hópar komi í stað­inn. 

Í and­stöðu við þróun flestra teg­unda brota ­fækk­að­i auðg­un­ar­brotum aðeins vegna sam­dráttar í fjölda þjófn­að­ar-, grip­deild­ar- og fjár­drátt­ar­mála. Á sama tíma voru mun fleiri inn­brot og rán til­kynnt lög­reglu árið 2018 en 2017. Einnig fjölg­aði til­kynn­ingum um fjár­svik.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent